Vikan


Vikan - 02.07.1987, Page 18

Vikan - 02.07.1987, Page 18
Kryppa kat^rins Sakamálasaga eftir Edmund Crispen „ Öll erum við hjátrúarfull,“ sagði Fen. Frá hópnum, sem sat kringum eldinn og hvíldi sig eftir matinn, bárust einróma mótmæli. „Það er samt sem áður rétt,“ sagði Fen þrjóskur, „hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Ég skal sanna þetta fyr- ir ykkur.“ „Allt í lagi, reynið þér það,“ sagði fólkið. „Ég ætla að gera það með því að segja ykkur frá Coppingmálinu." „Sakamál,“ sögðu menn brosandi. „Gott.“ „Ef einhverju ykkar tekst að leysa þetta mál án minnar hjálpar telst sá hinn sami ekki vera hjátrúarfullur.“ „Coppingfjölskyldan var af eldgamalli aðalsætt. A þessari ætt hvíldi bölvun eins og mörgum öðrum gömlum aðalsættum en því miður var hún heldur óskemmtileg því jafnan skyldu börn standa yfir höfuðsvörð- um foreldra sinna. Það var þó ekki alltaf svo að börnin bein- línis myrtu foreldra sina. Stundum urðu þau völd að slysum sem urðu foreldrum þeirra að bana. Stundum gerði vanræksla út af við foreldrana en í önnur skipti lagði framferði barnanna þá í gröfina. Hvernig sem það nú var þá tók ættarógæfan sinn toll af Qölskyldunni og árið 1948 var svo komið að aðeins voru tveir Coppingar eftir af-a&algrein'ættarinnar. Það voru Clifford Copping, sem var ekkjumaður, og dóttir hans, Isobel. ísobel var gift og bjó þar af leiðandi ekki lengur á ættarsetrinu í ná- grenni viðjj Wantage. í ágústmánuði 1948 komu þap hjón í stutta heimsókn til Wantage 9 g það var þá sem þessi saga gerð- ist. Ég flæktist í málið vegna þess að ég hafði lagt lykkju á leið mína frá Bath til Oxford til að fá mér kvöldverð á Hvíta hirtinum. Það var á barnum á þeirri krá skömmu eftir klukkan sex um kvöldið að ég hitti eiginmann ísobel, Peter Doyle. Hann hafði fengið sér vel neðan í því og þegar klukk- una vantaði fimmtán mínútur í átta krafðist hann þess að ég kæmi með honum heim og borðaði kvöldverð með fjölskyldunni. Þetta var mér svo sannarlega þvert um geð en þar sem hann vissi að ég ætlaði að borða einn kvöldverð á kránni átti ég í erf- iðleikum með að neita boðinu. Ég gafst því upp á endanum og við gengum yfir engið i átt til hússins. Kvöldið var fagurt og ég naut gönguferð- arinnar. Lítill, háfættur, brúnflekkóttur köttur fylgdi okkur eftir alla leiðina. „Mér sýnist hann vilja koma inn,“ sagði ég þegar við komum að dyrunum. „Það hlýtur að vera í lagi,“ sagði Doyle. „Bæði ísobel og faðir hennar hafa dálæti á köttum.“ Það varð því úr að kötturinn kom inn með okkur og ég og kötturinn vorum kynnt fyrir ísobel. Ég kunni strax vel við ísobel en það var ljóst að samband hennar við mann sinn var ekki eins og best varð á 18 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.