Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 19

Vikan - 02.07.1987, Side 19
kosið. Við spjölluðum um daginn og veginn og siðan stakk Doyle upp á því að þar sem matur yrði ekki borinn fram strax væri tími til að hann kynnti mig fyrir tengdaföður sinum þar sem hann myndi ekki borða með okkur. „Hann hefur verið heilsutæpur upp á síð- kastið,“ útskýrði Doyle, „en hann myndi aldrei fyrirgefa mér ef ég kynnti ykkur ekki.“ Ég muldraði bara þetta venjulega um að ég vildi ekki láta hafa fyrir mér en ég hefði áreiðanlega verið mun ákveðnari ef ég hefði vitað það sem siðar kom fram við réttar- rannsóknina, að Clifford Copping hefði um nokkurt skeið þjáðst af taugaveiklun og haft sjálfsmorðstilhneigingar... Nú, þar sem ég vissi ekkert um þetta lét ég undan. ísobel sagði að faðir hennar byggi í her- berginu efst í turninum og þangað héldum við Doyle ásamt kettinum sem fylgdi okkur eins og skugginn. Turninn var aðskilinn frá öðrum hlutum hússins. Hann var meira en tuttugu metra hár, með slétta veggi og skotraufar í stað- inn fyrir glugga. Hann var líklega byggður nálægt 1450. Ég bjóst við að hann væri rústir einar að innan en svo var ekki og kom það mér á óvart. Meðan ég klöngrað- ist upp síðasta stigann stansaði Doyle fyrir framan ákveðnar dyr á efsta stigapallinum. „Ef yður er sama ætla ég að fara inn á undan og láta hann vita að þér séuð að koma,“ sagði Doyle. Mér fannst þetta ekki beint vera i samræmi við það sem hann hafði sagt skömmu áður um að tengdafað- ir hans myndi aldrei fyrirgefa honum að hafa ekki hitt mig. En ég samþykkti þetta að sjálfsögðu. Þá tók hann upp úr vasa sínum lykil sem ísobel hafði látið hann hafa, opnaði dyrnar og ýtti hurðinni í hálfa gátt. Með tilliti til þess sem á eftir fór skal það tekið fram að dyrnar voru áreiðanlega læstar. Hann leit síðan aftur á mig og sagði í hálfum hljóðum: „Yður finnst þetta kannski skrýtið en tengdafaðir minn vill endilega láta læsa sig hér inni endrum og sinnum, svo fremi að það sé ísobel sem geymir lykilinn. Hann treystir ísobel full- komlega og segir að það veiti sér öryggis- kennd að vera læstur inni með þessa gríðarþykku veggi í kringum sig. Allra best finnst honum að læsa sig sjálfur inni en læknirinn er búinn að banna það. Þess vegna er búið að taka hespurnar af hurð- inni.“ „Aha,“ sagði ég. Ég hlýt að hafa sýnt til- fmningar mínar helst til berlega því Doyle bætti við: „Það er allt í lagi með hann... en náttúr- lega ef þér, ég á við ef þér viljið ekki að...“ „Já, ég vildi helst af öllu komast hjá því að hitta hann,“ langaði mig til að segja en þar sem spurning Doyles hefði að öllum líkindum hafist á „num“ ef við hefðum talað latínu, það er að segja ætlast var til að svarið væri neikvætt, þá svaraði ég þvert um hug mér. Við hættum því að tala og ég beið hálftaugaveiklaður á stigapallinum meðan Doyle gekk inn í herbergið og fann líkið. Svo frásögnin sé hárnákvæm þá var það kötturinn sem fann líkið. Meðan við vorum að tala saman hafði kötturinn litið inn í herbergið og líkaði hreint ekki það sem hann sá. Þið hafíð séð hvernig kettir skjóta upp kryppu og hárin risa á bakinu á þeim.' Nú, eftir eina eða tvær minútur kom Doyle út aftur. Honum var greinilega brugðið því hann var náfölur. Hann settist niður á stigapallinn_og greip báðum hönd- um um höfuð sér. Ég hefði svo sem getað spurt hvað_ komið hefði fyrir en ég gerði það ekki. Ég gekk framhjá honum og inn í herbergið til að skoða mig um. Þar mátti sjá eldhúshníf, sundurskorinn háls og blóð út um allt. Þegar ég hafði gengið úr skugga um að enginn væri í felum inni i herberginu og að enginn hefði kom- ist út um gluggaborurnar snerti ég líkið, skoðaði blóðið og dró af því þá ályktun að aumingja maðurinn hefði dáið fyrir svo sem klukkutíma. Klukkan var nákvæmlega tuttugu og íjórar mínútur gengin í níu. Því næst læsti ég herberginu, fékk Doyle lykil- inn og síðan fórum við saman og hann hringdi í lækni og lögreglu. Meðan hann var að því fór ég sjálfur í rannsóknarleið- angur... Og þið getið væntanlega ímyndað ykkur hverju ég var að leita að. Það er i rauninni ekki frá meiru að segja. Copping hafði verið á lífi klukkan kortér yfir sex en þá hafði ísobel læst hann inni. Fimm mínútum þar á undan höfðu tveir þjónar séð hann þannig að ef hann var myrtur þá var Doyle ekki morðinginn... Én það vöknuðu fljótlega ýmsar spurn- ingar. Það er rétt að aðeins fmgraför Coppings fundust á hnífnum en neðarlega á veggnum fundust blóðslettur, rétt eins og blóðugur kjóll hefði dregist eftir hon- um... Hvorki ég né Doyle gátum verið valdir að þessu og ekki gat Copping heldur hafa gert það í dauðateygjunum, einfald- lega af því að ekkert blóð fannst á gólfinu á milli rúmsins og veggjarins. Þetta gat aðeins þýtt að ísobel væri morð- inginn. Hún ein hafði lykil að herbergi sem ekki var hægt að komast inn í með öðru móti. Hún var einkaerfmgi föður síns og þar á ofan fannst í skápnum hennar blóði drifinn regnfrakki... Þetta er í raun öll sólarsagan. Ég sagði morðdeild lögreglunnar frá þessu á sama hátt og ég hef sagt ykkur frá því og vitið þið hvað, þrátt fyrir það ætluðu þeir að handtaka Isobel... Eintóm hjátrú!“ Fen reis á fætur. „Þetta er búin að vera ánægju- leg kvöldstund en nú er ég orðinn syfjaður og ætla að koma mér í háttinn.“ Það lá við að mótmælahrópin ærðu hann. Hann leit á fólkið með uppgerðarsorg í svipnum. „Hvað er þetta, ekki einn einasti raunsæismaður í hópnum? Ef þið eruð ekki hjátrúarfull er lausnin einföld. ísobel ætlaði að skilja við Doyle og þar með að svipta hann hlutdeild hans í arfinum. Fyrir þetta lagði hann fæð á hana og þegar tengdafað- ir hans dó sá hann möguleika á því að ná sér niðri á henni. Það var hann sem kom blóðuga regnfrakkanum fyrir í skápnum meðan beðið var eftir lögreglunni. Ég gerði mér grein fyrir því vegna þess að ég hafði þá þegar áttað mig á því hvað hann hafði í huga og þess vegna elti ég hann og fylgd- ist með gerðum hans...“ „Já, en Gervas, þér hafið ekki útskýrt nokkurn skapaðan hlut,“ kvartaði ljóshærð stúlka. „Við viljum fá að vita hvers vegna þér grunuðuð hann um græsku.“ Fen hló. „Svona, svona. Þið voruð rétt áðan að reyna að sannfæra mig um að þið væruð ekki hjátrúarfull. Ef svo er hefðuð þið átt að gera ykkur ljóst að það er aðeins í skáldsögum og draugasögum sem litlir; flekkóttir kettir verða hræddir við lík. I raunveruleikanum stendur þeim nákvæm- lega á sama. Til að köttur verði hræddur þarf eitthvað annað meira og lifandi að koma til en lík. Þetta hefði getað verið hundur en þá hefði ég að öllum líkindum orðið var við hann. Hvað um annan kött? Við skulum ekki gleyma því að fjölskyldan hafði dálæti á köttum og því var líklegt að köttur væri í húsinu. Það hefði heldur ekki verið óyfirstíganlegt fyrir Doyle að troða honum út um gluggann. Hann tók eftir blóðblettunum á veggnum en það var kött- urinn sem hafði klínt blóðinu þar. Honum datt því í hug að ef hann losaði sig við köttinn væri mögulegt að nota blóðblettina á veggnum sem grundvöll fyrir morðákæru. Hann ætlaði sér að grafa köttinn síðar en meðan hann var að hringja í lögregluna leitaði ég að hræinu sem ég að sjálfsögðu fann við turninn þar sem kötturinn hafði drepist. Þetta var hvítur síamsköttur, það var ekkert blóð á loppunum en á síðunni á honum var stór klessa sem hann hafði fengið um leið og Copping dó.“ „Svo Copping fyrirfór sér,“ sagði ljós- hærða stúlkan sem hafði talað áður. „Ja hérna...“ Hún hikaði eitt augnablik og klókindaglampa brá fyrir í augum hennar. „Eða hvað... ? Þótt Doyle hafi reynt að koma sökinni á konu sína er það ekki endi- lega sönnun fyrir sakleysi hennar.“ „Snjöll stúlka.“ Fen brosti til hennar. „Það var ekki fyrr en þrem mánuðum sið- ar að lögregluþjónn, sem starfað hafði dulbúinn sem þjónn á heimilinu, kom að ísobel þar sem hún var að brenna blóðuga kjólinn sem hún var i þegar hún myrti föð- ur sinn. Allt er gott þá endirinn er góður, ekki satt? Það er gott til þess að vita að þessi gömlu fjölskylduálög skuli hafa við einhver rök að styðjast.“ 27. TBL VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.