Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 20

Vikan - 02.07.1987, Side 20
Vikan — Eldhús Gestiir í Viku-eldhúsinu er Guöbjörg Sigmundsdóttir GARDVEISLA Glrnilegur sumarréttur og kampavín I glösum. Já, það koma góðviðrisdagar inn á milli og þegar Guðbjörg Sig- mundsdóttir var gestur okkar var yndislegt veður svo að henni fannst tilvalið að slá upp garðveislu og það ekki af verri endanum. Guð- björg hefur gaman af að reyna eitthvað nýtt og spennandi í mat- argerð en vill jafnframt hafa hana sem einfaldasta og fljótlegasta. Fiskurinn, sem hún bar á borð, var meistaralega útbúinn og eftir- rétturinn var hreinasta lostæti. í fiskréttinn þarf: 700-800 gramma fiskflak (ýsu) 1 stóran lauk 50 grömm af smjöri 3 desílítra af brauðmylsnu (mælt með heimalagaðri) 1 Vi desílítra af rjóma 1 desílítra af rifnum osti steinselju salt og pipar Skerið fiskinn í bita og látið í vel smurt eldfast mót. Skerið laukinn smátt og látið krauma í smjörinu i potti þar til hann er vel heitur. Látið síðan í pottinn brauðmylsn- una, ostinn og steinseljuna ásamt salti og pipar. Látið þetta malla saman í 3-5 mínútur eða þar til það verður eins og grautur. Smyrj- ið þessu síðan yfir fiskinn og hellið rjómanum yfir. Áður en réttinum er skellt inn í ofn er hægt að strá svolitlum osti yfir. 20 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.