Vikan


Vikan - 02.07.1987, Page 23

Vikan - 02.07.1987, Page 23
River Phoenix Ungur og eftirsóttur Hann heitir River Phoenix og er sextán ára. Hann hefur þegar leikið í tveimur athyglis- verðum kvikmyndum og er mjög eftirsóttur þessa dagana. Þykir hann skara fram úr öðr- um unglingum er fást við leiklist. í Moskítóströndinni (The Moskito Coast) leikur hann son Harrisons Ford og vakti leikur hans mikla athygli. Frægð hans jókst svo með hinni ágætu Stand by Me þar sem hann er einn fjögurra pilta sem leggja upp í leit að líki. Hann lék foringja drengjanna og þrátt fyrir að allir strákarnir hafi staðið fyrir sínu þá verður því ekki neitað að River Phoen- ix er sá sem athyglin beinist að. Nýlega hefur Phoenix lokið við að leika titilhlutverkið í Little Nikita. Þar leikur hann rússneskan ungling sem fær Sidney Poitier til að hjálpa sér til að leita uppi foreldra sína sem eru sagðir njósnarar. Meðfram leik í kvikmyndum stundar River Phoenix skóla- nám og gengur bara vel, að því er segir. Það fer ekki fram hjá neinum að River Phoenix er sérkennilegt nafn. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem heit- ir sérkennilegu nafni. Hann á fjögur systkini, bróðurinn Leaf, sem er tólf ára, og systurnar Rainbow, 13 ára, Liberty, 10 ára, og Summer, 8 ára. River Phoenix. Myndbönd THE BIG CHILL ★ ★ ★ Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Aöalleikarar: William Hurt, Tom Berenger og Glenn Close. Sýningartími: 101 mín. - Utgefandi: Skífan hf. The Big Chill er um nokkur skólasystkini sem höfðu náið samband á skólaárunum. Þau hittast við jarðarför eins þeirra. Margt hefur á daga þeirra drifíð og hefur þeim gengið misjafnlega að aðlagast samfélaginu eft- ir að námi lauk. Þau eru læknir, lögfræðingur, skósali, blaðamaður, sjónvarpsstjarna, dópsali og húsmóðir. Öll eru þau miður sín yfir dauða vinar þeirra er framdi sjálfsmorð. Eru þau sammála um að hann hafi verið fremstur þeirra að gáfum. Margt er rifjað upp eina helgi og gömul kynni eru endurnýjuð. Þegar að er gáð sakna þau skólaáranna. The Big Chill er virkilega góð kvikmynd sem á heilbrigðan hátt fjallar um mannleg sam- skipti. Tónlist frá sjöunda áratugnum gerir mikið til að skapa þá góðu stemningu er einkennir myndina. Leikur er allur mjög góður. Enginn er þó betri en William Hurt í hlutverki hins taugaveiklaða dópsala. BLUE CITY ★ ★ Leikstjóri: Michelle Manning. Aðalhlutverk: Judd Nelson, Ally Sheedy og Scott Wilson. Sýningartími: 80 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Einn af betri sakamálarithöfundum Bandaríkjanna er Ross McDonald. Hefur hann skrifað margar skáldsögur og hafa nokkrar þeirra verið kvik- myndaðar. Blue City er ein þeirra. Fjallar hún um Billy Turner sem kemur tii heimabæjar síns til að reyna að bæta samskiptin við föður sinn. Hann kemst að því að faðir hans hefur verið myrtur og stjúpmóðir hans hefur tekið saman við skúrk sem stjórnar öllu skemmtanalífi á staðnum. Að sjálf- sögðu grunar T urner hann um morðið og ákveður að hefna sín. Það á þó eftir að koma í Ijós að ekki er allt sem sýnist og koma sögulok örugglega flestum áhorfendum á óvart. Þetta er ágætur söguþráður en því miður ekki vel úr honum unnið. Helsti galli myndarinnar er samt slappur leikur aðalleikaranna, Judd Nelson og Ally Sheedy. Vert er að geta góðrar tónlist- ar Ry Cooder. Þrátt fyrir ýmsa galla er Blue City hin sæmilegasta afþreying. SAVAGE HARVEST ★ Aðalleikarar: Tom Skerrit og Michelle Phillips. Sýningartími: 84 mín. - Útgefandi: Tefli hf. Savage Harvest gerist á miklum þurrkatímum í Afríku. Þegar jörðin er þurr og lítið um fæðu taka hin villtu dýr að sækja á það sem næst er og það eru mennirnir. Myndin gerist að mestu á búgarði einum. Aðkomumað- ur einri, sem áður fyrr var giftur húsmóðurinni á staðnum, aðvarar heimilis- fólkið en ekki nógu fljótt því Ijón hefur þegar náð einni vinnukonunni. Húsinu er lokað og hefst nú skelfilegur tími fyrir íbúa hússins sem er umsetið villidýrum. Þetta getur ekki endað nema á einn veg, sérstaklega þegar svo ber við að ljón kemur niður skorsteininn til að ná sér í æti. Því er brugðið á það ráð að smíða vírbúr og er freistað að komast í því að bíleinum ... Hvorki myndin í heild nésöguþráðurermerkilegur-útjask- að efni sem margoft hefur verið kvikmyndað og örugglega oft betur en hér. Mótsagnir eru miklar og leikur aðalleikaranna slappur. BETTER OFF DEAD ★ better off dead Leikstjóri: Savage Steve Holland. Aðalleikarar: John Cusack, Diane Franklin og Kim Darby. Sýningartími: 93 mín. Útgefandi: Steinar hf. Það kemur fyrir að maður er alveg gáttaður á allri vitleysunni sem þeir í Hollywood geta látið frá sér fara. Better off Dead er ein slík vitleysan. Fjallar myndin um táninginn Myer sem er í mikilli ástarsorg. Til að vinna kærustuna aftur verður hann að skíða niður stærðar fjall en skíðakappi mikill og töffari hefur tekið við kærustunni. Ekki hjálpar mikið bágborið heimilislíf þar sem móðir hans eldar lifandi kolkrabba og bróðir hans undir- býr gerð kjarnorkusprengju. Það lifnar aðeins yfir Myer þegar franskur skiptinemi, Monique, fer að veita honum athygli. Henni er margt til lista lagt eins og kemur í ljós. Better off Dead er uppfull af hugmyndum sem ábyggilega hafa verið sniðugar á pappír en mistakast algjörlega í mynd- formi. Það þykir gott ef hægt er að brosa út í annað yfir hinum ýmsu hugdettum. 27. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.