Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 27

Vikan - 02.07.1987, Side 27
accumulator) sem nota má til þess að hlaða líkam- ann upp af orgoni. Þessi safnari var síðan notaður til að stemma stigu við krabbameini og ráða bót á margs konar sjúkdómum sem hefðbundnar læknisaðferðir dugðu lítt til. Bandarískir lyfjafram- leiðendur fréttu af árangri Reichs og tóku að óttast um hag sinn. Þeir kærðu Reich fyrir brot á skottulækningalöggjöfinni á þeirri forsendu „að líforkulækningar geta ekki náð árangri þar sem engin líforka er til". Wilhelm Reich var dæmdur í tveggja ára fangelsi og öll helstu ritverk hans brennd á báli sem augljós ógnun við velferð og öryggi mannkynsins. Þá höfðu útgáfur stærstu verka hans verið bannaðar í þrernur ríkjum, Þýskalandi, Sovétrikjunum og Bandaríkjunum. Wilhelm Reich dó árið 1957 í bandarísku alrík- isfangelsi. Samtímaáhrif Wilhelms Reich Eftir dauða Reichs þróuðu nemendur hans lífs- starf hans í ýmsar áttir. Dr. Walter Hoppe starfar í ísrael við rannsóknir á notagildi orgon-orkunnar og hefur náð eftirtektarverðum árangri í krabba- meinslækningum. Dr. Alexander Lowen er upphafsmaður lífeflislækninga og breski sállæknir- inn David Boadella hefur skapað árangursríkar aðferðir í einkameðferð og hópvinnu. Boadella hefur haldið nokkur námskeið hérlendis og sýnt á snilldarlegan hátt „hvemig líkaminn segir hug sinn“. Charles Kelley tvinnaði saman lífeflismeð- ferð Reichs og augnþjálfun dr. W. H. Bates og hefur þróað leiðir til þess að ráða bót á nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Gestalt-meðferð og fmmópslækningar Arthurs Janov, ásamt ógrynni af öðrum sállíkamlegum aðferðum, eru jafnframt undir miklum áhrifum frá Reich. Olikt Reich hafa flestir þeirra unnið með hópa og notfært sér þannig möguleika venju- legs fólks til að hafa jákvæð áhrif hvert á annað. Handan við þyrrking og áhugaleysi hefðbundinn- ar sálarfræði leita þeir að leiðum til að virkja hæfileika fólks. Lífefli er þess vegna ekki aðeins meðferð við taugaveiklun heldur einnig heppileg sálvaxtarleið fyrir alla sem vilja auðga líf sitt. I formi námskeiða er unnið með ýmsar aðferðir sem miða að því að veita bældum tilfinningum já- kvæða útrás, auka sjálfskennd, samfara líkamlegri velliðan. Námskeiðin gefa fólki innsýn í eigið til- finningalíf og æfa það í að tjá sig af hreinskilni. Margir taka reglulega þátt í slíkum námskeiðum á meðan aðrir iðka æfmgar þeirra í heimahúsum. Úr viðjum vöðvabrynjunnar: nokkrar lífeflisæfingai• Alexander Lowen M.D. þróaði út frá verkum Reichs sérstakt æfmgakerfi sem nefnist lífeflisæfuig- ar og hefur reynst árangursríkt við að styrkja tengsl við eigin líkama. Regluleg ástundun lífeflisæfinga dregur jafnframt úr vöðvaspennu, eykur orku- streymi líkamans og stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan. Lífeflisæfmgamar em kröftug- ar æfrngar sem fela í sér djúpöndun og sjálfsprott- inn skjálfta alls vöðvakerfísins. Þær hafa verið kallaðar ,jóga tuttugustu aldarinnar" og þykja henta vel sem almenn heilsuvemd. ÆFING 2: Þessi æfing er af- brígði af þeirri sem lýst er hér á undan. Iðk- andinn stendur með fætuma um það bil sextiu sentímetra i sundur. Fætumir vísa inn, hné eru öríítið beygð, fingumir mynda hnefa sem Þessi Irfeflisæfing felst í því að halla likamanum þrýsta á mjóbakið og aftur á stól með kodda eða upprúllað teppi undir líkaminn er spenntur bakinu eða herðablöðunum. Mikilvægt er að hafa |fkt og bogi. Mikilvægt munninn opinn og anda djúpt og rólega. Flestir er að anda djúpt inn í hafa tilhneigingu til að hemja öndunina í þessari maga, til dæmis í stöðu en ef það er gert er æfingin til litils. Með gegnum munninn. því að slaka og gefa eftir í þessari líkamsstöðu verður öndunin dýpri og fyllri og fíngerður titringur getur þróast í mjöðmum og fótleggjum. Ef iðkand- inn finnur til sársauka í mjóbakinu ber það vott um vöövaspennu þar. ÆFING 3: Æfingin er eðlilegt framhald af þeim sem á undan er lýsL Iðkandinn hallar likamanum fram án þess þó að snerta að fullu gólfið með fingurgóm- unum. Nokkurt bil er á milli fótleggja, fætumir visa inn og hné eru örlrtið beygð. Allur þungi líkamans á að hvíla á fótleggjum og iljum. Þessi líkamsstell- ing er notuð til þess að efla tengsl einstaklingsins við fótleggi sina og fætur. Jafnframt örvar þessi æfing þindaröndun með því að slaka á magavöðv- unum sem strekktir voru með æfingunni á undan. Æfingin veldur með tímanum sjálfvirkum skjálfta í fótleggjum og jafnvel öðrum líkamshlutum. ÆFING 4: Þú liggur eins og sýnt er á myndinni, beygir hnén örlitið og þrýsir siðan hælunum upp. Þessi Irfeflisæfing skapar fljótt sjálfvirkan skjálfta í fótleggj- um sem nær brátt til annarra líkamshluta. ÆFING S: Þessi lífeflisæfing byggist á mjaðmahreyfingum og djúpöndun. Þú andar ýmist í gegnum munninn eða nefið en ávallt djúpt og vel. Við innöndun: magi út, mjaðmir aftur. Við útöndun: mjaðmir fram, magi inn. Þessi æfing losar meðal annars um spennu i maga, þind og mjaömagrind og eykur vellíðan í kynlrfi. í þessarí æfingu, eins og reyndar flestum Irfeflisæfingum, er gott aö gefa frá sér þau hljóð sem koma upp. 27. TBL VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.