Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 29

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 29
VIKAN OG TILVERAN Að bíta í fjallið Mannskepnan hefur ýmsar og ólíkar aðferðir við að létta sér upp. Flestir telja sig öðru hverju þurfa á hvíld að halda og end- umýja um leið orkuforðann. Mjög er mismunandi hvað hveijum hentar; það sem einum finnst ákjósanlegt þykir öðmm fáránlegt og allt þar á milli. Eitt af því sem sífellt fleiri kjósa sér til upplyft- ingar eru gönguferðir í óbyggðum. Ýmsum vex í augum að takast slíka ferð á hendur og mikla fyrir sér erfíðið eða útgjöld- in við að afla sér útbúnaðar sem til þarf. Sannleikurinn er þó sá að ekki þarf að kosta miklu til færist fólk ekki of mikið í fang i fyrstu og vel er þess virði að láta á það reyna hvort mönnum hentar þessi dægradvöl. Nokkurra daga gönguferð með farangurinn á bakinu er með því skemmtilegasta sem ég get hugsað mér og ómetanleg hvíld frá skarkala hversdagslífsins. Því fylgir góð tilfinning að geta borið með sér allt sem á þarf að halda í nokkra daga og vissu- lega nokkuð annað en venjulega blasir við. Þá læðist að sá gmnur að eitthvað af því sem við leggjum ofurkapp á að eignast og teljum okkur ekki geta verið án sé ef til vill ekki svo nauðsynlegt þegar allt kem- ur til alls. Það er skemmtilegt að velja það sem taka skal með, uppgötva hvað hægt er að komast af með lítið, og þá fýkur margt af því spm venju- lega er mest áberandi. I skipulagðri gönguferð, til dæmis á vegum ferðafélaganna, takast kynni með fólki sem býr við mismunandi aðstæður og fæst við ólík viðfangsefni. Samferðafólkið á í upphafi ferðar ef til vill það eitt sameiginlegt að hala gaman af að ganga og leið- ir þess lægju tæplega saman annars staðar. Menn bera saman bækur sinar, skiptast á hollráðum og upplýsingum og útbúnaður- inn er óþrjótandi umræðuefni. Margir hafa gaman af að riíja upp fyrri ferðir og ýmis afrek eru tíunduð þótt flestir hafi nú reyndar mestan áhuga á sínum eigin. Til eru þeir sem eru með óstöðvandi græjudellu og þurfa alltaf að eignast það nýjasta og að þeirra mati besta en flestir kjósa að hafa augun hjá sér og fylgjast með hvað reynist vel, bæta síðan smám saman i safnið. Þannig er hægt að koma sér upp góðum útbúnaði án mikilla útláta hverju sinni og endurnýja síðan jafnharðan það sem geng- ur úr sér. Á fjöllum breytist viðhorfið til ýmissa hluta. Þar er margt sem allajafna telst til stöðutákna til trafala og sumt sem er gott og gilt annars staðar beinlínis broslegt. Það sem undir öðrum kring- umstæðum er fánýtt og ómerkilegt getur orðið að dýrgrip eða hnossgæti. Gijótharðar flatkökur eru ómetanlegur fjársjóður norður á Homströndum þegar manns eigin em orðnar svo myglaðar að búast má við að þær skríði þá og þegar í burtu. Við emm vön miklum þrifnaði og daglegum böðum en höfum ekki nema gott af að finna hvað það er að verða dálítið óhrein. Þegar svo er komið er ærlegt bað undir bemm himni munað- ur. Uppi við Hrafntinnusker, við skála Ferðafélags íslands, er heimsins stórkostlegasti baðstaður. Niður bratta fonn liggur leið- in ofan í gil og neðst í gjlinu bíður heitur lækur og annar kaldur og efst kraumar hverinn. Hvergi er hægt að komast nær sínum eigin rótum en í svo nánum tengslum við fóstuijörðina sem skapast í slíkri ferð. Kannski er áin dýpri, kaldari og straumþyngri en gott þykir eða fjallið svo bratt að beinast liggur við að nota tennumar líka til að halda sér - en að komast er sigur. Þeir sem efast um að vatnið í fjallalækjunum sé drekkandi ósoðið sýnast komnir býsna langt frá uppmna sínum og em trúlega hagvanari annars staðar en á íslandi. Enginn þarf að búast við að lenda ætíð í blíðviðri en fleira er gott veður en logn og sól- skin. Það er heldur ekkert að því að hugsa til þess eftir á að hafa veitt nestið sitt upp úr pollunum í bakpokanum og eftir slíka lifsreynslu gleymir enginn að vetja vistir og fatnað vætu. I gönguferð öðlast fætumir aukið mikilvægi og njóta óvanalegr- ar athygli og umönnunar. Að þeim þarf að huga og búa þá undir ferðina ef með þarf. Inngrónar neglur og líkþom em ekki vinsælir förunautar. Þar að auki þarf að vanda hvert fótmál því að ekki er aftur tekið ef eitthvað kemur fyrir. Það er óskemmti- leg tilhugsun að verða ófær til gangs fjarri mannabyggðum. Stoltið er líka ósvikið þegar fætumir hafa skilað sínu hlutverki með sóma og þess eru dæmi að hamingjusamir ferðalangar sýni hveijum sem skoða vill gripina að leiðarlokum. Iðulega koma upp þær aðstæður að göngumaðurinn hugsar sem svo hvað verið sé að þvælast þetta allsendis að nauðsynja- lausu, nær hefði verið að halda sig heima. En því fylgir sigurgleði að yfirvinna erfiðleika, finna mátt sinn og megin, og sá sem héfur komið sér og öðmm rækilega á óvart og staðið sig fram- ar öllum vonum er svo stoltur af sjálfum sér að hann er varla í húsum hæfur lengj á eftir. Texti: Hildur Gunnlaugsdóttir 27. TBL VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.