Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 35
Það hefur lengi loðað við okkur Mezzofortemenn að við séum algerlega fastir í brœðingnum. í útveg eða sitja heima með hendur í skauti. Við völdum fyrri kostinn og gerðumst at- vinnumenn 1983.“ - Og þú hefur fórnað klassíkinni og styrknum fyrir frægðina: „Það má nú líta á það mál frá öðru sjónar- horni. Um það leyti sem hjólin tóku að snúast hjá Mezzoforte var ég að búa mig undir brott- fararprófið. Ég lagði nokkuð hart að mér, spilaði að meðaltali 12 tíma á dag. En ég hef sennilega ofkeyrt mig því á meðan þessi törn stóð yfir fékk ég gikt í hægri höndina. Síðan hef ég farið í ýmsar rannsóknir og því rniður virðist þetta krónískt og lítil von er um bata. Þetta átti nú stóran þátt í að ég lagði öll plön um klassískt nám á hilluna með mun minni eftirsjá; ég hefði sennilega aldrei fengið að sýna fyllilega hvað í mér bjó. í staðinn ákvað ég að snúa mér alfarið að rafmagnshljómlist- inni.“ - í franrhaldi af þessum nýfengnu vinsæld- urn flytjið þið til Englands: „Já, við fíuttum út haustið 1983 ogbjuggum þar í eitt og hálft ár. Okkur fannst alveg sjálf- sagt að reyna eitthvað nýtt. Við urðurn að mæta breyttum og meiri kröfum og þarna úti voru aðstæður til þess fyrir hendi. Bæði vorum við nær markaðinum og svo er vinnuaðstaða svo rniklu betri og fullkomnari." Leið þér vel í Englandi? „Ég kunni nú mátulega vel við mig í Eng- landi; satt best segja var ég ekkert yfir mig ánægður. Við bjuggum þarna rétt fyrir utan London, kynntumst fáum hljómlistarmönn- um og vorum hálfeinangraðir. Enski músík- markaðurinn snýst lika um allt annað en það senr við höfum áhuga á. Þar skipta tildur og ímynd höfuðmáli. Mér finnst það hálfsorglegt þegar tónlistarmenn hætta að líta á tónlistina senr aðalatriði og leggja meiri áherslu á um- búðirnar. Þegar yfirborðsmennskan er farin að ráða ferðinni eru menn komnir á hálan ís og slíkt á bara ekki við mig. Það er mjög mikilvægt að halda sér niðri á jörðinni því hættan er sú að tónlistarmenn fari að líta á sig sem einhverja smáguði, fyllist óhóflegri sjálfsánægju og missi þar irieð tengslin við annað fólk. Mezzoforte hefur að sjálfsögðu sviðsimynd en hún er ekki ýkt og fellur að takmarki okk- ar sem er að ná fyrst og fremst til eyrna en ekki augna fólks." Þið ferðuðust þó talsvert um England og komuð víða fram: „Já, við spiluðum mjög mikið, konrunr franr í unr það bil 60 borgum og bæjunr. Ég hef eflaust komið til fleiri enskra borga en flestir Mezzoforte sumariö 1987. Fremst sitja þeir David O'Higgins (til vinstri) og Eyþór Gunnarsson. Fyrir miöju eru, talið frá vinstri, Jóhann Ásmundsson, Noel McCalla og Friörik Karlsson. Efst trón- ir Gunnlaugur Briem. innfæddra. Aftur á móti sá maður óskaplega fátt. I huganum renna allar þessar borgir og bæir saman í eitt; heljarstór hljómleikasvið eða skítug hótelherbergi." Og eftir Englandsförina hafa hljómleika- ferðir verið stór hluti af starfi hljómsveitarinn- ar; hvaða augum litur þú allt þetta flakk? „Það er nauðsynlegt að koma hljómsveit- inni á framfæri og á þessum ferðalögum sér rnaður og kynnist mörgu nýju. Oft á tíðum eru þetta heilmikil ævintýri en þessar ferðir eru líka hörkupúl. Þetta er stöðugur þeytingur nteð litlum hléum á milli. Líkamleg átök eru kannski ekki rnikil, nema þá rétt uppi á sviði, en andlegt álag er rosalegt og er það sist betra." - Gætir þú lýst fyrir mér í megindráttum gangi svona ferðalags? Viðtal: Sigrún Ása Markúsdóttir 27. TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.