Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 36

Vikan - 02.07.1987, Side 36
„Úndirbúningurinn hefst þónokkru fyrir brottför því hann einn er déskoti tímafrekur. Síðustu vikurnar, til dæmis, höfum við verið að undirbúa hljómleikaförina, sem hefst á morgun, og við höfum unnið að meðaltali 14-15 tíma á dag. Á ferðalaginu sjálfu hefst týpískur dagur um klukkan níu. Þá er lagt af stað í rútunni og svo er keyrt til klukkan 4 eða 5 um daginn. Þá þarf að stilla upp græj- um og svo hefjast tónleikarnir sem standa að jafnaði í 2-3 tíma. Þá verðum við að pakka saman og komum venjulega á hótelherbergið um eittleytið. Menn eru þá yfirleitt svo úr- vinda að þeir hreinlega velta upp í rúm." - Hvað gerið þið þetta oft á ári? „Við förum svona 2-3 ferðir árlega.“ - Er þetta þess virði; hagnist þið eitthvað á þessum ferðum? „Við fáum borgað fyrir að spila en kostnað- urinn við svona ferðir er alveg feikilegur. Við verðum að halda uppi ákveðnum standard sem er nokkuð dýrt. Við verðum að borga allar ferðir en Flugleiðir hafa verið okkur mjög hliðhollar og eiga þær þakkir skildar. Stundum verðum við að borga hótel, við verð- um að leigja rótara og bíla til þess að flytja hljóðfærin og svona mætti lengi telja. Fyrstu árin spiluðum við til dæmis kauplaust nær 300 sinnum; rétt mörðum að koma út á sléttu. Það er ekki fyrr en nú að þessar ferðir eru farnar að gefa eitthvað svolítið í aðra hönd.“ - Hverjar eru minnisstæðustu ferðirnar þínar? „Minnisstæðasta ferðin mín er á djasshátíð- ina í Montreux 1984. Þar var alveg ofsalega gaman að spila og reyndar mikill heiður fyrir okkur að koma þar fram því þetta er ein virt- asta djasshátíð sem haldin er. Ég verð nú að viðurkenna að ég hálfskammaðist mín fyrir að spila þarna því við vorum að leika með ýmsum eftirlætisgrúppunum mínum og hljómlistarmönnum sem maður tekur sér kannski að einhverju leyti til fyrirmyndar.“ Og Friðrik heldur áfram: „Svo var alveg ofboðslega gaman í Japan. Stór hluti áheyr- endanna var fólk sem lagt hafði stund á jass eða annars konar tónlistarnám og ég fann alveg þegar ég spilaði að hér voru saman- komnir gagnrýnir hlustendur. Þetta gerði það að verkum að við lögðum okkur allir sérstak- lega fram við að gera þeim til geðs. Undirtekt- irnar voru mjög frábrugðnar því sem við eigum að venjast. Japanarnir sátu meðan við spiluðum, hreyfðu sig litið en hlustuðu stíft. Ef þeim líkaði lag þá klöppuðu þeir með; vanalega út allt lagið.“ Nú brosir Friðrik; eitthvað spaugilegt hefur komið upp í hugann: „Eitt atvik er mér sér- lega minnisstætt úr Japansförinni. Til mín kom upp á hótelherbergi japanskur gítarnem- andi sem hafði sótt tónleikana okkar þá um kvöldið. Hann þakkaði mér innilega fyrir hljómleikana en það var nú ekki ástæða þess að hann kom til mín heldur dró hann upp úr vasa sínum pappírsarkir sem hann hafði Ihuganum renna allar þessar borgir og bœir saman í eitt; heljarstór hljómleikasvið eða skít- ug hótelherbergi. wmw^mmwmwmmm skrifað upp á tvö eða þrjú sóló af plötu með okkur og ætlaði blákaldur að biðja mig um að kíkja á þetta fyrir sig og athuga hvort það væri nú ekki rétt. Alveg var ég gáttaður á að finna þarna mann í Japan sem dundaði sér við að skrifa lögin mín upp en varð fyrst hlessa þegar ég sá þá nákvæmni sem einkenndi verk hans. Oðru gleymi ég seint úr Japansförinni og það er hin glæsilega aðstaða sem okkur var boðin. Við dvöldum á fyrsta flokks hóteli sem var kannski svolítið fyrir ofan okkar klassa því við höfðum varla efni á að kaupa okkur morgunmat þar! Og ekki féllum við heldur alveg inn í gestahópinn. Einhvern tímann var ég á leið niður í lyftunni með stúlku sem reyndist vera stálríkur Texasbúi. Hún virti útganginn á mér fyrir sér og hló háðslega en lýsti því svo yfir að ég væri örugglega einn af þessum delum sem reyndu að snobba niður á við!“ Nú hlær Friðrik og bendir á svitabolinn og gallabuxurnar sem hann klæðist. Og ég verð að viðurkenna að tauið er kannski ekki alveg í takt við standardinn á lúxushótelum heimsins. Áfram spyr ég Friðrik spjörunum úr og nú vil ég vita hverjir voru best sóttu tónleikar hljómsveitarinnar: „Stærsta hátíðin, sem við höfum spilað á, var sólstöðuhátíð í Barcelona á Spáni,“ segir Friðrik, „þar voru samankomin 150.000 manns. Þegar við spiluðum þar voru nú flest- ir Spánverjanna orðnir nokkuð góðglaðir; þarna voru menn meðal annars að dunda sér við að skjóta flugeldum á sviðið og henda flöskum í okkur. Ég komst heldur betur í hann krappan því það munaði minnstu að ein kampavínsflaskan fargaði mér. Þó hefði það nú bara getað orðið sjarmerandi að deyja á sviði.“ Nú brosir Friðrik en heldur svo áfram: „Menn voru þó alls ekkert að lýsa frati á hljómsveitina; þeir voru bara að skemmta sér og fannst það i rauninni furðulegt að við skyldum hafa eitthvað út á framkomu þeirra að setja.“ - Nú höfum við talað svolítið um áheyr- endur; hvar eigið þið ykkar stærsta hlustenda- hóp? „Við virðumst ná nokkuð vel til Mið- Evrópumanna og Skandinava. Ég held að vinsældir okkar séu einna mestar í Noregi. Þar hafa plöturnar okkar yfirleitt selst mjög vel, við höfum fengið mjög góðar viðtökur og í Noregi er starfandi eini aðdáendaklúbbur Mezzoforte. Næstu hljómleikaför heíjum við einmitt þar og það finnst mér fararheill." - Finnst þér vera munur á erlendum hlust- endum og íslenskum? „Já, þarna er mikill munur. Á Islandi náum við vanalega upp lítilli stemningu; Islendingar eru að eðlisfari lokaðri og fólk virðist ekki þekkja lögin okkar. Það var ekki fyrr en við byrjuðum að spila erlendis að ég kynntist verulegum viðbrögðum frá hlustendum. I Skandinavíu, til dæmis, er hlustendahópurinn sérstaklega lifandi. Fólk, sem mætir á hljóm- leikana, er yfirleitt mjög opið, þekkir hvert einasta lag og syngur og trallar með. Svona Á góðrl stund. Hér fagnar kjarni hljómsveitarinnar afmælisdegi Friöriks og fööur hans, Karls, á heimili hins siðarnefnda í Þýskalandi. Taliðfrá vinstri: Eyþór Gunnarsson, Friðrik, Karl Friðrik Karlsson (faðir Friðriks), Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson. 36 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.