Vikan


Vikan - 02.07.1987, Page 37

Vikan - 02.07.1987, Page 37
viðtökur eru mjög mikilvægar og verka á mann líkt og vítamínsprauta.“ - Friðrik, ertu haldinn sviðsskrekk? „Ja, ég verð að viðurkenna að ég er stund- um svolítið stressaður og ég er viss um að ég losna nú aldrei að fullu við skrekkinn. Aftur á móti fer það mikið eftir undirbúningi hversu öruggur ég er á sviðinu. Það hefur komið fyrir að ég hef mætt mjög illa undirbúinn og þeim tónleikum vil ég helst gleyma. Ég las einu sinni nokkuð góða bók sem kom inn á þetta með samband öryggisleysis og undir- búnings. Þar stóð meðal annars að hver sá sem dytti í hug að flytja lag fyrir aðra, án þess að hafa spilað það í heilu lagi fyrir sjálf- an sig, ætti alvarlega að íhuga að fara til sérfræðings og láta athuga í sér heilann! Og ég tek heils hugar undir þessa speki. Annars, eins og ég segi, ráða viðbrögð áheyrenda miklu um hvernig manni gengur. Þegar undirtektir eru neikvæðar eða dræmar vill maður bara helst hætta í miðjum klíðum. Ef viðtökur eru góðar getur maður svo vart stoppað. Ég man eftir einu skipti þegar við spiluðum á Mið-Fjóni. Þar voru saman komnar 25 þúsundir manna undir berum himni. Það var tekið að rökkva og kvöldið alveg sérlega fallegt. Áheyrendur höfðu tekið okkur feikilega vel og við vorum hinir ánægð- ustu. I einu laganna báðum við menn um að Þarna voru menn meðal annars að dunda sér við að skjóta flugeldum á sviðið og henda flöskum í okkur. taka hraustlega undir. Stjórnendur beindu kastljósum á skarann sem reis upp og klapp- aði af öllum lifs og sálar kröftum. Það var algerlega ólýsanleg tilfinning sem fylgdi því að sjá 50 þúsund upplýstar hendur klappa fyrir manni þarna i sumarrökkrinu. Og þó ég hafi verið orðinn þreyttur held ég svei mér þá að þetta kvöld hefði ég getað haldið enda- laust áfram að spila.“ - Nú vinnur Mezzoforte nær eingöngu fyr- ir alþjóðlegan markað og þið farið árlega tvær til þrjár hljómleikaferðir til annarra landa: Hví kjósið þið að búa hér? Er ekki ýmislegt sem þið farið á mis við? „Frá sjónarhorni fagmannsins er það eflaust út í hött að búa á íslandi. Hér er vinnu- aðstöðu ábótavant, markaðurinn er mjög lítill og svo mætti lengi telja. En þegar ég var úti í Englandi varð ég fyrir svolítið sérkennilegri reynslu og við reyndar allir. Það skapaðist einhvers konar tómarúm í tilveruna, það var eins og eitthvað vantaði þegar maður var ekki heima. Ég held að enginn okkar hafi verið fyllilega ánægður og það hafði sín áhrif á tónlistina. Ég tel að okkur hafi ekki tekist nógu vel upp í Englandi og vil ég kenna þessu tómi, sem myndaðist þar, að nokkru um.“ Og Friðrik bætir síðan við: „Nei, ég get sagt þér það að jafnvel þó ég dytti í lukkupott- inn einn daginn, yrði bæði heimsfrægur og vellauðugur, kæmi ekki til greina að flytjast út fyrir landsteinana. Þau ferðalög, sem tengj- ast störfum hljómsveitarinnar, svala fyllilega minni útþrá.“ - Svo við snúum okkur að öðru, Friðrik, nú spilar þú ekki einungis heldur semur þú einnig lög. Hefur þú einhverja hugmynd um hversu mörg lög þú hefur samið? „Ég geymi nú enga skrá yfir lögin mín en ég gæti trúað að þau væru farin að nálgast hundraðið.“ - Hvernig færð þú hugmynd að lagi? „Það er nú allur gangur á því, skal ég segja þér. Á stundum stökkva melódíurnar full- skapaðar út úr höfðinu á mér og þá rýk ég beint í hljóðfærið til þess að útfæra. Oft dunda ég mér við að setja saman hin ýmsu stef sem svo einn daginn eru allt í einu orðin að lagi. 27. TBL VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.