Vikan


Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 38

Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 38
Og það kemur fyrir að ég sest niður og hrein- lega sem lag eftir vissri formúlu. Þá verður þetta bara líkast arkitektúr; maður teiknar bara upp ákveðinn ramma sem lagið fellur svo inn í. Til dæmis eru bæði lögin, Lífið er lag og This Is the Night, sem ég og Gunnlaug- ur Briem sömdum, orðin til á þennan hátt.“ - Hvenær áttu auðveldast með að semja? „Ég er alveg sérstaklega frjór á morgnana; ekki farinn að hugsa um víxlana á þeim tíma sólarhrings og aðrar raunir hversdagsins. Þá sest ég bara niður með gítarinn, gleymi stað og stund og tónarnir flæða fram.“ - Semur þú öll þín lög á gítar? „Nei, ég vinn einnig mjög mikið með hljóð- gervla, trommuheila og tölvur. Rafmagnstón- listin heillar mig og sem stendur er ég alveg Velgengni Mezzoforte erlendis er fyrst og fremst Steinari Berg að þakka. á kafi í henni. Það á sér líka stað mjög ör og skemmtileg þróun á þessu sviði. Ég hef sérstakan áhuga á gítarhljóðgervlinum sem hefur valdið algerum straumhvörfum og er nú orðinn mjög fullkominn. Gervillinn er satt að segja alger undrasmíð. Á hann má taka upp nær hvaða hljóð sem er, tengja við gítar- inn og töfra fram tóna sem stinga i stúf við þetta eðlilega tónsvið rafmagnsgítarsins. Ég get ekki lýst því hve tilkoma gervilsins hefur hjálpað mér mikið, bæði þegar ég sem og útfæri lög og svo hafa ímyndunarafl mitt og afköst aukist til muna. Þessa dagana starfa ég til dæmis með hljómsveit sem heitir Skát- arnir. Við notum hljóðgervla talsvert og með hjálp þeirra semjum við tónlist sent mér finnst bæði sérstök og skemmtileg. Meðal annars höfum við samið tónverk sem ber það kynd- uga heiti Tannverk. Þetta er samansafn tóna og hljóða sem framkölluð eru á tannlækna- stofum og eflaust þykja ýmsum þetta hin mestu óhljóð.“ - Þú tekur þá ekki undir óánægju ýmissa hljóðfæraleikara sem telja gervilinn vera að útrýma stéttinni og svipta tónlistina allri til- finningu: „Gervillinn orsakar atvinnuleysi meðal tón- listarmanna því með honum getur einn maður unnið margra manna verk og hann er ódýr- ari og fyrirferðarminni en hljóðfæri. Aftur á móti nær gervillinn aldrei þeint tilfinningum og krafti sem fylgir leik hljómsveitar né þeim karakter sem býr í hverju hljóðfæri. Ef ég tæki mig til og semdi eitthvert meiri háttar verk sem krefðist tuga hljóðfæra dytti mér ekki annað í hug en semja það á hljóðgervil. Hins vegar yrði verkið að vera flutt af stór- hljómsveit." - Friðrik, hversu stóran sess skipar tónlist- in í lífi þínu? „Allt mitt líf er tengt tónlist. Öll mín vinna snýst um tónlist. Ég hef verið svo lánsamur að geta beint allri minni orku að tónlist og lifað af henni. Og ég á mér vart annað áhuga- mál en tónlist.“ - Færðu aldrei leiða á þessu eða fyllist þeirri tilfinningu að þú sért að brenna út eða staðna? „Jú, það kemur fyrir að ég fæ of stóran skammt og þá reyni ég að hvíla mig; svona í einn til tvo daga. En ég hef verið blessunar- lega laus við þessa stöðnunartilfinningu. Nú er ég enn frernur ungur og svo er starf mitt mjög fjölbreytt. Bræðingurinn og Mezzoforte skipa stóran sess en hljómsveitin starfar ein- ungis hluta úr ári. Því get ég beint kröftum mínum að ýmissi annars konar tónlist. j vetur hef ég spilað rokkblandaðan jass með Skátun- um, rokk með hljómsveitinni Dúndri og létt popp með Módel. Svo kenni ég á rafmagns- gítar hjá Tónskóla FÍH, spila með Kvartettin- um og alltaf dútla ég nú eitthvað við klassíkina. Ég held að svona fjölbreyttur mat- seðill komi í veg fyrir einhverja meiri háttar stöðnun. Þó reyni ég að einbeita mér að einu verkefni í einu því of mikill tvístringur er hættulegur.“ - Þú minnist á hljómsveitina Módel sem tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins. Munurn við heyra nteira frá henni? „Módel var upphaflega stofnuð til þess að taka þátt í þessari keppni. Aftur á móti gekk þetta nokkuð vel hjá okkur, við komumst þarna í annað sætið og það væri satt best að segja hálfgerð synd að leggja strax upp laup- ana. Við stefnum að því að gefa út stóra plötu en ekki er enn víst hvenær hún kernur út.“ - Genguð þið til þessarar söngvakeppni með von um sigur eða var það eitthvað annað sem lá að baki þátttöku ykkar? „Auðvitað bárum við svolitla von í hjarta en það var ýmislegt fleira sem kom til. Það hefur lengi loðað við okkur Mezzofortemenn að við séum algerlega fastir í bræðingnum. Við Gulli vildum nú bara sýna það að við gætum samið tónlist af léttara taginu og mér fannst þessi tilraun takast sæmilega hjá okk- ur. Mér fannst mjög gaman að taka þátt í keppninni, var auðvitað spenntur þegar það var ljóst að við áttum möguleika á að sigra og varð kannski fyrir svolitlum vonbrigðum. En þau vonbrigði hurfu nú út í buskann þeg- ar ég sá sjálfa úrslitakeppnina því þar ríkir nú ekkert réttlæti og ekki öfundaði ég Val- geir Guðjóns. Lagið hans, sem að mínu mati er hið ágætasta, stakk í stúf við þá uppgerð og skrum sem virðist því miður ráða ríkjum í keppninni. Og svo held ég að það sé alveg feikilega erfitt að koma fram í svona keppni. Eiríkur Hauks var til dæmis farinn að hafa bakþanka þarna keppniskvöldið. Honum þótti heldur hart að þurfa kannski að fara út annað árið í röð!“ - Nú langar mig að snúa talinu aftur að Mezzoforte. Hljómsveitin er tíu ára sem þyk- ir hár aldur fyrir grúppu af þessu tagi og kjarni hljómsveitarinnar hefur alla tíð verið sá sami. Hefur aldrei komið leiði i liðið, gef- ist þið aldrei upp hver á öðrum? „Jú, nokkrum sinnum hefur verið kominn leiði í okkur. Þarna 1983 var, eins og ég sagði áðan, kominn einhver losarabragur á þetta allt saman. En vinsældir á erlendri grund kornu okkur aftur á réttan kjöl. Englands- dvölin var þolraun fyrir hljómsveitina. í Englandi fengum við svona næstum því nóg hver af öðrum. Þar vorum við hreinlega alltaf saman. Við unnunt saman, ferðuðumst sam- an, deildum hótelherbergjum saman og skemmtum okkur saman. Svona eftir á að hyggja er það nær furðulegt að þetta skuli þó allt hafa gengið nær snurðulaust.“ - Þú sagðir að Mezzoforte starfaði nú ein- ungis hluta úr ári. Finnst þér þessi vinnutil- högun æskileg? „Nei, eiginlega ekki. Ástæður fyrir þessari skipan mála eru tvær: Hljómleikaferðir eru stór hluti af starfi hljómsveitarinnar, og þær eru árstíðabundnar, og svo vinnum við plötur okkar erlendis því hér heima höfum við ekki þá aðstöðu sem til þarf. Satt best að segja höfum við aldrei haft svo ntikið sem fast æf- ingapláss. Þó verður hugsanlega breyting á þessu nú á næstunni. Við höfum fullan hug á að koma upp fullkominni vinnuaðstöðu sem mætir þeim kröfum sem við viljurn uppfylla. Slík aðstaða hefði það í för með sér að við gætum starfað saman lengri tíma úr árinu og ég er viss um að afköst okkar myndu einnig aukast. Aftur á móti óttast ég ekki að aukið samstarf yfirkeyri hljómsveitina.“ - Friðrik, hvað telur þú að sé lykillinn að velgengni Mezzoforte á erlendri grund? „Velgengni Mezzoforte erlendis er fyrst og fremst Steinari Berg að þakka. Steinar er sú rafstöð sem keyrir allt okkar kerfi áfrarn og hefur hann'lagt á sig ómælda vinnu við að koma okkur og tónlist okkar á framfæri. Án hans væri Mezzoforte ekkert. Nú, og svo er það með músíkina eins og önnur fög, ef mað- ur vill ná góðum árangri verður maður að vinna og beita sig hörðum aga.“ - Ýmsir íslenskir tónlistarmenn kvarta yfir því að starf þeirra sé aldrei metið til fulln- ustu. Hverrar skoðunar ert þú? „Tónlistarmenn á Islandi hafa, að minnsta kosti til skamms tíma, verið fremur lágt skrif- aðir. Alltof margir telja tónlist og hljóðfæra- Það var algerlega ólýs- anleg tilfinning sem fylgdiþví að sjá 50 þús- und upplýstar hendur klappafyrir manni þarna í sumarrökkrinu. leik vart almennilega vinnu og einkunnin, sem tónlistarmönnum er gefin, er heldur lág. Ég hef oft fengið að heyra að tónlistarmenn séu nú bara ábyrgðarlausir rónar og dópistar." Nú hristir Friðrik höfuðið en segir svo: „Ein spurning glymur sífellt í eyrurn mér: Ertu allt- af að spila? Og þegar maður jánkar kemur, líkt og ýtt væri á takka: Og vinnur þú svo 38 VIKAN 27. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.