Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 42

Vikan - 02.07.1987, Side 42
Draumar Kæri draumráðandi. Ég er hér með draum sem ég held að hafi einhverja þýðingu og bið þig að vera svo væna(n) að ráða hann fyrir mig! Það byrjar með því að ég er heima hjá fyrr- verandi vinkonu minni og er þar veisla mikil. Sumir dansa, þar á meðal ég, en svo situr fólk einnig meðfram veggjum, mjög lotlegt. En svo fór ég inn á klósett og var þá komin í mjög falleg föt og með barðastóran hatt. í því kemur vinkonan, dökkklædd og með mun minni hatt en ég. Svo fer ég út úr þessu húsi og þá sé ég móður vinkonunnar veifa mér bless, mjög glaða á svip. Þaðan fannst mér ég fara að sækja núver- andi sambýlismann minn í vinnu sína en eitthvað þurfti ég að bíða eftir honum svo ég ákvað að fara og kaupa miða á óperu. Er ég kom að óperuhúsinu, sem var mjög tignar- legt, blasti við mér allt óperusöngfólkið og ballettdansarar. Kemur þá ein ballerína dans- andi að mér en dansar strax í burtu aftur. Þá tek ég á rás og hleyp mjög hratt upp fjór- DÚFUR Kæri draumráðandi. Enn er ég með draum sem ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig og mér fannst mjög merkilegur. Reyndar var draumurinn allmiklu lengri en hér kemur fram en þetta er það eina sem ég man úr honum: Mér fannst ég líta út um eldhúsgluggann minn og þá sá ég tvær dúfur á flugi fyrir ut- an. Þær eins og héldust í hendur með vængjun- um þannig að stélin sneru niður. Ég horfði á magann á þeim og þær voru í augnhæð þann- ig að ég sá þær mjög nálægt mér. Einhvern veginn héldust þær stöðugar uppi og hafa sennilega blakað lausa vængnum eitthvað. Svo fannst mér fullt af dúfnaungum vera á sveimi kringum húsið og vargfugl á sveimi gerði aðsúg að ungunum, en mér fannst við reyna að verja þá og ég man ekki eftir að neinn hafi dáið. Ef það skiptir máli þá voru dúfurnar gráar. Nú langar mig að vita hvað þetta getur merkt. Með fyrirfram þökk. Dúfnahirðirinn. Eins og þú sjálfsagt veist eru dúfur taldar merki friðarins. I draumi eru þœr þó yfirleitt taldar boóa góðar ástir, breytingar, nýjungar, í ÓPERU ar hæðir, brúnan stiga, mjög hratt. Fæ ég þá miðana á óperuna og verður mér litið út um gluggann og sé að sambýlismaður minn er kominn og með honum í bíl er frænka mín svo ég hugsa með mér að ég verði að drífa mig til þeirra. Ég kem mér engan veginn nið- ur stigana vegna brattans svo ég ákveð að klifra niður meðfram stigahandriðinu að ut- anverðu. Er ég er komin hálfa leið kemur sambýlismaður minn og stendur þarna í stig- anum alveg undrandi yfir þessu háttalagi mínu en segist ekki geta beðið eftir mér því hann þurfí að keyra frænku mína. Þegar ég loksins kemst niður sé ég hann keyra í burtu. Þá renn- ur upp að mér bíll og undir stýri er þroskaheft stúlka sem ég kannast við. Ég fer upp í bílinn hjá henni og við keyrum upp bratta brekku og allt í einu birtist bílafloti sem virðist allur stefna á okkur en við komumst klakklaust í gejgnum bílaþvöguna. I öllum draumnum var ég með stórt kýli aftan á hnakkanum og stundum blæddi úr því af því að ég var alltaf að þreifa á því. Er góðar fréttir eða atvinnu. Þœr eru yfirleitt tald- ar farsœlt tákn en þó mögulega tákn um ringulreið og skapsveiflur. I þessum draumi er eðlilegt að telja þessar tvœr, sem eins og héld- ust í hendur, tákn um mikilsverðar breytingar sem annaðhvort tengjast einhverju tvennu mjög nátengdu eða jafnvel tveimur manneskjum. Sennilega boða þœr jákvaðar breytingar og jafnvel stórtíðindi í líft þínu. Dúfnaungarnir eru vísbending um viðburðaríka tið þar sem þú hef- ur ekki möguleika á að fylgjast með öllu sem gerist en farð ýmislegt smálegt til stuðnings, fréttir eða jafnvel sendibréf. Það fer nokkuð eftir því hvaó ungarnir voru ntargir hvað mikið er að gerast. Atlögur benda til truflana en ekki alvarlegra þó fyrst enginn dó, og sumir telja fuglaveiðar jafnvel góðs viti. SAMVAXNAR AUGABRÚNIR Kæri draumráðandi. Hér kemur einn stuttur. Mig dreymdi að ég væri með samvaxnar augabrúnir, vel loðnar. Núna langar mig að vita hvað þetta getur merkt. Með þökk fyrir ráðninguna. O.S. ég vaknaði fannst mér ég vera raunverulega með kýli, þetta var allt svo raunverulegt. Með fyrirfram þökk. Elín G. Þótt undarlegt megi teljast er kýlið talið gott tákn, einkum fyrir heilsu þina, en þó máttu gata að því að vera ekki of fljótfar. Draumurinn er annars hlaðinn táknum og þau eru mörg hver samhljóða. Til damis er ýmis- legt sem bendir til aukinnar ábyrgðar þinnar og virðingar og að þú munir njóta þin vel á nastunni. Jafnframt máttu vara þig á fljótfarni og þú munt gera einhver mistök sem þú tekur sjálf narri þér en munt sennilega lara mikið af og þú flnnur að þú hefur spennt bogann helst til hátt. Þér mun engu að síður vegna vel og ná miklum árangri og þessi niðursveifla þín mun aftur veita þér aukna reynslu og sennilega stendurðu heilli eftir einmitt vegna erjiðleik- anna. Hárvöxtur er alltaf talinn fyrir auði, ekki síst ef hann er í andlitinu. Hins vegar hefur þessi draumur þá sérmerkingu, vonandi í viðbót við hina merkinguna, að merkja ást og hjónabands- hamingju. Draumurinn er í öllu falli fyrir einhverju góðu. GEITUNGUR Kæri draumráðandi. í alla nótt hefur mig dreymt að stór geitung- ur (held ég) hafi verið sveimandi í kringum mig og ég var svo hrædd og þreytt þegar ég vaknaði að ég var eiginlega eins og eftir langa martröð, enda var draumurinn þannig. Nú langar mig að vita hvort draumurinn hefur einhverja merkingu. Með þakklæti fyrir birtinguna. Alla. Sennilega hefur þetta nú bara verið martröð og jafnvel getað orsakast af einhverju suði i kringum þig. Var eitthvert suð í herberginu á meðan þú svafst, í útvarpi eða einhverju slíku? Efsvo er skaltu ekki taka drauminn alvarlega. Annars getur draumurinn táknrænt séð verið fyrir smávagilegum ama eða leiðindum í sam- skiptum við vinina, en engu alvarlegu þó. 42 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.