Vikan


Vikan - 02.07.1987, Page 43

Vikan - 02.07.1987, Page 43
Pósturinn LÍTUR EKKI VIÐ MÉR Kæri Póstur! Fyrir sex vikum fór ég í partí til eins vinar míns. Þar hitti ég alveg æðislega sæta stelpu. Mig langaði mjög mikið að reyna við hana og þegar vinur minn sagði að hún væri ekki með neinum sérstökum ákvað ég að taka séns- inn. Ég spurði hvort hún vildi dansa og hún tók vel í það. Sigga (en það heitir stelpan) var alveg hörku hress og mikill djókari. Við vor- um svo saman út allt partíið. Þegar ég spurði hvort ég mætti hringja í hana tók hún því bara vel; hún vildi endilega hitta mig aftur. Tveimur dögum seinna hringdi ég í hana og spurði hvort hún vildi koma með mér í bíó. Hún samþykkti það. Eftir bíóið fórum við heim til hennar og kjöftuðum saman mjög lengi. Við fórum svo nokkrum sinnum út saman eftir þetta og margir héldu að við værum á föstu. Mér fannst það alveg koma til greina enda virtist Sigga vera hrifin af mér. Eitt kvöldið ákvað ég að spyrja hana hvort hún vildi byrja með mér. Þá varð hún alveg fer- lega vandræðaleg en sagðist ætla að hugsa málið. Daginn eftir hringdi ég svo til hennar en þá svaraði mamma hennar og sagði að hún væri ekki heima. Ég bað hana að biðja Siggu um að hringja í mig en ekkert heyrðist í Siggu og ég ákvað að reyna á ný. Þá svaraði systir hennar og sagði að Sigga væri ekki heima. í þriðja skipiið, þegar ég hringdi, sagði mamma hennar mér að Sigga væri farin út á land að vinna. Mér brá dálítið við þessa frétt; hún hvarf alveg án þess kveðja mig og við sem vorum alltaf saman. Mánudaginn eftir þetta byrjaði ég í ungl- ingavinnunni - og hverja heidur þú að ég hafi hitt í rútunni upp í Heiðmörk? Siggu! Ég spurði hana hvort hún hefði ekki farið út á land að vinna en hún viidi ekki svara mér. Hún lét sem hún sæi mig ekki og virtist forð- ast mig. Nú höfum við unnið saman í tvær vikur og Sigga er alveg ógeðslega merkileg með sig og lætur sem ég sé ekki til. Til við- bótar gera hún og vinkonur hennar grín að mér og baktala mig. Ég er venjulega ekkert spéhræddur en þetta fer í taugarnar á mér. Kæri Póstur, mér líður ferlega illa út af þessu en hvað get ég gert? Og hvað hef ég gert Siggu? Mér finnst óréttlátt hvernig hún kemur fram við mig því við vorum orðin svo finir vinir. Á ég að halda áfram að reyna að ná sambandi við Siggu því ég er ferlega hrifinn af henni? Á ég að láta hart mæta hörðu eða bara reyna að gleyma henni? Y. Kæri Y! Þú hefur lent illilega í því. En eitt getur þú verið viss um; Siggu líóur miklu verr en þér. Tilfinningar hennar í þinn garð eru augljóslega blendnar en hún virðist vera hrœdd við að stofna til nánari kynna við þig. Nú veit ég ekki alveg hversu gömul þið eruð en ég gœti trúað að þið vœruð 14-15 ára. Hugsanlega er Sigga bara ekki tilbúinn til þess að byrja með strák. Hún vill að þú sért vinur sinn og eflaust er hún agnar- ögn skotin í þér en hefur ekki kjark til þess að stíga jleiri skref. Þetta getur hún þó ekki viður- kennt fyrir sjálfri sér né öórum. Þar af leiðandi kemur hún sér í mikla klípu. Hún er ejlaust mjög feimin að eðlisfari og í stað þess að rœða opinskátt við þig um málin reynir hún að ná athygli þinni meó því að erta þig. Eg myndi ráðleggja þér að taka þessu rólega, láta bara sem hún sé ekki til og síst af öllu taka stríðni og róg vinkvennanna alvarlega. Og mundu að það eru fleiri flskar í sjónum en Sigga! VIÐBJÓÐSLEG TÁFÝLA Kæri Póstur! Ég á við virkilega stórt vandamál að stríða. Ég er mikill hlaupari og hlaup eru það skemmtilegasta sem ég veit. En þessari ástríðu minni fylgir einn galli. Hann er sá að eftir löng hlaup svitna ég alveg rosalega mikið á fótunum. Þessum mikla svita fylgir ferlega rammur þefur. Ég sit og skrúbba lappir mínar öllum stundum og hef prófað alls kyns krem og ilmvötn. Auk þess reyni ég að þrífa skóna að minnsta kosti þrisvar i viku. Þetta ber þó ekki meiri árangur en svo að flestir á heimili mínum eru stöðugt að bölva og skammast yfír lyktinni. Ég veit að víða erlendis er hægt að kaupa sérstakan táfýluúða og ég hef spurt um hann hérna heima í nokkrum verslunum og apótekum en ekki haft erindi sem erfiði. Nú langar mig að spyrja þig hvort það sé ein- hver staður hér í bænum þar sem hægt er að kaupa svona krem eða úða. Ég yrði mjög ánægð ef þú gætir bent mér á slíkan stað. Fýla. Kœra ,,Fýla“! Þú þarft ekki að örvœnta. Pósturinn hóf leit og fann fjögur apótek í bænum þar sem til sölu er fótaúði og púður. Þetta voru Holts-, Ing- ólfs- og Iðunnarapótek ásamt Apóteki Austur- bœjar. Afgreiðslufólk í þessum lyfjaverslunum taldi aó hœgt vœri að kaupa fótakrem í flestum apótekum og i snyrtivöruverslunum. Þú ogfjöl- skylda þín œttuð því senn að geta andað rólegar og betur. RÉTTINDA- LAUSIR BÍLSTJÓRAR OG SMARTIES Kæri Póstur! Ég er 16 ára gömul og hef ekki enn fengið bílpróf. Samt sem áður keyri ég nokkuð mik- ið. Nú langar mig að spyrja: Ef ég lendi í bílslysi, klessi minn bíl eða annarra, hver er þá réttur minn? Mér hefur nefnilega verið sagt að manneskja, sem hefur ekki bílpróf, geti ekki fengið neinar bætur eða slíkt. Svo hef ég aðra spurningu. Ég frétti að hugsanlega ætti að hætta að selja Smarties sem er uppá- haldssælgætið mitt. Gætir þú komist að því hvort þetta er rétt og ef svo er hvers vegna þetta var ákveðið? Ökuóður sælgætisgrís. Þú hefur rétt fyrir þér. Próflaus bílstjóri er réttlaus ef hann verður fyrir eða er valdur aó skaða. Hann fœr engar batur ef hann slasast og verður að greiða fullar bœtur til þess sem hann slasar. Leggðu nú bara bílnum þar til þú hefur bílpróflð upp á vasann. Slysin gera ekki boð á undan sér. Eftir svona prédikun get ég glatt þig með því að ekki verður hœtt að selja Smarties. I þeirri gerð þess sem nú er á boðstólum eru litarefni sem ekki eru leyfð á Islandi. Þetta Smarties mun hverfa af markaðnum í haust og annað sem ekki inniheldur fyrrgreind efni koma í þess stað. Þú þarft því ekki að birgja þig upp. 27. TBL VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.