Vikan


Vikan - 02.07.1987, Page 58

Vikan - 02.07.1987, Page 58
Barnaróinantík Eiríkur Hauksson eignaðist dóttur nú nýverið, nánar tiltekið hinn 19. apríl. Sú stutta er enn óskírð. Fyrir átti Eirík- ur aðra dóttur sem er sjö ára og heitir Hildur. Eiríkur segist ekki vita hvort barn- eignir séu frekar í tísku nú en áður. „Ég var um tvítugt þegar ég átti fyrri stelp- una, þá fannst mér ferlega flott að eignast barn. Ég hugsa nú ekki þannig lengur en þó gæti ég trúað að viðhorf gagnvart barneignum séu jákvæðari í dag. Það er eins og einhver nýrómantík sé í gangi þegar barneignir eru annars vegar,“ segir hann. Eiríkur telur að foreldrar líti yfirleitt ekki á börn sín sem byrði. Hann segir þó að það sé vel mögulegt þegar börnin verða til af algerri slysni og foreldrarnir séu alls ekki reiðubúnir til að eignast þau. En hann telur að ef foreldrarnir séu komnir í sambúð þegar barnið fæð- ist ætti það ekki að vera þeim nein byrði, sérstaklega ekki ef ömmur og afar eru til sem vilja rétta hjálparhönd eins og svo algengt er. „Annars ætti fólk að miða barneignir sinar við efna- hag,“ segir Eiríkur. Hann heldur áfram: „Sjálfur vildi ég eiga fjögur eða fimm stykki. Ég tel mig hafa efni á því. En ég læt konuna ráða þessu. Það er hún sem þarf að ganga með þau.“ Eiríki fmnst mjög gaman að eiga börn. Hann segir að það komi náttúrlega erf- iðar stundir í uppeldinu en þær góðu bæti það upp. Góðu stundirnar eru svo gefandi. í starfi sínu sem kennari segist Eiríkur verða áþreifanlega var við að foreldrar hafi mjög lítinn tíma fyrir börn sín. Hann segir að lífsgæðin, sem allir eru að eltast við, geri það að verkum að foreldrarnir gefi sér ekki tíma fyrir krakkana. Af því leiðir svo að sam- bandi barna og foreldra verður mjög ábótavant.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.