Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 62

Vikan - 02.07.1987, Side 62
Tilvonandi ráðherra Helga Möller söngkona eignaðist son á kosningadaginn, 25. apríl síðastliðinn. „Sumir segja að hann sé ansi ráðherra- legur vegna þess að hann fæddist þennan dag,“ segir hún og hlær. Síðan beinir hún orðum sínum til sonar síns, kímin á svip: „Ég vona að þú takir ekki upp á því að verða ráðherra, ha?“ Helga segist vera komin með meira en visitölufjölskylduna og ætlar að láta ir metmánuðir í barnsfæðingum. Það stafar sennilega af því að fólk er farið að plana barneignirnar á vorin, það er miklu þægilegra,“ segir Helga. Helga er í þriggja mánaða barneign- arfríi. Henni finnst þó að það mætti gjarnan vera miklu lengra, jafnvel ár, því best væri að móðir og barn gætu verið sem lengst saman. Hún segir að mjög erfitt sé að fá dagmömmur til að það nægja í bili en hún á dóttur á átt- unda ári sem heitir Maggý Helga. Búið er að nefna soninn Gunnar Ormslev, í höfuðið á afa sínum. „Það er greinilegt að nú gengur yfir alda í barnsfæðingum. Ég þekki marga sem eru að eignast börn um þessar mundir og svo mátti greinilega sjá þessa aukningu þegar ég lá á fæðingardeild- inni. Þar var allt fullt út úr dyrum; konurnar lágu alls staðar. Þar var mér sagt að sennilega yrðu sumarmánuðirn- taka að sér kornabörn. Af einhverjum ástæðum kjósa þær frekar eldri börnin. En Helga er ákveðin í að halda áfram að vinna í vetur. „Ég er ekki þannig týpa að ég geti átt fullt af börnum og verið heimavinnandi í langan tima. Mér finnst gaman að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Svo er það nú þannig í þessu þjóð- félagi að það þarf tvær fyrirvinnur. Mér fyndist best ef foreldrarnir gætu skipst á að vinna og vera hjá börnunum, til dæmis að annað þeirra ynni fyrir hádegi en hitt seinni part dagsins. En ég er heppin því starf mitt sem söngkona á mjög vel við móðurhlutverkið. Þegar dóttir mín var minni var ég heima hjá henni allan daginn en söng á kvöldin,“ segir Helga. Hún heldur áfram: „Ég skil vel að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveður að eignast barn. Það er svo margt sem breytist og margt sem þarf að hugsa fyrir. Fyrst og fremst þarf að hafa tíma fyrir krakkana og efni á að sjá fyrir þeim. Svo þarf maður náttúrlega að vera reiðubúinn til að eignast barnið. Ég var ákveðin að eiga barn þegar dóttirin kom í heiminn en hef ekki verið tilbúin til að eignast annað fyrr en nú. Á þessum tímum heilsuræktaræðisins held ég að konur hugsi sig lika vel um áður en þær ákveða að eignast barn - vegna útlitsins. Þær fitna oft á með- göngutímanum, slitna og láta á sjá á ýmsan hátt. Það getur sett strik í reikn- inginn.“ Helgu finnst æskilegt að byrja ekki barneignir fyrr en um 25 ára. Sjálf var hún 22 ára þegar hún átti sitt fyrsta barn. „Mér fannst það ekki of snemmt þá en í dag segi ég við allar ungar kon- ur að það sé nógur timi. Lífið er framundan,“ segir hún. Helga segist vera sannfærð um að sumum foreldrum finnist börn sín vera þeim byrði. Það sé þó ekki algengt en örugglega til. Hún segir: „Allir foreldrar fá stundum þá tilfinningu að vera bundnir yfir börnunum. Það er ekkert óeðlilegt. En mér finnst hræðilegt þegar ekki er tími fyrir krakkana og þeir eru látnir vera einir heima allan daginn, með lykil um hálsinn. Sex - sjö ára krakkar geta ekki verið einir heima marga klukkutíma á dag.“ Að lokum sagði Helga: „Ég er mjög ánægð með þá þróun að konur eru farn- ar að líta á það sem sjálfsagðan hlut að gefa börnum sínum brjóst. Ég er sann- færð um að brjóstamjólkin er besta veganestið sem hægt er að gefa börnum gegn sjúkdómum og ofnæmi.“ 62 VI KAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.