Vikan


Vikan - 23.07.1987, Side 8

Vikan - 23.07.1987, Side 8
Simon & Garfunkel héldu útitónleika í Central Park, U2 í Red Rocks og Stuðmenn í Austurbæjarskólaportinu. Óvenjulegt og djarft framtak hjá þeim síðastnefndu sem buðu íslenskum veðurguðum birginn seint í júní og reykvískum tónlistarunnendum upp á vandaða skemmtun fyrir hóflegt verð. Veður- guðirnir héldu að sér höndum þetta kvöld. Það rigndi ekki dropa á óvarinn sviðsbúnað- inn né heldur hljómsveitarmeðlimi sem voru þó við öllu búnir; klæddir í þjóðbúning ís- lenska veiðinrannsins. Þrátt fyrir blíðviðrið héldu áheyrendur líka að sér höndum. Þeir fylltu aðeins skika af fangvíðu, malbikuðu skólaportinu og voru í daufara lagi; annarlega allsgáðir á þ@ssu bjarta fimmtudagskvöldi. Hljómsveitin hóf leik sinn nálægt auglýstum tíina 'en á efnisskránni voru lög á nýjustu breiðskífy- hennar ásamt eldra efni. Hljóm- ' burður og fiutningur voru með ágætum, enda Stuðmenn þekktir fyrir annað en fúsk á þeim sviðum. Hvort sent um er að kenna áhorf- endafæð eða þreytu hljómsveitarmeðlima eftir stranga dagskrá víðsvegar unt land vantaði samt. einhvern veginn tundrið í tónleikana, sérstaklega framan af. Hvert lagið tók við af öðru án mikilla útúrdúra eða óvenjulegra út- setninga en það eru einmitt slík atriði sem Texti: Jón Karl Helgason Myndir: Einar Garibaldi Oléttasta söngkona íslands, Ragnhildur Gísladóttir, laetur engan bllbug á sér finna. 8 VIKAN 30. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.