Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 15

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 15
ORVINGLUÐ UNG MOÐIR I REYKJAVIK „Óttast um líf dóttur minnar" ■ Ótrúlegur fjölskylduharmleikur berst víða um Norðurlönd ■ Interpol lýsir eftir 15 ára danskri stúlku, sem hvarf fyrir þremur mánuðum úr vörslu Barnaverndarnefndar á íslandi TEXTI: MAGNÚS GUÐMUNDSSON Pia Ráskilde Jespersen, var í vörslu Barnavemdar- nefhdar á upptökuheimil- inu í Kópavogi síðastliðið sumar, þegar hún hvart öll- um að óvömm. Það síðasta sem vitað er um ferðir hennar, er að hún flaug með Flugleiðum til Sví- þjóðar þann 1. júlí síðast- liðinn á ferseðli gefnum út á falskt nafh. Þrátt fyrir mikla eítirgrennslan íslenskra yfirvalda og móður Piu, hefúr ekki tekist að hafa upp á henni, en hún er þó talin vera einhvers staðar í Noregi í slagtogi við fúllorðinn mann sem óttast er að sé ekki heill á geðsmunum og kunni að gera stúlkunni alvarleg mein. Vitað er að maðurinn, sem er írændi Piu, greiddi farseðilinn erlend- is. Móðir Piu, Ingelise Jespers- en er búsett í Reykjavík. Hún segist óttast verulega um líf dóttur sinnar í höndum mannsins, sem hafði mjög vafasama og ofbeldiskennda fortíð. Norsk lögregluyflrvöld hafa ekki sýnt málinu mikinn áhuga, þrátt fyrir harðorðar hvatningar frá íslenska dóms- málaráðuneytinu, sem hefur gengið svo langt að kvarta yfir dugleysi norsku lögreglunnar við Interpol. Talsmaður lögreglunnar í 14 VIKAN Tönsberg í Noregi, sem hefur haft rnálið undir höndum, sagði í samtali við Vikuna fyrir helgina, að norsk lögregluyfir- völd hafi hingað til álitið að málið fjallaði fyrst og fremst um unga stúlku, sem hafi hlaupist á brott, en ekki að hún væri í neinni líkamlegri hættu. Eftirgrennslanir Vikunnar ýta við lögregluyfirvöldum Eftirgrennslanir Vikunnar hafa hins vegar leitt í Ijós að málið er ótrúlega flókinn vefur fjölskylduharmleiks, þar sem Pia Jespersen virðist vera fórn- arlamb glæpsamlegrar van- rækslu og kynferðislegs of- beldis af hendi hennar nánustu ættingja. Móðuramma Piu, Sine Jesp- ersen, sagði í samtali við Vik- una, að hún hafi vitað fyrir meira en hálfu öðru ári, að sonur hennar, Peter Jespersen, sem talinn er halda henni í fel- um í Noregi, hafi byrjað að misnota Piu kynferðislega, þegar hún var aðeins rúmlega 14 ára. „Það er hræðilegt að þurfa að horfast í augu við þá stað- reynd, að sonur minn er geð- veikur," sagði Sine Jespersen. „Hann hefur átt við geðtruflan- ir að stríða og verið undir meðhöndlun lækna síðan hann var átta ára,“ sagði hún. Sine Jespersen sagðist einn- ig óttast um líf dótturdóttur sinnar, þar sem Peter væri til alls vís. „Hann kveikti í heimili okkar þegar hann var ungling- ur. Pabbi hans hafði beðið hann um að fóðra kálf sem við áttum í útihúsi og við það mis- líkaði Peter svo, að hann reyndi að brenna okkur öll inni. „Sjúkdómur hans kemur þannig út, að hann verður ótrúlega ofbeldishneigður þegar hann er ekki ánægður með eitthvað," sagði Sine Jesp- ersen. Þessar upplýsingar sem Vik- an hafði aflað sér, komu norsku lögreglunni algjörlega á óvart. Enginn á þeim bæ hafði reynt að grennslast fyrir um fortíð Peters Jespersens. Hins vegar hafði lögreglan í Tönsberg haft hann til yfir- heyrslu fýrir hálfúm mánuði, þar sem Peter sagðist ekkert kannst við afdrif Piu Jespersen. „Ef við hefðum vitað um þessa vafasömu fortíð hans, hefðum við tekið allt öðru vísi á honum. Nú virðist hann því miður vera með öllu horfinn," sagði talsmaður Tönsberg lög- reglunnar við Vikuna. Lögregluforinginn bætti því við, að nú yrði leitin að Piu Jespersen hert til muna og lög- reglan myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að hafa upp á stúlkunni, lífs eða lið- inni. Ingelise Jespersen fyrir framan Unglingaheimili ríkisins í Kópa- vogi: „Að þvinga ófullveðja unglíng hóðan með fagurgala eða hótunum, er hreint og klárt mannrán," segir hún. Peter Jespersen. Lögreglan í Noregi leitar hans nú ákaft, vegna hvarfs Piu Jespersen. Mæðgur á gleðistundu. Ingelise og Pia Jespersen í fermingarveislu Piu fyrir rúmum tveimur árum. Ovenjuleg tilfinningatengsl Móðir Piu, Ingelise Jesper- sen, segir að fjölskyldan hafi flutt til íslands í sumar til þess að hægt væri að veita Piu þá félagslegu og sálfræðilegu um- önnun, sem hún þarfnaðist svo mjög, eftir það sem á undan var gengið heima í Danmörku. Pia var hins vegar flutt nauð- ug til íslands, þar sem hún komst strax undir umsjá bamavemdarnefndar. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Vikan hefúr aflað sér, virðist Pia ósköp venjulegur ungling- ur, sem þó beri meiri tilfinn- ingalegar byrðar en réttlætan- legt er að barn á hennar aldri þurfi að bera. Á þessu stigi málsins er ekk- ert sem bendir til að Piu sé á nokkurn hátt haldið nauðugri í felum fýrir yfirvöldum í Nor- egi, en bæði móðir hennar og^ amma fúllyrða, að móðurbróðir hennar hafi ótrúlega sterkt andlegt vald yfir stúlkunni, sem jafnist á við að hún hafi hreinlega verið heilaþvegin. Eftir að hún kom til Noregs hringdi hún í föður sinn í Dan- mörku og sagðist ætla halda sig í felum þar til hún yrði sextán ára í næsta mánuði, en móðir hennar leggur samt afar Frh. á bls. 17 VIKAN 15 uósm. lArus karl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.