Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 67

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 67
þar vestra árum saman og lifði mjög góðu lífi á því að koma fram og gefa út plötur. Hápunktinum á þessum ferli segist Cosby hafa náð árið 1969 þegar hann átti fjórar breiðskífur f einu á banda- ríska vinsældalistanum. Einnig þótti honum mikið varið í það að fá „Emmy“ verðlaunin fyrir grín sitt. Cosby segir sjálfur: - Þættirnir hafa orðið mun vinsælli en ég átti von á. Ég vildi bara gera þátt um fjölskyldu sem væri eins raun- veruleg og hún getur orðið í sjón- varpi án þess að nota gróft eða hneykslanlegt málfar. Það fallega í þáttunum er ástin og samheldn- in innan fjölskyldunnar og ég held að það sé þess vegna sem fólk horfir á þá. Þessir þættir eru byggðir á mínu eigin fjölskyldulífi, en ég á fimm börn eins og Cliff Huxtable og alveg jafn yndislega konu. - Auðvitað eru þættirnir stíl- færðir, en flest sem gerist í þátt- unum á sér sannleikskorn í fjöl- skyldulífi mínu. Ég held að þar sé lykillinn að vinsældunum fólginn. Fólk sér á skjánum aðstæður sem það getur heimfært uppá sjálft sig, eða í það minnsta uppá einhvern sem það þekkir. Ég held að fólk fái sömu tilfinningu og ég eftir þáttinn: Ég brosi og mér líður vel. Cosby hefur samt mun meira út úr því að gera þættina en vellíð- anina eina. Heildartekjur hans á árinu eru í kringum einn og hálfur milljarður, eða svipað og Kringlan kostaði í byggingu. Minnsti hluti þessara tekna koma þó beint frá sjónvarpsþáttunum. Á þriggja ára samningstímabili við risafyrirtæk- ið E. F. Hutton fær Cosby 600 milljónir króna fyrir auglýsingar. Næst stærsta tekjulindin er svo samningur við Colombia Pictures um að leika í kvikmynd sem færir honum 300 milljónir. Bókin hans um barnauppeldi hefur svo þegar fært honum yfir 200 milljónir. Að auki fær hann risaupphæðir fyrir að koma fram á sviði með gam- anmál. Þrátt fyrir að þættirnir skili Cosby ekki „nerna" 90 milljónum króna á ári er það þeim að þakka hversu hátt hann getur verðlagt sig. Eftir skoðun þessara talna er auðskilið hvernig hann fer að því að vera þessi mikli fyrirmyndar- faðir. Mikið skal til mikils að vinna, og þegar maður er bæði að gera það sem maður hefur gaman af og fær að auki þessar tekjur fyrir það ætti ekki að vera mikið mál að sýna sínum nánustu svolítið umburðarlyndi. Þaö er ekki von þó Cosby sé sposkur á svip yfir tekjunum. Bandarískir sjónvarpsáhorf- endur eru svo sannarlega óút- reiknanlegir. Árið 1984 voru ail- ir vinsælustu þættirnir einhver samsuða úr kynlífi, ofbeldi, græðgi og glimmeri. Þá datt Bill Cosby í hug að fara í gang með gamanþátt byggðan á fjöl- skyldulífi sínu. Þrátt fyrir að Cosby hafi þegar verið mjög vinsæll leikari og einn virtasti skemmtikrafturinn (stand up commedian) í Bandaríkjunum spáðu sérfræðingar að þáttur- inn myndi ekki endast út árið. Einhverra hluta vegna varð þessi svarta millistéttarfjölskylda skyndilega uppáhald allra Bandaríkjamanna og í kjölfarið fylgdi sigurganga um gjörvalla heimsbyggðina og var ísland engin undantekning þar á. Nú horfa um það bil 70 milljónir manna á þáttinn í hverri viku, og er hann langvinsælasti fram- haldsþátturinn í heiminum. Talið er að skýringuna sé helst að finna í þvi að áhorfendur hafi jafnvel óafvitað verið orðnir leiðir á þeirri glæsilegu gerviveröld sem birtist í öllum vinsælustu þáttunum á þeim tíma. Skyndilega urðu sak- leysislegir grínþættir vinsælir á ný, og er það Cosby þáttunum á þakka. Fólk má þó ekki halda að Cosby hafi ekki verið neitt fyrir þættina. Eins og fyrr segir var hann einn virtasti brandarakarlinn Ein Kringla á ári í tekjur Staupa- steinn besti grín þátturinn Að mati Bandarískra sjón- varpssérfræðinga er þátturinn Staupasteinn, sem er íslending- um að góðu kunnur, besti gaman- þátturinn sem sýndur er i sjón- varpi um þessar mundir. [ öðru sæti varð þáttur sem á ensku nefnist Newhart, og hefur því miður ekki borist hingað ennþá. í þriðja sæti varð svo þátturinn Fjölskyldubönd sem er sýndur á Stöð 2 um þessar mundir. Á óvart kom að fyrirmyndin sjálf, Bill Cosby, skyldi ekki ná nema sjö- unda sæti með þátt sinn. Það sem sérfræðingarnir fundu þættinum til foráttu var einna helst að fjölskyldan væri of full- komin. Einnig voru greidd atkvæði um besta grínþátt f sjónvarpi frá upp- hafi. Sigurvegari þar varð Mary Tyler Moore Show, en þeir þættir voru á dagskrá Ríkissiónvarpsins fyrir nokkrum árum. I öðru sæti urðu þættirnir All in the Family, sem aldrei hafa komist á skjáinn hérlendis. Gömlu kunningjarnir okkar úr M*A*S‘H, eða Spítalalff eins og þættirnir nefndust á ís- lensku, urðu svo í þriðja sæti þar. Eins og sjá má á þessari upp- talningu hafa íslenskir sjónvarps- áhorfendur fengið að njóta flestra bestu grínþáttanna sem hafa gengið í Bandaríkjunum og ganga þar nú. Ekki nóg með það, heldur hafa þeir líka verið lausir við þá verstu, en enginn af þeim þáttum sem voru nefndir í þeim flokki hefur verið sýndur hér á landi. VIKAN 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.