Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 39
Þegar ég lýk við að skrifa bók þá líður mér eins og fæðing sé afstaðin. líkar öll undirbúningsvinnan og að vegna hennar virðast sögurn- ar næstum sannar. Lesendur bókanna eru af öllum stéttum þjóðfélagsins og jafnt konur sem karlar.“ Jean var spurð hvers vegna Ayla væri svona fullkomin; besti veiðimaðurinn, hefði fallegasta líkamann o.s.frv. Jean svaraði því til að hún liti ekki á Aylu sem fullkomna; hún óhlýðnaðist off og ástæðan fyrir því að hún væri besti veiðimaðurinn væri vegna þess munar sem væri á Neanderdalsmanninum og okk- ur. Fólkinu í sögunni finnst Ayla ljót af því fætur hennar eru beinir, ekki bognir og loðnir eins og þeirra, hakan á henni furðuverk, að hún sé alltof stór og þau skilja ekki hvers vegna vatn lekur stundum úr augun- um á henni og í gegnum þessi viðbrögð Neanderdalsfólksins skynja lesendur um leið muninn sem er á milli kynstofnanna tveggja. Þegar Jean kom til íslands var hún að ljúka löngu ferðalagi um Evrópu þar sem hún hafði skoð- að marga merka staði — sem hún á kannski eftir nota við um- hverflslýsingar í næstu bókum sínum. Hún varð djúpt snortin af Gullfossi og landslaginu þar og sagði að það líktist djúpum dal sem hún hefði lýst í öðru bindinu, The Valley of Horses, en íslenska þýðingin á þeirri bók er rétt um það bil að koma út. í Bandaríkjunum var fyrsta bókin endurprentuð sjö sinnum og var á lista yfir mest seldu bækurnar í meira en ár. Bækurn- ar seljast einnig stöðugt í harð- spjalda útgáfu, sem er mjög óvenjulegt þar í landi því þar eru það aðallega kiljur sem selj- ast eitthvað að ráði. Auk þessa hefur verið gerð kvikmynd eftir fyrstu sögunni, „því miður,“ seg- ir Jean, vegna þess að hún telur að myndin hafa gefið mjög ranga mynd af sögunni. Það eina sem hún var ánægð með þar var valið á leikkonunni sem lék Aylu, Daryl Hannah, sem þekkt er sem hafmeyjan í SPLASH, og segir að hún sé alveg eins og hún h;ifði hugsað sér Aylu. Bækurnar hafa því auðvitað fært Jean drjúgar tekjur og nú búa þau hjónin í stóru húsi niðri við sjó í Portland í Oreg- onfýlki í Bandaríkjunum þar sem Jean hefur vinnustofia á efstu hæð og útsýni yfir Kyrra- hafið. Ray starfar nú sem um- boðsmaður eiginkonunnar og sér um fjármálin — „og sér um að bægja gestum frá heimilinu þegar ég er að vinna," segir Jean, og af öllum samskiptum þeirra er auðséð að mikil ástúð og umhyggja ríkir þeirra á milli. Vænst, sagði Jean, að sér þætti um, að geta nú hringt til barn- anna sinna, sem öll eru flutt að heiman og búa mörg langt frá foreldrum sínum, og sagt þeim að taka næstu flugvél og korna í heimsókn með alla fjölskylduna — og að mamma borgi! VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.