Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 68

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 68
KVIKMYNDIR The Untouchab- les itif- Aðalhl. Kevin Costner, Sean Connery, Robert De Niro. Leikstj. Brian De Palma. The Untouchables varð ein vinsælasta mynd síðasta sumars í Vesturheimi og keppt- ust gagnrýnendur jafnt sem óbreyttir áhorf- endur um að bera lof á myndina. Væntingarn- ar voru því ekki litlar og kannski að hluta á- stæðan fyrir vonbrigðunum. Brian De Palma hefur greinilega látið formið bera sig ofurliði og býður uppá þrjúbíó í versta skilningi þess orðs. Það er í rauninni ótrúlegt að horfa uppá glæsilegar sviðsetningar á Chigaco bannár- anna með Al Capone í broddi fylkingar, og verða um leið vitni að því klúðri sem sagan sjálf er. Yfir frammistöðu leikara sem og ann- ars starfsliðs er ekki hægt að kvarta en De Palma og handritshöfundurinn David Mamet hafa látið bernskuminningar sínar um bíó hlaupa með sig í gönur. Stjörnurnar tvær? Tja, eins og annar gagnrýnandi sagði um aðra mynd: „Eintómar umbúðir, ekkert innihald - en þvílíkar umbúðir!" \ ■ Nothing In Com- mon **. Aðalhl. Tom Hanks, Jackie Gleason. Leikstj. Garry Marshall. . ixCOMMON isLCssEi.nxn Hefði efniviður þessarar sögu verið skoðað- ur ofurlítið vandlegar hefði Nothing In Com- mon geta orðið laglegur minnisvarði þeim gamla grínara Jackie Gleason, sem lést skömmu eftir að gerð hennar lauk. Þetta er „vandamálamynd" matreidd á ameríska vísu en því miður, eða kannski þess vegna, ekki nógu djúpt hugsuð. Tom Hanks leikur ungan og kraftmikinn mann sem skyndilega stendur frammi fyrir því að hjónaband foreldra hans springur f loft upp og faðirinn, sem hann hafði aldrei náð góðu sambandi við, bankar uppá og biður um gistingu. Vissulega eru í mynd- inni margir góðir sprettir og gleðilegt að sjá kvikmyndahöfunda vestanhafs hugsa á þess- um nótum. Veikasti hlekkurinn er líklega Tom Hanks, sem í rauninni er stórgóður gaman- leikari en hefur hingað til fengist við „skrípó- rullur" en tekst nú á við persónu sem þarf að sýna hold sitt og blóð. Þar skortir hann trú- verðugleika og þess geldur myndin. 68 VIKAN Ásgrímur Sverrisson The Witches Of Eastwick ***. Aðalhl. Jack Nicholson, Mic- helle Pfeiffer, Cher, Susan Sarandon. Leikstj. George Miller. Út frá sjónarmiði þeirra sem leita léttvægrar afþreyingar má eiga hina þægilegustu kvöldstund yfir nornum þessum og seiðskratt- anum félaga þeirra, hvar Nicholson fér á sín- um hefðbundnu kostum. Myndin byrjar á notalegum nótum en þróast svo í hálfgerðan hrylli meö yfirþyrmandi kómík og skemmtilegu töfraraunsæi í bland. Stelpurnar þrjár, allar hver annarri fallegri, standa sig glettilega vel og Jack vinur vor, reyndar gikkfastur f gömlu sækópatarullunni, er alltaf bráðskemmtilegur andskoti. Sjáið hana þessa og þið munuð skemmta ykkur vel. Nadine. Aðalhl.iririr Kim Basinger, Jeff Bridges. Leikstj. Robert Benton. Kim Basinger er sennilega eina dæmið um Bond-stúlku sem náð hefur að sanna sig sem alvöru leikkona (Jane Seymour fær líka séns). Hún birtist nú í bráðskemmtilegri mynd Robert Benton (Kramer gegn Kramer o.fl.) og sýnir slík tilþrif að innganga í úrvalsdeildina (Streep, Spacek, Lange, Keaton) hlýtur að standa fyrir dyrum. I Nadine fer hún hamför- um ásamt Jeff Bridges en þau leika skötuhjú sem fyrir fáranlega tilviljun detta í lukkupott og reyna síðan alla myndina að halda þeirri stöðu þrátt fyrir slæmt samkomulag og bófa á hælunum. Sérdeilis fyndin mynd og notaleg um leið. Bandaríska kvikmyndaakademían fær skömm f hattinn ef henni sést yfir að út- nefna Kim Basinger meðal bestu leikkvenna þessa árs. MYNDBÖND Crocodile Dundee ***. Aðalhl. Paul Hogan, Linda Kozlowski. Leikstj. Peter Fairman. Ég held að enginn hafi búist við því að þessi mynd yrði jafn gríðarlega vinsæl og raun ber vitni, ekki vegna þess að hún væri ekki nógu góð, heldur frekar vegna þess að henni var aldrei ætlað að gera stóra hluti. En Bandaríkjamenn tóku henni opnum örmum og gerðu hana að næst aðsóknarmestu mynd síðasta árs ef ég man rétt. Ef betur er að gáð þarf engan að undra. í fyrsta lagi er Krók- ódíla-Dundi, Paul Hogan, stórskemmtilegur náungi, sem auk þess að búa yfir miklum persónutöfrum, minnir um margt á hetjur fyrri ára - og eldri kvikmynda. í öðru lagi er gert stólpagrín að mannlífi New York borgar og bandarísku þjóðlífi yfirleitt. í þriðja lagi er myndin.... tja frá Ástralíu! Sem segir meira en mörg orð þvf þaðan hafa streymt gæðamyndir síðasta áratuginn, sem eru oft skemmtilega á skjön við Hollywood en tekst engu að síður að róa á sömu áhorfendamið. The Morning After *** Aðalhl. Jane Fonda, Jeff Bridges. Leikstj. Sidney Lumet. Sá gamli jaxl, Sidney Lumet, hefur gert marga góða hluti um dagana og þó að The Morning After flokkist ekki í hóp hans bestu verka (eins og Twelve Angry Men og Serpico) þá er hér ekki um neina tímasóun að ræða. Miklu frekar ber þessi mynd Hollywood hand- bragðinu gott vitni, þar sem leikarar úr úrvals- deildinni gera sér mat úr ágætasta handriti. Það er tildæmis fínt að vera minntur á hversu góð leikkona Jane Fonda er og ánægjulegt að sjá hana í einhverju öðru en leikfimibolnum. Jeff Bridges er líka einn af þessum traustu leikurum sem næstum aldrei klikka. Enginn skyldi vaða í þeirri villu að telja þessa mynd vera um vandamál áfengissjúkrar konu og láta það aftra sér frá að sjá hana. Þetta er vönduð spennumynd, vel fyrir ofan meðallag þess sem kanar láta frá sér fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.