Vikan


Vikan - 22.10.1987, Qupperneq 70

Vikan - 22.10.1987, Qupperneq 70
Yfirleitt eftir að sennur höfðu keyrt úr hófi fram þá snaraðisthúsbóndinn út, sem ég annars held að hafi verið hæglætismaður, og tók til við að bóna bílinn.... Hraðakstur rakinn til kynlífsvanda Það er sífelld umræða um hin mörgu og slæmu slys og óhöpp í umferðinni. Stöðugur áróður fyrir bættri umferðar- menningu sem svo er kölluð, virðist að litlu haldi koma. Öll- um er Ijóst að alltof mikill hraði í akstri er megin bölvaldurinn, og því meiri hraði því verri verða slysin. Svo að segja dag- lega verðum við vitni að æðis- legum framúrakstri. Sama vandamál er við að stríða með öðrum þjóðum. ( hinum vísa Mogga las ég fyrir skömmu yfirlýsingu frá Júrgen Warnke samgönguráðherra Vest- ur-Þýskalands sem hafði skýring- ar á of hröðum akstri á reiðum höndum. Hann taldi að þeir Vest- ur-Þjóðverjar sem keyrðu of hratt ættu oft á tíðum við kynlífsvanda að stríða. - Ófullnægja í kynlífi leiðir oft- lega til hraðaksturs, er haft eftir Warnke í Bonn. Vafalaust vel ígrunduð og vísindalega könnuð fullyrðing. Ýmsir þingmenn í stjórnarandstöðu tóku meira að segja undir með Warnke ráðherra og kváðust telja að hraðakstur mætti oftar en ekki rekja til getu- leysis. Warnke ráðherra bætti svo við að ráðuneyti sitt hefði ekki bolmagn til að kosta læknismeð- ferð umræddra ökuníðinga, enda kannski önnur og ódýr úrræði nærtækari. Þetta ættu að vera athyglis- verðar upplýsingar fyrir okkar Umferðarráð, því að ekki þarf að efa að um há vísindalegar niður- stöður er að ræða. Það er maka- laust að Morgunblaðið skyldi ekki slá þessu betur upp eins og um- ræðunni um nagladekkin, sem menn eru þó ekki sammála um. Þessari mikilvægu frétt var potað við hliðina á áberandi auglýsingu og féll því alveg í skuggann. Ef þessar merku kenningar eiga við rök að styðjast eru margir islenskir ökumenn afar illa haldnir á kynlífssviðinu. Það væri jafnvel rík ástæða til að efna til sérstakr- ar umræðu um vandamálið ekki síður en um nagladekkin. Því það væri fróðlegt að heyra álit yfir- manna í umferðarlögreglu, gatnamálastjóra, formanns F.I.B. og formanns umferðarráðs, en allir þessi menn bera hitann og þungann af slæmri og hraðri umferð. Jafnframt er það athyglisvert að það eru aðallega karlmenn sem virðast illa haldnir, ef kenn- ingin er rétt, því að þeir virðast í miklum meirihluta þeirra sem gera usla með hröðum akstri. Kynlífsvandi eins og lýst er hér að framan getur vafalaust verið þrálátur eins og margt annað sem hrjáir mannfólkið, og kemur vafa- laust fram í mörgum myndum í atferli fólks. Ég las til dæmis í ein- hverju dagblaði fyrir nokkrum árum að óhólfleg bíladella yfirleitt stafaði af ófullnægðu kynlífi. Það er alkunnugt að það er hrein ást- ríða hjá mörgum að þvo og bóna bílinn sinn. Það er talið augljóst einkenni. Flestum er kunnugt að fjölmargir nostra miklu meira við bílinn sinn en konuna sína. Lík- lega getum við fallist á að þarna sé beint samhengi á milli. Ég man eftir miðaldra hjónum sem bjuggu í næstu íbúð fyrir nokkrum árum. Það virtist ganga á ýmsu í hjónabandinu enda frúin hinn mesti svarkur. Svarra- gangurinn fór ekki framhjá íbúun- um í þeim íbúðum sem næstar voru. Yfirleitt eftir að sennur höfðu keyrt úr hófi fram þá snar- aðist húsbóndinn út, sem ég ann- ars held að hafi verið hæglætis- maður, og tók til við að bóna bílinn. Þetta skeði stundum kvöld eftir kvöld, enda bíllinn yfirleitt gljáfægður. Nærri má geta að ástúð hefur verið í lágmarki. Svo kom að tímabili sem vart heyrðist til þeirra hjóna. Einn ná- búinn sagðist meira að segja hafa heyrt til frúarinnar þegar hún kall- aði angurvært: - Viltu fleygja þessu fyrir mig í öskutunnuna - ELSKAN. Það var öllum Ijóst í nágrenn- inu að ástandið hafði gjörbreyst til hins betra, nema að bíllinn var að drabbast niður af skít. Þetta vopnahlé stóð í nokkrar vikur. Svo var það kvöld eitt yfir kvöldfréttunum að mikill hávaði barst frá nágrannahjónunum og auðheyrt var að yfir stóð mikill darraðardans. Loksins heyrðist að útihurðinni var skellt og stuttu síðar sáum við að húsbóndinn var tekinn til við að hreinsa bílinn, sem reyndar var ekki óþarfi. Hon- um var haldið gljáandi næstu dagana. Það varð öllum Ijóst að alúðin við bílinn var í beinu sam- hengi við andrúmsloftið á heimil- inu. Það má Ijóst vera að í mörgum tilfellum er ábyrgð kvenna mikil og það er brýnt að konur beiti sér fyrir bættu andrúmslofti í lífi manna, annars er hætt við að ást- úð karla með bíladellu beinist í öfirgar áttir eða fari jafnvel í súginn. Einnig ber að hafa í huga að konur geta með ástúð sinni lin- að þjáningar ökuþóra og komið ( veg fyrir of mikinn hraðakstur f umferðinni. PÁFINN STILLTU Á STJÖRNUNA Stjarnan er stillt á þig. FM 102 og 104 Auglýsingasími 689910 70 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.