Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 5

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 5
Islenskar nautasteikur sem bragðast jafri vel og þær amerísku Kjötvinnsla Jónasar Þórs og veitingahúsið Þrír frakkar buðu til veislu á dögunum þar sem kynnt var kjöt af ungkálfi sem alinn hafði ver- ið á sérstakri kornblöndu og kjötið síðan meðhöndlað á þann hátt að úr yrði fyrsta flokks hráefni til matseldar. Jónas Þór fræddi viðstadda á því hvernig nautakjöt ætti að vera til að nautasteikin sem eld- uð er heima verði eins góð og þær steikur sem við brögðum í útlöndum og flnnst svo góðar - og nefridi í því sambandi amer- ísku stórsteikurnar. Flestir kann- ast við það að hafa keypt girni- lega steik hjá kaupmanninum og talið sig elda hana eftir kúnstar- innar reglum, en árangurinn orðið ólseigt og vont kjöt. Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir segir Jónas Þór og ein af ástæð- unum fyrir matarboðinu væri sú að sanna að íslenskt nautakjöt Jónas Þór fræddi boðsgesti á því hvernig gott nautakjöt ætti að vera. væri gott og fullkomlega sam- bærilegt við það erlenda. Boðsgestir, fjölmiðlafólk og ýmsir aðilar sem tengjast kjöt- markaðnum, voru síðan hvattir til að láta í ljós álit sitt að máltíð lokinni og var ekki annað að heyra en allir væru mjög ánægð- ir — vorum við á okkar borði — þrjú frá Sam-útgáfunni og Ro- bert Melk frá Bandaríkjunum - sammála um að máltíðin hefði verið mjög góð; kjötið frábært, sem án efa var að þakka góðu hráefni og snilldar matseld kokkanna á Þrem ffökkum, og að það væri á allan hátt jafn mjúkt og bragðmikið og þær amerísku stórsteikur sem við höfðunt smakkað. —BK Islenskir fatahönnuðir spjara sig Átján íslenskir fatahönnuðir voru með glæsilega sýningu á verkum sínum í íslensku óper- unni í byrjun október. Sýningin var virkilega athygliverð og forvitnilegt að sjá hvers þær eru megnugar konurnar sem þarna sýndu. Blaðamaður Vikunnar mætti á sýninguna ásamt Örnu Kristjánsdóttur, fjórða árs nema í fatahönnun í Maastricht í Floll- andi, til að fá álit hennar á sýn ingunni út frá faglegu sjónar- niiði. Arna sagði að það fýrsta sem nemum í fatahönnun í sínum skóla væri kennt væri það að aðalsmerki hvers hönnuðar væri að hann hefði sinn eigin stíl sem þekkjanlegur væri hvar sem er. Einnig að mikilvægt væri að þegar höfundur héldi sýningu á verkum sínum þá yrði að vera heildarsvipur yfir fatnaðinum sem valinn væri til sýningar. Örnu fannst þetta hvoru tveggja vanta hjá sumum hönnuðanna; hjá öðrum var heildarsvipur yfir fatnaðinum sem þær sýndu en þá vantaði sérstakan stíl hönn- uðarins. Eini hönnuðurinn sem henni fannst sýna þetta hvoru tveggja var Valgerður Torfadótt- ir. Er hún einn þeirra fjögurra hönnuða, sem kynntir eru á öðr- um stað í þessu tölublaði Vik- unnar. Þrátt fyrir það að heildarsvip og stíl hefði vantað, þá sagði Arna að sér hefðu fundist margt mjög vel gert á sýningunni og nefndi þar m.a. rúskinnsflíkur Evu Vilhelmsdóttur og henni fannst Steinunn Bergsdóttir gera margt ágætt fyrir íslensku ullina, en fýrir sinn smekk fannst henni sumt vera í full sterkum litum. Á peysum Þór- dísar Kristleifsdóttur fannst henni auðséð að hún væri í sambandi við “stílista", en stílist- ar velja m.a. liti tískulínunnar Sigrún Guðmundsdóttir sýndi sérlega skemmtileg og litrík barnaföt og litla sýningarfólkið stóð sig með mikilli prýði. hverju sinni og allir hönnuðir og fataframleiðendur erlendis ráðfæra sig við þá áður en þeir hefjast handa við framleiðslu hvers tímabils og peysur Þórdís- ar voru einmitt í tískulitum vetrarins. Sýningin var fyrsta samsýning íslenskra hönnuða og sögðu þær sjálfar að þær hefðu rekið sig á ýmislegt sem þær hefðu þurft að vinna betur fyrir sýningu, en að þær hefðu lært af mistökunum þannig að næsta árs sýning yrði enn betri. -BK. ÞEIRRA... „Þessi veröld er svo full af klækjum og svo full af fólki sem lýgur, að ég hef ákaflega lítinn áhuga á henni lengur." Oósafat Arngrímsson, fésýslu- maður, öðru nafnijoe Grimson í viðtali við tímaritið Mannlíf). „Kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi kemur til með að ganga í pelsum." (Reynir Barðdal, loðdýrabóndi, í viðtali við tímaritið Bóndann). „Ég hefi jafnvel heyrt ávæning af, að illindi komi fyrir í heimahúsum." Oón Þ. Árnason í grein i Morgunblaðinu). „Ég játa hvorki né neita þessu. Það er bara einfaldlega aldrei gefið upp fyrirfram hvort ÁTVR verður lokað þegar um verðbreytingar er að ræða, það er prinsippmál." (Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR í samtali við DV 10. október). „Þeir hinir sömu sem óttast að lokað verði á mánudaginn geta hins vegar huggað sig viö að verslun okkar í Kringl- unni verður ekki lokað.“ (Höskufdur Jónsson, forstjóri ÁTVR í viðtali við DV 10. október). „Þegar maður í fjarlægu landi fær Þjóðviljann einan blaða fer maður hægt að trúa því að Davíð Oddsson sé í raun brjálaður barnamorðingi sem aki um á nýkeyptum skrið- dreka og braskararnir í bænum gangi um göturnar og driti steinsteypu yfir viðkvæm og gömul bárujárnshús." (Ilallgrímur Hefgason í grein í Þjóðviljanum). „Ensku textarnir, ópin, stun- urnar og skruðningarnir eru þá orðnir það veganesti, sem æskufólk á greiðastan aðgang að.“ (Tilvitnun í helgarblað Tímans). ...ORÐ VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.