Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 8

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 8
\/ Lýsi getur • dregið úr skaðlegum áhrifum borðsmjörlíkis úr jurtafitu. vísindamanna um áhrif fjöl- ómettaðra fltusýra úr jurtarík- inu, en hann segir jafnframt að hann telji of snemmt að alhæfa nokkuð í þessu sambandi, þar sem meiri rannsókna sé þörf. Háskólarektor fjallaði um niður- stöður rannsókna sinna á al- þjóðlegri ráðstefnu næringa- fræðinga sem haldin var í Há- skóla íslands nýverið. í erindi sínu á ráðstefhunni sagði Sigmundur meðal annars, að rannsóknir hans hafl leitt í ljós, að það væri verulega meira magn svokallaðrar Arakidon- sýru í blóðfrumum hjartasjúkl- inga, en í hlóðfrumum heil- brigðra einstaklinga. Arakidon- sýran, sem myndast úr líno- líusýrunni (plöntufitu), fýrir tilstilli ákveðinna hvata í líkam- anurn, ummyndast í hina skað- legu hormóna, sem rnargir vís- indamenn telja nú að séu orsök margra hættulegra menningar- sjúkdóma. Sigmundur segir að einnig liafl komið í Ijós, að fórnarlömb skyndi-hjartadauða, hafi iðulega hærra magn Arakidon-sýru í frumunum, en jafnaldra fórnar- lömb slysadauða. Þetta styður niðurstöður er- lendra vísindamanna, sem telja að hormónar myndaðir af fjöl- ómettuðum plöntufitusýrum, eigi þátt í ótímabærum dauða fólks! Það er afar athyglisvert í þessu sambandi, að það er aðal- lega yngra fólk og fólk á miðjum aldri, sem lætur lífið vegna skyndilegs og ófyrirséðs hjarta- dauða, sem hefúr mikið færst í vöxt á Vesturiöndum hin síðari Það er ekki síður athyglisvert, að dánartíðni aldraðra íslend- inga vegna hjartasjúkdóma er lægri en hjá yngri aldurshóp- um. í því sambandi má færa rök að því, að gamalt fólk hafi í mun minna mæli breytt feitmetis- neyslu sinni yfir í jurtafitu- neyslu, heldur en hið yngra. Vísindamenn víða um heim eru að komast að svipuðum niðurstöðum, sem allar benda til skaðsemi plöntufitusýranna, sé þeirra neytt í of miklu mæli. Bandarískur vísindamaður, Dr. W. E. M. Lands hjá Illinois háskólanum í Chicago, heldur 8 VIKAN því fram, að ofneysla Omega 6 fituríks fæðis, þ.e. fæðis sem inniheldur mikið af fjölómett- uðum plöntufitusýrum, myndi of mikið af neikvæðum og skað- legum fitusýruhormónum, sem örvi ekki aðeins hjartasjúk- dórna, heldur einnig sjúkdóma eins og liðagigt, asma, æðakölk- un og forstigsmyndanir krabb- ameins og áfallssjúkdóma eins og heilablóðfall, svo nokkuð sé upp talið. Fitujafnvægi líkamans úr skorðum vegna ofneyslu Einföld mæling, gerð út frá næringarefhatöflu Manneldisfé- lags Islands, á daglegri fitu- neyslu eins blaðamanns Vikunn- ar, sýndi að hinn grunlausi neyt- andi er einn þeirra íjölmörgu, sem ó;ifvitandi, neytir allt of rnikils magns fjölómettaðra plöntufitusýra, án þess að neysluvenjur blaðamannsins séu á nokkurn hátt frábrugðnar neysluvenjum þorra fólks á Reykjavíkursvæðinu. Mælingin, með blaðamann Vikunnar, sem tilraunadýr, var að vísu ekki gerð í samræmi við ströngustu vísindalegu kröfúr, en hún gefur góða vísbendingu unt fituneyslu þessa ákveðna einstaklings. Fituneysla blaðamannsins hófst strax að morgni, þegar liann fékk sér tvær ristaðar brauðsneiðar með plöntuol- íusmjörlíki. Mæling sýndi að heildarfitu- neysla blaðamanns Vikunnar þennan ákveðna dag var 162 grömm, sem var um það bil helmingur þess „eldsneytis“ sem ætla mætti að maður á hans aldri noti til brennslu að jafnaði á dag. Rúmlega 97 grömrn af fitunni sem blaðamaðurinn neytti, var fjölómettuð plöntufita með Omega 6 fitusýrum, sem er ní- faldur til átjánfaldur skammtur miðað við dagsþörf líkamans. Niðurstaðan er einfaldlega sú, að blaðamaður Vikunnar ofneyt- ir daglega þeirra Omega 6 fitu- sýra, sem vísindamennirnir telja varasamar. í töflu yfir neyslu blaða- mannsins þennan umrædda dag í október hér annars staðar á síðunni, getur fólk gert sarnan- burð við sína eigin neyslu. í nýlegri grein eftir Dr. Guðmund G. Haraldsson, dós- ent í lífrænni efnafræði við Há- skóla íslands, segir Guðmundur að allt eðlilegt fitujafnvægi í lík- ama Vesturlandabúa sé farið úr skorðum, vegna óhóflegrar neyslu fjölómettaðra jurtaolía. Guðmundur segir ráðlegan dag- skammt af Omega 6 fjölómett- uðum fitusýrum, vera 5-10 grömrn á dag, en til dæmis í Bandaríkjunum, sé neysla ein- staklinga 10-20 föld, eða 50-200 grömm á dag, sem sé óhóflegt og leiði til offramleiðslu líkam- ans á skaðlegum hormónum sem orsaka fjölda alvarlegra sjúkdóma. Ofheyslan á íslandi er því ekki ólík því sem gerist í Banda- ríkjunum, samanber mælingar á dagneyslu blaðamanns Vikunn- ar. Fituefnarannsóknir tímafrekar og flóknar Fituefnafræði eru ákaflega flókin vísindi og torskilin leik- mönnum. Að sama skapi eru rannsóknir þeim tengdar flókn- ar og tímafrekar. Framfarir á rannsóknum fituefna hafa hins vegar verið geysimiklar á síð- ustu árum, sem helst er að þakka örri þróun í greiningar- tækni. Það var þó ekki fyrr en nú á allra síðustu árum og misser- um, að vísindamenn hafa upp- götvað ýmsa veigamikla þætti í áhrifum fituefha á líkama manna og dýra, en niðurstöðurnar eru þó taldar ótvíræðar, þar sem vís- indamenn víða um heim eru við ólíkar aðstæður, að komast að samhljóða niðurstöðum. Þótt fituefnarannsóknir séu afar flóknar, eru niðurstöður þeirra tiltölulega auðskiljanleg- ar, sé framsetning þeirra ein- földuð og túlkuð á venjulegt mál. Munurinn á mettuðum og ómettuðum fitusýrum, byggist á mismunandi tengingum kolefn- is- og vetnisfrumeinda í sam- eindabyggingu fitusýranna. Mettuð fita, er til dæmis dýra- fita, sem hefur tiltölulega hátt bræðslumark þ.e. að hún storkn- ar við frekar hátt hitastig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.