Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 9

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 9
Opin vinnubrögð til bóta Svo við snúum okkur að öðr- um málum, sérð þú fyrir þér möguleika á því að Alþýðu- bandalaginu takist að endur- heimta fyrri stöðu? „Eftir síðustu kosningar hófst mikil umræða í flokknum, opin umræða sem þjóðin fékk að fylgjast með. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið til bóta og til þess fallin að styrkja flokkinn. Við földum ekki vand- ann í skýrslugerð heldur rædd- um málin á lýðræðislegan hátt og fengum fram niðurstöður. Þetta er í fýrsta skipti sem flokk- ur hérlendis bregst við með þessum hætti enda er ætlun Al- þýðubandalagsins að vera opinn og lýðræðislegur flokkur sem tekst á við vandann þannig að allir getir fýlgst með,“ segir Ólafur. „Menn drógu þann lærdóm af reynslu síðustu ára að nauðsyn- legt væri að Alþýðubandalagið kæmi með skýra og afdráttar- lausa stefhu sem höfðaði til framtíðarinnar. Við viljum einn- ig vera virkir þátttakendur í launabaráttu fólksins án þess þó að flokkurinn bindi sig við af- stöðu afmarkaðs hóps forystu- manna launafólks heldur tæki flokkurinn mið af því að launa- fólk er í margvíslegum samtök- um. Því ætti baráttan fyrir bætt- um kjörum að vera háð á breið- um og fjölþættum grundvelli." Hafið þið séð einhvern árang- ur af þessu starfi? „Flokkurinn hefur tekið frum- kvæði í umræðum um launamál- in og í baráttunni gegn matar- skattinum. Við höfiim sett frarn nýja heildarstefhu í fiskveiði- málum. Samstaðan innan flokks- ins er nú góð og skoðanakann- anir eru farnar að mæla árangur- inn. Það má nefha að í skoðana- könnunum höfum við aukið fýlgi okkar úr 7-9% í sumar og haust upp í rúm 12% í nýlegri skoðanakönnun Helgarpóstsins og hefur enginn flokkur í þeirri könnun bætt sig jafhmikið og Alþýðubandalagið. í fyrr- greindri skoðanakönnun er munurinn á okkur og Alþýðu- flokknum orðinn hverfandi," segir Ólafur. Hann telur einnig rétt að vekja athygli á því að starf flokksins er ekki eingöngu bundið við formlega flokksfé- laga heldur leiti þeir samstarfs við aðila vítt og breitt í þjóðfé- laginu, einstaklinga, félög, sam- tök o.s.frv. „Stjómmálaflokkar í nútíma þjóðfélagi hafa að mörgu leyti öðrum skyldum að gegna en var hér áður fýrr er starf þeirra fólst að miklu Ieyti í að segja öðrum fyrir verkum. Nú á hlutverk flokkanna að vera lýðræðislegt samstarf við fólk á víðtækum grunni." Sérð þú fyrir þér að Alþýðu- bandalagið geti átt aðild að stjórn í náinni framtíð? „Hiklaust. Ég hef áður sagt að Alþýðubandalagið þyrfti afdrátt- arlaust að vera ráðandi flokkur í landsstjórninni. Nú er margt sem bendir til að núverandi stjórn sitji stutt eða verði lítil og það er eitt af markmiðum okkar núna að vera tilbúnir að axla þá ábyrgð sem fýlgir setu í ríkisstjórn." Hvert væri þitt óska ráðherra- embætti í slíkri stjórn? „Ég hef ekki búið til neinn lista eins og Jón Baldvin Hannibalsson gerði á sínum tíma. Ég teldi þó nauðsynlegt að það væri lykilstaða sem hefði áhrif á mikilvægustu stefnumót- un stjórnarinnar." Kannski utanríkisráðuneytið? „Það fer eftir því eftir hvaða stefnuprógrammi væri unnið. Ráðuneyti efhahagsmála og fjármál kæmu einnig til álita.“ Miklir möguleikar á Indlandi Eins og ffarn kom í inngangin- um að þessu viðtali hefur Ólafur verið hvatamaður þess að við tækjum upp samvinnu við Ind- verja á ýmsum sviðum sem við þekkjum vel til. „Ég hef haft tækifæri til þess að kynnast því í reynd að víða um heim eru að opnast gífurleg- ir möguleikar á útflutningi á ný markaðssvæði, sérstaklega í þriðja heiminum. Sú mynd sem gefin hefur verið af þriðja heim- inum er að mörgu leyti röng. Þar er víða að finna öflug lönd með mikinn hagvöxt og grósku- mikið efhahagslíf" segir Ólafur. „Ef við tökum Indland sem dæmi þá búa þar um 800 millj- ónir manna. Um 100-200 millj- ónir þeirra búa við sára fátækt en í landinu eru svo aftur á móti 400-500 milljónir sem eru þátttakendur í miklu hagvaxtar- kerfi með nútíma viðskiptahátt- um og tæknikunnáttu. í framhaldi af viðræðum milli okkar og þeirra verður efnt til samráðsfundar íslenskra útflutn- ingsaðila nú í janúar þar sem málin verða rædd ítarlegar. Þau svið sem samstarf gæti orðið á eru fyrst og fremst „Við verðum að hafa augun opin og sá sem einangrar sig frá mál* efnum sem þessum, tapar á því fyrr eða síðar.“ sjávarútvegur en þar gætum við selt þeim vélar og tækniþekk- ingu og ráðgjöf. Indland er stórt strandríki með auðug fiskimið og þeir eiga alveg eftir að þróa sinn sjávarútveg. Þeir hafa þegar leitað samstarfs við Norðmenn en við gætum einnig komið inn í það dæmi. í öðru lagi má nefha ráðgjöf um jarðhitaleit og uppbyggingu orkuvera sem byggja á jarðhita. Þetta er enn lítt kannað í land- inu en þeir hafa hug á að auka fjölbreytnina í orkuöflun sinni. í þriðja lagi er svo tölvutækn- in og hugbúnaður. Norsk Data sem vaxið hefur mjög á síðustu árum er þegar komið inn á markaðinn á þessu sviði á Ind- landi. Við eigum möguleika einnig á þessum markaði enda mun hann umfangsmikill." Öryggiskerfi Ólafur Ragnar Grímsson er þekktur á alþjóðavettvangi fyrir starf sitt á vegum samtakanna Parliamentarians for Global Act- ion og raunar situr hann nú á fund þjóðarleiðtoganna sex sem haldinn er í Stokkhólmi. Er við- talið var tekið var hann m.a. að vinna að undirbúningi fyrir þennan fund. „Þarna er verið að þróa áfram þær tillögur sem ég kynnti er ég tók við Indiru Ghandi verð- laununum í Nýju Delhi einkum undirbúning að nýju alþjóðlegu öryggiskerfi í heiminum. Þessi vinna felur í sér að ná saman þeim stjórnmálamönnum sem gera sér grein fyrir því að gömlu hernaðarbandalögin og hið gagnkvæma vígbúnaðarkapp- hlaup geta ekki verið það ör- yggiskerfi sem þarf í heiminum í framtíðinni. Tæknikunnátta í vígbúnaðarmálum er sifellt að aukast og eftir 10 ár gætu orðið „Við viljum einnig vera virkir þátttákendur í launabaráttu fólksins, án þess að flokkurinn bindi sig við afstöðu afmarkaðs hóps forystu- manna launafólks...“ til 12-16 kjarnorkuveldi þann- ig að gömlu öryggiskerfin duga ekki lengur. Því er nú þörf á að ræða það sem við viljum kalla „þriðju kynslóðina" af alþjóðlegum stofnunum. Segja má að Þjóðar- bandalagið hafi verið fyrsta kyn- slóðin og Sameinuðu þjóðimar og núverandi hernaðarbandalög önnur kynslóðin. Nú er þörf á breytingum sem hefðu í för með sér nýja kynslóð öryggisstofnana. Þetta mál er enn skammt á veg komið og mörg svör við þeim spurning- um sem vaknað hafa eru enn takmörkuð. Það sem nú liggur fyrir er að ná saman stjórnmálamönnum sem hafa skilning á þessu máli, ennfremur sérffæðingum sem hafa þekkingu hafa á þessum sviðum og síðan að fá ríkis- stjómir til þess að fela embætt- ismönnum að byrja að fjalla um þessi mál.“ í máli Ólafs kemur fram að ætlunin sé að efha til alþjóðlegr- ar ráðstefhu í Washington á næsta ári þar sem saman kæmu fulltrúar þeirra ríkisstjórna sem hlut eiga að máli og ræddu þar, óbundnir, þær tillögur og hug- myndir sem fram koma á þessu ári um drög að samningi um nýtt alþjóðlegt öryggiskerfi. Á ámnum 1990—91 yrði síð- an efnt til formlegrara alþjóð- legrar ráðstefhu þar sem eigin- legir samningar um málið gætu hafist. „Við höfum í þessu sambandi bent á reynsluna af hafféttarráð- stefiiunni þar sem beitt var nýj- um vinnubrögðum. Viðkomandi ríkisstjómir yrðu óbundnar þar til á lokastigi samningagerðar- innar en slíkt gerir alla umræðu sveigjanlegri." Af öðrum störfum á vegum samtakanna nefnir Ólafur að áfram er haldið vinnu við al- þjóðlegt eftirlit með ffam- kvæmd afvopnunarsamninga en árið 1986 tókst samtökunum að fá Sovétmenn til þess að veita erlendum eftirlitsmönnum inn- göngu í Sovétríkin eftir að þau höfðu neitað slíku í 25 ár og segir Ólafur það hafa verið mikilvægan undanfara að samn- ingi þeirra Reagans og Gorbasj- ovs. „Það þarf einnig að koma á hliðstæðu eftirlitskerfi með víg- búnaði í himingeimnum og höf- um við þegar lagt drög að slíku. Það er ekki nóg að koma upp eftirliti á jörðu niðri ef menn geta svo valsað um frítt með víg- búnaðinn í geimnum," segir hann. —FRI VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.