Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 34

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 34
Smellin smásaga eftir J. G. Peters. Áður birt í Vikunni fyrir 50 árum. Þeir hjúfruðu sig hver að öðrum, þess- ir fjórir menn, sem í bátnum voru. Það var eina vömin, sem þeir höfðu firam að færa gegn kuldanum, er var að hel- taka þá. Þeir þrýstu sér hver að öðrum með hend- urnar bláar af kulda og því nær tilflnninga- lausar. Regnið og öldurnar, sem höfðu gengið yflr bátinn, höfðu gegnvætt þá, svo fötin féllu þétt að þeim. Þeir biðu eftir að nóttin liði og sólin kæmi upp. Þeir biðu, þögulir og skjálfandi. Jafht og þétt vaggaði báturinn á öldum hins mikla Atlantshafs. Engin hreyfing var í bátnum, nema öðru hvoru sást hönd færa stýrið lítið eitt. Vindurinn beljaði látlaust, vindur, sem kom beint úr norðri, firá hinum endalausu ísbreiðum, vindur, sem næddi með dauðans hrolli og angist um fjóra menn í opnum báti langt úti á hafi. Öðru hvoru rofaði til. Þokan hvarf og þeir sáu stjörnubjart himinhvolfið yflr sér. Það var í fyrsta sinn á 48 tímum, sem þeir sáu til himins. Þokan hafði læðst aftan að þeim á heiðríkum degi, er þeir léku sér í kringum fiskibáta með drifhvítum seglum. Þeir tóku þegar í stað að róa til skipsins, sem þeir voru farþegar á. En með ótrúlegum hraða kom þokan, koldimm. Og er skyggja tók, vissu þeir ekki hvort þeir fylgdu stefnu fiski- bátanna eða sigldu í þveröfuga átt og beint til hafs. Þegar hér var komið hætti Bradford að róa og dró inn árar. Hann tók upp pípuna sína og kveikti í henni. Félagar hans hættu einnig að róa og virtu hann fyrir sér með andlitum, sem voru nábleik af hræðslu og kulda. Einhvers staðar úti í þokunni heyrðu þeir í sjófugli, en hvaðan það hljóð kom var þeim ómögulegt að vita. — Hvað eigum við eiginlega að gera? spurði Lane, titrandi og skjálfróma. Bradford yppti öxlum. — Við verðum að vera, þar sem við erum staddir, svaraði hann. — Við getum ekkert gert. Eflaust verð- ur leitað að okkur, og ef til vill finna þeir okkur. Ég veit það ekki. En ef við höldum áfram að róa getum við eins vel þokast ffá landi sem að. Um þetta voru þeir allir sammála. Þeir urðu að bíða. Þokan hafði sveipast um þá. Þeir voru máttvana gegn valdi hennar og ógnum. Tóbakið var óreykjandi, eldspýt- urnar blotnuðu. Tíminn leið og síðasti geisli sólarinnar hvarf við hafsbrún. Með morgninum tók vindurinn að aukast og báturinn, sem hafði vaggað á sjónum, fór nú að ókyrrast og kastast tii á allar hliðar. Rigningin óx og sjórinn streymdi öðru hvoru inn fyrir borðstokkinn. Kuldinn varð ægilegur og fingurna kól. Það var fyrir til- mæli Bradfords, að þeir þjöppuðu sér betur saman. Það var einnig Bradford, sem hug- hreysti þá næstu tíma. — Þið eruð allir aumingjar, sagði hann. — Ekki hafið þið lifað ltfinu eins og ég. Það get ég sagt ykkur, að ég hef áður lifað við slíkar aðstæður, jafhvel áður en þið gátuð hneppt tölu í ykkar eigin brókum. Hérna eruð þið til að skemmta ykkur — er ekki svo? Borgar- búar, sem langar að vita hvernig fiskarnir lifa. Nú erum við sannarlega á réttri hillu, og þið megið vera þakklátir fyrir, að ég skuli vera með ykkur. Eflaust verður okkur bjargað, þegar þokunni léttir. En nú verðum við að bíta á jaxlinn og sýna, hvað við getum. Við munum komast lífs af, gerið nú eins og ég segi ykkur. Hinum varð rórra við, að minnsta kosti um stund. Ætíð hlýtur það að vera lamandi, að vera langt frá umheiminum í ástandi, sem maður hefur aldrei þekkt til áður. — Og óneitanlega er nokkur stuðningur í því, að vera með manni, sem þekkir allt af eigin reynd. En er næsta nótt nálgaðist, og hjálpin virt- ist jafh fjarlæg, tók kjarkurinn að bila. Hung- ur og magnleysi hafði dregið úr þeim kraftinn. Andlitin voru innfallin og sviplaus, augun sokkin niður í augnatóttirnar. Þeir fundu sjálfir, hvernig lífskrafturinn þraut með hverju augnabliki. Það var hræðileg áskynjun. Kepler gafst fyrstur upp og missti taum- hald á allri skynsemi. Hann byrjaði allt í einu að hlæja, og hlátur hans varð að átakan- legu, krampakenndu voli. — Við erum dauðir! Við erum allir dauð- ir! hrópaði hann. Ég veit það! Ég hefi ekki viljað segja það. En það er sannleikur, og það skiptir engu máli, þó ég segi það nú. Við erum allir dauðir, það er það, sem ég segi. — Haltu þér saman, hrópaði Bradford. — Hertu þig upp, sagði Trent. En Kepler hélt áfram að hlæja hinum kalda, nístandi hlátri. — Jæja, svo að þið trúið því ekki sem ég hef sagt? Þið viljið ekki trúa mér! En ég hef á réttu að standa! Og vitið þið hvers vegna? Ég get spáð í lófa og lesið þar allt eins og á opna bók! Lane veit það. Hann veit, hvort ég segi það satt. — Jú, það er alveg rétt, sagði Lane. Hann lifir á því að lesa í lófa. Þú hlýtur að hafa heyrt hans getið, Trent. Hann gengur undir nafninu „hinn mikli dulspekingur“. Hér trú- ir enginn svoleiðis vitleysu, svaraði Trent. Það er blekking og fals. En Lane hristi höfuðið. Þið getið sagt það, sem ykkur lystir. Sumt er rugl. En Kepler hefur aldrei fatast. Hann getur séð inn í framtíðina, að því eru þúsund vitni. Trent gretti sig. — Heimskuleg trúar- brögð. Það hefur aldrei neinn getað lesið í lófa. En innst í hjarta sínu var Trent ekki jafh sannfærður. Hann hafði lesið um „hinn mikla dulspeking", og persónulega þekkti hann fjölda manna, sem voru reiðubúnir að sverja, að maður þessi hefði yfirnáttúrlega dómgreind. — Þetta er blekking, sagði hann aftur, en í rödd hans skorti alla trúarvissu. Bradford hristi höfúðið. — Það eru að vísu margir undarlegir hlut- ir milli himins og jarðar, sagði hann dræmt. — Ég er að minnsta kosti ekki einn af þeim, er neita öllu sambandi þar á milli. En lítið þér í lófa minn, herra Kepler. Hvað sjáið þér þar? — Ég sé — dauðann, æpti Kepler. og hið sama las ég í hönd þinni, Trent — og einnig þinni, Lane. Og í minni eigin stendur það einnig. Það er sannleikur, já víst er það sannleikur. Ég get ekki lesið alla hluti í lófanum. Það getur enginn. En ég sé nægi- lega mikið. Ég get séð hve gamlir þið eruð, og þegar líflínan endar við ákveðinn aldur, þá deyr maður á þeim aldri. í mörg ár hef ég vitað, að ég mundi deyja, þegar ég væri 42 ára. Og fyrir þrem mánuðum varð ég 42 ára. Og þú átt að deyja 39 ára, Lane, — og Trent verður ekki meira en 36. Bradford, þú deyrð þegar þú verður 63 ára gamall. Og segið þið mér svo, hve gamlir þið eruð, ef þið þorið. Lane vætti þurrar varir sínar og tautaði: — Ég verð 39 ára í lok mánaðarins. Og Bradford sagði alvarlegur: — Ég varð 63 ára fýrir hálfum mánuði. — Þarna sjáið þið, sagði Kepler sigrihrós- andi. Sjálfir getið þið séð hvaða þýðingu þetta hefur. Við erum hér allir saman. Dauðadómur er felldur yfir sérhvern okkar. Þið getið kallað það tilviljun, ef þið viljið, en fyrir mér getur það aðeins þýtt eitt: Við eig- um að deyja saman. Hér í þessum bát. Hann þagnaði og sökkti sér niður í hugs- anir sínar. Hinir þrír þögðu einnig. Nóttin leið, hin langa kvalanótt, þar til ljósrák í þokunni sást og gaf til kynna, að aftur væri 34 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.