Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 35

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 35
kominn dagur. Á skömmum tíma létti þok- unni og sólin braut sér leið ofan að haf- fletinum, og vindurinn feykti skýjabólstrun- um langt út í himingeiminn. Haf á allar hliðar. Nú fóru bátsverjar að líta í kringum sig. Ekkert skip var sjáanlegt, enginn reykur er bryti hina hárfínu línu sjóndeildarhringsins. Góða stund horfðu þeir út í geiminn. En loks hvarflaði hugur þeirra aftur að örlaga- trúnni, og þeir litu sljóum augum hver á annan og niður í bátinn. Nú voru þeir reiðu- búnir að beygja sig fyrir sannleikanum í spádómi Keplers, því þeir vissu að öll von um hjálp var úti — þeir gætu aldrei lifað af næstu nótt. En björgun kom — einmitt, er þeir höfðu gefið upp alla von. Það var geysistórt gufu- skip, sem braust fram við sjóndeildarhring- inn og stefhdi í áttina til þeirra, stórt og hrikalegt. Það klauf öldurnar léttilega og nálgaðist óðum. Þeir höfðu varla krafta til að brosa eða á annan hátt láta fögnuð sinn í ljós, er skipið var stöðvað og bát skotið á flot til þeirra. Líf- gjöfum sínum tóku þeir fálega. Eftir marga klukkutíma, er þeir voru farn- ir að hressast, gátu þeir hugsað rökrétt. Þá gátu þeir stoltir litið yfir hið gengna. Þeir minntust þrengslanna í bátnum og hlógu. Hlátri þeirra var beint að Kepler. — Hinn mikli dulspekingur! sagði Trent og gretti sig. Þú sagðir að við mundum deyja saman. { litla bátnum. Áður en vikan liði. Það er eins og ég segi, þetta er hrein- asta rugl og hugarburður með lófaspádóm- inn og því hefi ég alltaf haldið ffam. Hann hló og gerði að gamni sínu. Brad- ford og Lane hlógu einnig. Kepler gat aðeins hrist höfuðið og taut- aði: - Ég skil þetta ekki. Öll táknin voru Kepler hélt áfram að hlæja hinum kalda, nístandi hlátri. - Jæja, svo að þið trúið því ekki sem ég hef sagt? Þið viljið ekki trúa mér! En ég hef á réttu að standa! Og vitið þið hvers vegna? Ég get spáð í lófa og lesið þar allt eins og á opna bók! Lane veit það. Hann veit, hvort ég segi það satt. þarna. Slík tilviljun hlýtur þó að hafa ein- hverja þýðingu. Það hlýtur að vera satt. — Satt? Blessaður hættu nú, skaut Trent inn í. — Viðurkenndu heldur, að þú ert svik- ari, Keplar. Úti í bátnum gastu fengið okkur til að trúa öllu, það var ofur auðvelt! Veistu hvar við erum staddir? Við erum um borð í stærsta, öruggasta, nýjasta og hraðskreiðasta skipi heimsins! Við erum um borð í Titanic!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.