Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 43

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 43
Rafmagn víð sársauka, vöðvabólgu, mígreni og mörgu f leiru NÝJUNG / „Stórir strákar fá raflost“ söng Bubbi einu sinni há- stöfum og þjóðin söng með. Nú er komið á markaðinn hér á landi lítið taeki sem gefúr mönnum reyndar ekki raflost, en stuð þó. Þetta er smágert taeki sem hjálpar fólki að losna við sársauka og spennu í líkamanum - með aðstoð rafmagns. Tækið heitir „Statiquick" og þegar því er strokið yfir sárs- aukasvæði á líkamanum þá verð- ur svæðið fyrir þrýstiáhrifum frá 16 rafskautum sem eru í haus tækisins, sem hvetja líkamas- starfsemina til að vinna gegn sársaukanum. Tækið getur dreg- ið úr sársauka og herpingu vöðva sem orsakast af gigt, bólgum, hálsríg, vöðvakrampa, tognun, höfuðverk svo eitthvað sé nefht og einnig á það að geta bætt einhverja þessara kvilla. Erlendis er tækið notað á mörg- um heilbrigðisstofhunum með góðum árangri. Hvernig virkar þetta undratæki? Þegar því er strokið létt og samfellt ffam og til baka yfir sársaukasvæðið þá ertir það taugaendana í húðinni. Við það framkallast ósjálffáð viðbrögð í líkamanum sem yfirgnæfa strax sársaukann og spennuna og hvetja um leið líkamsstarfsem- ina til að vinna sjálfa gegn sárs- aukanum, sem gerist u.þ.b. 5 mínútum eftir notkun tækisins. Best er að nota tækið strax og sársauka eða spennu verður Tækið gagnast vel þeim sem hættir til að vera spenntir í öxlum, sem oft leiðir til vöðvabólgu, t.d. þeim sem vinna við vélritun og á tölvur, eða prjónaskap. Einnig á þreyta í fótum að hverfa með notkun tækisins. vart, þá er hægt að losna við hvoru tveggja á örfáum mínút- um, en tækið virkar einnig vel á langvarandi verki en þá þarf jafhvel að meðhöndla sársauka- svæðið nokkrum sinnum. Tækið á að geta linað sársauka hvar sem hann kemur ffam á líkam- anum: t.d. þreytu í fótleggjum og baki eftir langa stöðu, sina- drátt og stífhi vegna ofreynslu vöðva, eða vöðvaslysa eins og tognun eða misstig. Einnig get- ur það dregið úr ýmsum kvill- um af völdum húðsjúkdóma, s.s. kláða. Tækið getur jafnvel kom- ið í veg fýrir að menn þurfi að taka lyf, t.d. bólgu- og verkjalyf. í bæklingi sem tækinu fylgir er sagt ffá nokkrum sjúkdóms- tilfellum þar sem læknir í Frakk- landi notaði tækið á sjúklinga sína með góðum og varanlegum árangri. Rúmlega sjötug kona þjáðist af verkjum í báðum hnjám vegna liðabólgu. Hún fór í meðferð tvisvar á dag, 30 sek- úndur í senn, og tók meðferðin 15 daga. Við meðferðina hurfu verkirnir í hnjánum þegar í stað og árangurinn vasöi í 8-10 klst. og eftir 12 daga var allur sárs- auki horfinn. Karlmaður þjáðist af liðagigt aftan á hálsi, sem orsakaði snarpan sársauka og herping á svæðinu. Hann hlaut 10 daga meðferð og við það hvarf allur sársauki. Mörg fleiri dæmi eru tekin sem sanna eiga ágæti tækisins. Greinargóðar leiðbein- ingar fylgja tækinu sem segja til um notkun og meðferð. Notkun tækisins á að vera algjörlega hættulaus en fólki er samt sem áður ráðlagt að nota það ekki til langvarandi meðferðar án sam- ráðs við lækni. „Statiquick" er flutt inn af innflutningsverslun- inni Kristínu á Seltjarnamesi, sími 91-611659. VIKAN 43 UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.