Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 44

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 44
Kvikmynd um framhjáhald er nú sú sem flestir tala um vestur Bandaríkjunum. „Fatal attraction" heitir myndin sem nefha mætti „Lífshættulegt skot“ upp á ís- lensku og segir frá því þegar eiginmaður í lukkulegu hjónabandi laumast til að halda framhjá þegar konan er að heiman. Hjónin hafa verið gift í næst- um tuttugu ár, eiga eina tánings- dóttur barna og frúin og dóttir- in skreppa út í sveit einhverja helgi. Maðurinn hittir þá af til- viljun greinda og skemmtilega konu og á með henni eina nótt. - Fjölmargir karlar hafa hringt í mig og sagt: „Þakka þér fyrir félagi, nú ertu búinn að eyðileggja allt grínið fyrir okkur,“ segir leikstjóri myndar- innar, Adrian Lynne. — Karlmenn eru alltaf að velta því fyrir sér að hressa upp á grámósku hversdagsins með því að verða sér úti um kátan ból- félaga í laumi. Klár boðskapur Karlinn í myndinni heitir Dan. Það er Michael Douglas (sonur gamla Kirks og iíkist föð- ur sínum mjög) sem fer með hlutverk hans. Boðskapur myndarinnar er: Takirðu kyn- ferðislegt hliðarspor, þá tek- urðu þá áhættu að eyðileggja allt þitt líf. Dan í myndinni er hamingju- samlega gifitur - en fellur fyrir freistingunni. Sú heitir Alex (Glenn Close ieikur hana). Hann hafði hugsað sér stutt grín yfir eina helgi, enda hefúr hann ekki meiri tíma fyrir hana. Hún hrífst hinsvegar af honum og vill meira. Og tekur nú að herja á litlu kjarnafjölskylduna sem samanstendur af eiginkonunni Beth (sem Anne Archer leiku*- dótturinni, hundi og kanínu. — Hvernig stendur á því allir áhugaverðir karlmenn eru giftir, spyr Alex þegar þau hitt- ast fyrst. — Þér fínnst þeir kannski bara áhugaverðir vegna þess að þeir eru giftir, segir Dan. Og þegar hann segir henni að hann sé sjálfur hamingjusamlega giftur, spyr hún hvað hann sé þá að- gera þarna með henni. - Við gripum tækiferið þegar það gafst, segir hann, skemmt- um okkur ágætíega. En svo átt Glenn Close sem Alex Forrest í „Lífshættulegt skot“ þú að vera stór stelpa og sjá um þig sjálf, gleyma þessu bara. En Alex vill halda áfram samband- inu eftir að Beth og dóttirin eru komnar í bæinn. Dan fer slæma samvisku og verður elskulegri eiginmaður og faðir en nokkru sinni fyrr. Alex gefst ekki upp. í fyrstu dok- hún álengdar, fylgist með ffamvindu mála, en þegar hún sér að Dan ætlar að ýta henni í burtu breytist ástandið í hrein- an hrylling. Myndin breytist úr ástarvellu í Hitchcock-þriller af bestu gerð. Og myndin er sögð svo vel gerð að venjulegur bíó- gestur þekkir sjálfan sig hér og þar, karlar kannast vel við Dan, konur við ástkonuna ellegar firúna. Alex verður vitanlega óffísk. Og þegar Dan býðst til að borga fýrir fóstureyðingu segist hún enga eyðingu vilja þar eð hún elski föðurinn og sé að auki orðin 36 ára, ekki mörg feri á að verða óífísk aftur. Flestir þeir sem séð hafa myndina taka upp hanskann fýrir Beth. Alex er af flestum tal- in vera hrein kynferðisnorn sem aðeins vill spilla heiðarlegum heimilisfriði. Kvenréttindakon- ur kvarta hins vegar hástöfúm yfir að hinni einstæðu konu í at- vinnulífinu sé lýst sem nánast geðbilaðri blóðsugu — þær líta á konuna sem árás á hina frjálsu konu í atvinnulífinu. En hús- fireyjan er aftur hyllt sem einn af máttarstólpum þjóðfélagsins. Ýmsir gagnrýnendur líta á myndina sem hreint drasl, en aðrir hafa bent á merkilega staðreynd: Leikstjórinn er karl- kyns og hann lýsir eiginmannin- um í myndinni sem næsta veik- lyndum manni sem sé dauð- hræddur við kvenfólk. Það er víst tímanna tákn. (DN) STILLTU Á STJÖRNUNA Stjarnan er stillt á þig. FM 102 og 104 Auglýsingasími 689910 44 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.