Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 29

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 29
Taugasterkur alhfiia skákmaður „Hann er fyrst og fremst mjög yfirvegaður skákmaður og með afbrigðum taugasterk- ur. Það er £átt sem kemur honum úr jafiivægi. Hann hefúr mjög heilbrigðan skákstíl, það er hann leggur aldrei út í tvísýnu á kostnað stöðunnar í skákum sín- um ... Þannig lýsir einn af stórmeist- urum okkar Jóhanni Hjartarsyni sem skákmanni, en í tilefhi af einvígi Jóhanns og Kortsnojs, sem hefst 24. janúar í Kanada, ákváðum við að kryfja aðeins skákmanninn og persónuna Jó- hann Hjartarson. I því sambandi ræddum við við fjölda manns sem kynnst hafa honum bæði í lífl og leik. Jóhann er fæddur 8. febrúar 1963, einbirni, sonur hjónanna Hjartar Magnússonar og Sigur- laugar Jóhannsdóttur. Hann fékk snemma áhuga á skák og eins og hjá svo mörgum öðrum skák- mönnum af sömu kynslóð vakn- aði áhuginn er heimsmeistara- einvígi þeirra Fischers og Spas- skýs var haldið hér í Laugardals- höllinni 1970. Frá þeim tíma fór hann að stunda taflmennsku hjá Taflfélagi Reykjavíkur á Grens- ásveginum og segja má að hann hafi vart átt sér annað áhugamál síðan. Einn æskuvinur Jóhanns segir að hann hafi ávallt verið vel þokkaður í skóla. Hann tranaði sér aldrei lfam þar en var held- ur ekki feiminn, „... að öðru leyti minnist ég þess að hann stundaði aldrei fótbolta eða íþróttir með okkur hinum, hafði óbeit á þeim og taldi þær tíma- sóun ef undan er skilið að stund- um brá hann sér á skíði." Á barns- og unglingsárum sín- um var Jóhann við nám í Álfta- mýrarskóla og er hann kom í grunnskólann þar tefldi hann á fyrsta borði fyrir skáksveit skólans. Hún var mjög sterk á þessum árum, vann til dæmis alltaf Norðurlandamót grunn- skóla. Frá Álftamýrarskóla lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð og þar tefldi hann einnig á fyrsta borði fyrir skáksveitina sem einnig vann stöðugt Norður- landameistaratitilinn á sínu sviði þau ár sem hann var þar að einu undanskildu, en þá gat Jó- hann ekki verið með. Þeim sem þekktu Jóhann á menntaskólaárunum ber saman um að hann hafi verið ósköp venjulegur ungur maður, mjög góður námsmaður með fáa eða enga kæki eða lesti. Helst er það tínt til að hann og Jón L. Árnason höfðu gaman af því að herma eft- ir öðrum skákmönnum, sérstak- lega ef viðkomandi skákmenn voru „týpur“ eða á einhvern hátt frábrugðnir venjulegu fólki. .Jóhann varð strax mjög efni- legur skákmaður á sínum yngri árum en segja má að hann hafi fyrst slegið í gegn í ársbyrjun 1984. í janúar það ár vann hann óvænt hið sterka Búnaðarbanka- skákmót og í febrúar sama ár varð hann efstur ásamt þeim Helga Ólafcsyni og Reshevsky á Reykjavíkurskákmótinu. Þarna kom hann mönnum á óvart og tók stórt og skyndilegt stökk framávið...“ Með sigri sínum á Búnaðar- bankamótinu hlaut Jóhann áfanga að stórmeistaratitli og varð hann þar með sá fyrsti af kynslóð yngri skákmanna til að ná þeim áfanga. Árið eftir, eða 1985, varð hann svo stórmeist- ari en það ár vann hann að því að tryggia sig í sessi sem skák- maður. Árið 1986 tók hann svo aftur gífurlegum framförum, þá um sumarið vann hann til dæm- is Opna breska samveldismótið með töluverðum yfirburðum, hlaut 8 vinninga af 9 möguleg- um. Árangur Jóhanns á síðasta ári ætti svo að vera öllum kunn- ur en segja má að með þátttöku sinni í áskorendaeinvígjunum sé hann kominn í hóp 16 sterkustu skákmanna heims. Alhliða skákmaður Einn viðmælenda okkar sem fylgst hefúr með skáklífi íslend- inga um langan aldur hafði þetta að segja um Jóhann: „Hann er alhliða skákmaður bæði í sókn og vörn en samt má segja að hann sé meiri sóknar- skákmaður en varnar. Hann teflir þannig að hann leggur mikið upp úr því að ná frumkvæðinu strax, og halda því...“ Þegar talið berst að veikleik- um Jóhanns sem skákmanns virðast þeir ekki vera miklir á yfirborðinu. Einn viðmælenda okkar lét þess þó getið að ákveð- in brotalöm væri til staðar í skákstíl Jóhanns eins og glögg- lega hefði komið frarn á hinu sterka móti í Júgóslavíu fyrir síð- ustu áramót, „ ... þar springur hann í restina er hann fér mót- byr eftir góða byrjun. Hann fer í „pattstöðu" og hún nagar hann það sem eftir er mótsins. Helgi Ólafcson er til dæmis ffægur fyrir þennan veikleika. Þetta á til að koma fyrir Jóhann en það þarf náttúrlega ákveðna reynslu til að halda jafnvæginu gegn sterkum skákmönnum...“ Mikill innri styrkur Þegar talið berst að persónu- leikanum Jóhanni Hjartarsyni er fátt sem sker hann úr hinu al- menna móti, a.m.k. hvað ytri hlið hans snertir. Allir sem við rædd- um við sögðu hann þægilegan í umgengni og blátt áffarn. „ .. .Jóhann er mjög stabíll og ágætispiltur, alveg til fyrirmynd- ar. Hann er þar að auki alveg hrekklaus ef svo má að orði komast...“ Eins og við gátum um í upp- hafl ber öllum saman um að Jó- hann búi yfir miklum taugastyrk við skákborðið, eða miklum innri styrk sem erfitt er að koma auga á án þess að sitja á móti honum við skákborðið og þessi styrkur, sem hefúr fleytt honum yfir margan erfiðan hjallann á skákferli hans, gæti raunar orðið leynivopn Jóhanns í baráttunni gegn Kortsnoj, því atriði sem þetta geta hæglega valdið úrslit- um þegar einvígið er svona stutt, aðeins sex skákir. Einn viðmælenda okkar sem þekkir Jóhann vel sagði að auk þess að vera þægilegur í viðmóti tæki hann lífinu yfirleitt létt, þannig hefði ekkert borið á stressi hjá honum þessar síðustu vikur er á undirbúningi fyrir ein- vígið stóð eins og búast hefði mátt við. Hann bætti því síðan við að svipað og hjá öllum okkar bestu skákmönnum væri húm- orinn hjá Jóhanni í lagi, svona á góðum stundum. - FRI VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.