Vikan


Vikan - 21.01.1988, Side 49

Vikan - 21.01.1988, Side 49
Ríkissjónvarpið kl. 21.25. Grace Kelly. ( þessari bandarísku fræðslumynd er fjallað um lífshlaup leikkonunnar sem var dáðasta leikkona Bandaríkj- anna þegar hún varð prinsessa yfir Mónakó og hætti kvikmyndaleik. Sýnd verða brot úr myndum sem hún lék í auk þess sem spjallað verður við nokkra samstarfsmenn hennar f kvikmyndaheimin- um, eins og James Stewart og Alec Guinness. RÚV. SJÓNVARP 17.55 Ritmálsfréttir. 18.00 Töfraglugginn. Endursýndur þáttur frá 20.1. 18.50 Fréttir/táknmáls- fréttir. 19.00 Iþróttir. Umsjónar- maður: Samúel Örn Erlingsson. 19.30 George og Mildred. Fjórtándi þáttur af fimmtán í flokknum um þessi öndvegishjón. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Kvöldstund með Matthíasi Jóhannessen. Umsjónarmaður: Guðb- randur Gíslason. Upptaka: Hilmar Odsson. 21.25 Grace Kelly: Ameríska prinsessan. Bandarísk heimildamynd um Grace Kelly, Holly- woodleikkonuna sem giftist Rainier prins af Mónakó þegar stjarna hennar skein sem skærast í kvikmyndaheiminum. 22.25 Gestir frá Síríusi. Finnsk mynd um ungan mann sem snýr heim aftur til fæðingarþorps síns eft- ir sukksamt líf í erlend- um stórborgum þar sem vinkona hans lét lífið vegna ofneyslu eiturlyfja. 23.35 Útvarpsfréttlr í dagskrárlok. STÖÐ II 16.25 Lífsmark. Vital Signs. Ungur læknissonur fetar í fótspor föður síns. Hvorugur þolir þó álagið sem fylgir starfinu og freistast til notkunar vímugjafa. Aðalhlutverk: Edward Asner, Gary Cole og Kate MaNeil. 17.55 Hetjur himingeims- ins. Teiknimynd. 18.15 Handknattleikur. Umsjón: Heimir Karlsson. 18.50 Fjölskyldubönd. Alex styður vin sem upp- götvar að hann hefur ver- ið ættleiddur og hjálpar honum að leita móður sinnar. 19.19 19:19. 20.30 Sjónvarpsbingó. Bingó þarsem áhorfendur eru þátttakendur og glæsilegir vinningar í boði. Símanúmer sjón- varpsbingósins er 673888. 20.45 Dýrall'f í Afrfku. Fræðsluþættir um dýralíf Afríku. I þessum þætti fáum við að kynnast þef- köttum. 21.10 Vogun vinnur. Framhaldsmyndaflokkur í tíu þáttum. 7. þáttur. Dauðsfall í Catani fjöl- skyldunni veldur þungum áhyggjum. 22.00 Dallas. 22.45 Hnefaleikarinn Dempsey. Dempsey. Jack Dempsey ákveður að leggja heiminn að fótum sér sem hnefaleikari. Ó- þreytandi barátta hans kemur honum á toppinn en ekki er allt gull sem glóir, og Jack borgar frægð sína og frama dýru verði. Aðalhlutverk: Treat Williams, Sally Kellerman og Sam Waterston. 00.30 Dagskrárlok. RÚV. SJÓNVARP 17.55 Ritmálsfréttir. 18.00 Bangsi bestaskinn. Fjórði þáttur af tuttugu og sex. 18.30 Á háskaslóðum (Dangerbay). 1. þáttur. 18.50 Fréttir/táknmáls- fréttir. 19.00 Poppkorn. Tónlistarmyndbönd leikin og aðaláherslan lögð á islenska flytjendur. Umsjónarmaður: Jón Ólafsson. 19.30 Matarlyst. Sjón- varpsáhorfendum kynnt hvernig á að matreiða áhugaverða og Ijúffenga rétti. Umsjónarmaður er Sigmar B. Hauksson. 19.50 Islenskir sögustað- ir. 4. þáttur af 20. Þessi þáttur var áður á dagskrá 23. þessa mánaðar. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Galapagos. Galapagoseyjar - Líf um langan veg. Nýr breskur náttúrulífsmyndaflokkur í fjórum þáttum um sér- staett dýra- og jurtaríki á Galapagoseyjum. Þriðji Þáttur. 21.25 Umræðuþáttur. 22.05 Arfur Guldenburgs. Lokaþáttur í þessum Þýska framhaldsmynda- flokki um ævi og ástir Guldenburgsættarinnar. 22.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð2kl. 16.30. Afturtil framtíðar. Ein alvinsælasta gaman- og ævintýramynd síðustu ára með Michael J. Fox í aðalhlutverki. Myndin fjallar um ungling sem ferðast aftur f tfmann og lendir upp á milli for- eldra sinna þegar þau eru að kynnast. Pottþétt skemmtun sem óhætt er að mæla með. STÖÐ II 16.30 Aftur til framtíðar. Back to the Future. Spenn- andi ævintýramynd um ungan dreng sem með aðstoð uppfinninga- manns ferðast aftur í tím- ann og hittir verðandi foreldra sína í tilhugalíf- inu. Aðalhlutverk: Micha- el J. Fox, Christopher Lloyd og Lea Thompson. Leikstjóri: Robert Zemeck- is. 18.20 Max Headroom. Viðtals- og tónlistarþáttur í umsjón sjónvarpsmanns- ins vinsæla Max Hea- droom. 18.45 Líf og fjör. Fræðslu- myndaþáttur í léttum dúr um ýmsar áhugaíþróttir. 19.19 19:19 20.30 Ótrúlegt en satt. Gamanmyndaflokkur um unga stúlku með óvenju- lega hæfileika sem oft orsaka spaugilegar kring- umstæður. 20.55 íþróttiráþriðjudegi. Iþróttaþáttur með blönd- uðu efni. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 21.55 Sherlock Holmes í New York. Erfitt sakamál verður til þess að leiðir Sherlock Holmes liggja til Nýja heimsins. Aðalhlut- verk: Roger Moore, Patr- ick Macnee, Charlotte Rampling og John Huston. Leikstjóri Boris Sagal. 23.30 Hunter. Dee Dee er stödd í New Orleans þegar hún kemur auga á lög- fræðing sem átti að hafa framið sjálfsmorð fyrir hálfu ári. Dee Dee og Hunter er falin rannsókn málsins. 00.15 Horfinn sporlaust. Into Thin Air. Ungur drengur hverfur og fjöl- skylda hans hefur ör- væntingarfulla leit. Mynd- in lýsir vanmætti og ör- væntingu fjölskyldu drengsins og áhugaleysi lögreglunnar. Þau ráða einkaspæjara til að finna soninn og er símtal drengsins frá Nebraska eina vísbendingin sem hann hefur að styðjast við. Aðalhlutverk: Ellen Burstyn, Robert Prosky, Sam Robards og Tate Don- ovan. 01.50 Dagskrárlok. f Æb y VIKAN 49 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR MANUDAGUR 25. JANÚAR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.