Vikan


Vikan - 21.01.1988, Side 38

Vikan - 21.01.1988, Side 38
Samkvæmt „áreiðanlegum" fréttum National Examiner birt- ist draugur Sharon Tate nú á hverri nóttu í klefa fjöldamorð- ingjans Charles Manson í San Quentin fangelsinu. „Þetta er hið fúrðulegasta sem ég hef séð,“ segir einn fangavarðanna. „Ég heyri Man- son öskra og gráta á hverri nóttu." Þessi vörður og aðrir stað- hæfa að þeir hafi margoft séð draug Tate á sveimi í klefa Mansons, hann kemur fram í sterku ljósi en greina má útlínur ljóshærðrar konu í því. „Hún hvíslar að Charlie. Draugurinn virðist næstum því vera að skamma hann fyrir það sem hann gerði. Manson svarar draugnum ekki en þegar líður að lokum heimsóknarinnar bið- ur hann drauginn um að fyrir- gefa sér.“ Charles Manson á ekki sjö dagana sæla í fangelsi þar sem draugur Sharon Tate heimsækir hann á hverri nóttu. Samkvæmt frásögn fangavarð- anna eru nokkrir mánuðir síðan tók að bera á draugnum í klefan- um og nokkrum sinnum hefur hann birst með barn í fanginu en Sharon Tate var sem kunnugt er vanfær þegar Manson og gengi hans myrtu hana ásamt öðru fólki árið 1969. Draugur Sharon Tate angrar Manson Tannpínan sem drap 25000 manns Sársaukafull tannpína varð um 25000 manns að bana í myrkviðum Afríku á síðustu öld. Tannpínan sem hér um ræðir hrjáði drottningu Uganda, Namasold, sem því miður komst ekki undir hendur tannlækna þar sem þeir voru ekki til staðar þarna á þessum tíma. Töfralæknar drottningarinnar sem stunduðu hana gátu ekki læknað tannpínuna og því ætl- aði drottningin að láta drepa þá. Þeim tókst hinsvegar að sann- færa hana um að sársaukinn væri vegna synda þegna hennar og lét hún þá umsvifalaust drepa 25.000 þeirra. Þegar það dugði ekki til voru allir töffalæknarnir hálshöggnir og höfúð þeirra sett á stjaka. Blóðsugur í Hvíta húsinu ATT EÐA. ■ ./ Dr. Stephen Kaplan sem ku vera fremsti blóðsugu- fraeðingur (vampirology) í heiminum segir að hundruð blóðsuga vinni fyrir ríkis- stjóm Bandaríkjanna, allt frá lágtsettum embættismönn- um upp í starfsmenn Hvíta hússins. „Almenningur á rétt á að vita ef það eru vampýrur í Hvíta hús- inu. Það varðar við þjóðar- öryggi," segir doktorinn. Dr. Kaplan er forstjóri Vam- pire Research Center í New York og hefur hann varið síð- ustu 16 árum ævi sinnar í að rannsaka þessi mál. Hann segir að stofnun sín sé tilbúin, verði þess óskað, að athuga hvort forsetaframbjóðendur séu blóð- sugur. Samkvæmt honum er ekki hægt að lækna þennan ó- fögnuð en hinsvegar er hægt að hafa stjórn á ástríðu þeirra. f viðtali við Washington Post sagði Kaplan: „Þær ganga ekki um með stórt V á brjóstinu. Þær eru aðeins öðruvísi en fólk er flest en erfitt er að þekkja þær.“ VERÐ> LAUNA- I HAFAR ’ Eftirtaldir hlutu verðlaun fyrir krossgátulausnir nr. 47: 1. verðlaun, 1000 krón- ur, hlaut Þóra Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 2, 660 Reykjahlíð; 2. verðlaun, 750 krónur, hlaut Rannveig G. Ágústs- dóttir, Kleppsvegi 48, 105 Reykjavík og 3. verðlaun, 500 krónur, hlaut Dóra Tryggvdóttir, Hamrahlíð 30, 690 Vopnafirði. Lausnarorð: LAUGARVATN Þrátt fyrir galla á krossgát- unni að þessu sinni bárust fjölmargar lausnir. Eru þátt- takendur beðnir velvirðing- ar á mistökunum sem urðu. 38 VIKAN UTANÁSKRIFT: VIKAN, krossgáta, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.