Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 14

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 14
ópu líklega frá því um miðja 17. öldina og líklega hefur kaffi- drykkja breiðst út um Evrópu frá Vín í Austurríki, en þarlendir kynntust kaffinu af Tyrkjum. Sagan segir að fyrir nokkur hundruð árum hafl arabískur kaupmaður verið á ferð í Eþíóp- íu og var honum boðinn heitur drykkur við bál eitt; þessi drykk- ur var kaffl. Arabanum fannst hann hressast allur við drykkinn og líkaði vel áhrifin sem hann veitti -svo vel að hann tók með sér nokkrar kaffiplöntur til heimalandsins og aðrir Arabar voru ekki lengi að komast á bragðið, enda eru þeir þekktir sem miklir kaffidrykkjumenn. Arabískir kaupmenn hafa það fyrir sið að bjóða viðskiptavin- um sínum upp á kaffibolla og þykir dónaskapur að neita því kostaboði. En arabískt kaffi er ekki alveg eins og kaffið sem við drekkum hér og því dálítil þrekraun að koma niður fyrsta kaffibollanum. Kaffið er sérlega fínmalað og það yfirleitt bragð- bætt með múskati. Þegar ar- abískt kaffi er lagað þá er það sett í lítinn pott eða könnu ásamt ffemur litlu magni af vatni og þetta síðan soðið saman. Sykri er blandað út í soðninguna og útkoman er afar þykkur og bragðmikill kaffi- drykkur sem drukkinn er úr pínulitlum bollum sem einna helst minna á eggjabikara — og fyrir óvana er ágætt að bollarnir eru ekki stærri, en því oftar sem arabískt kaffi er drukkið því betra er það. Tyrkir höfðu Vínarborg á valdi sínu á árunum í kringum 1680 og þá kynntust borgarbú- ar kaffidrykkju. Að vísu héldu þeir í fyrstu að kafifibaunirnar væru kameldýraspörð og eng- inn vildi þessar svörtu baunir, en Austurríkismaður sem þekkti vel til Tyrklands vissi betur og þegar tókst að hrekja Tyrkina á brott þá hirti hann kaffisekkina þeirra og opnaði kaffihús. Síðan hefúr verið talað um hann sem upphafsmann kafifihúsamenn- ingar Vínarborgar. Til Norður- 14 VIKAN - notalegur vinur í kuldnnum landanna er talið að kafifið hafi borist einhvern tíma á árunum 1645-1725 en eins og fyrr seg- ir varð það ekki vinsælt fyrr en um 1800. Kaffi í stað brennivíns Þá var áfengisneysla íbúa Norðursins orðin veruleg og til vandræða. Kirkjan hóf þá her- ferð og hvatti fólk til að drekka kaffi í stað áfengis, þannig að segja má að það sé vegna kirkj- unnar — og án efa hefur lofitslag- ið haft sitt að segja - sem kaffið hefur orðið þjóðardrykkur Norðurlanda. Guðhræddir Norðurlandabúar fóru að sjálf- sögðu að fyrirmælum kirkjunn- ar en áttu erfitt með að segja al- veg skilið við brennivínið. Á Jótlandi tóku menn það til ráðs að setja tíeyring á botninn á kaffibolla og helltu kaffi út í þar til ekki sást í eyrinn lengur, síð- an helltu þeir brennivíni í þar til kaffið varð nógu ljóst til að grillti í tíeyringinn og þá var kafifið orðið eins og þeir vildu hafa það. En til að vera alveg vissir um að kirkjunnar menn kæmust ekki á snoðir um uppá- tækið þá settu þeir jafhvel þeytt- an rjóma yfir því þá var ekki nokkur leið að finna lyktina af brennivíninu! Þú velur kaffibaunimar og Sigmundur í Te og kafflbúðinnl malar þær fyrir þig. Nýmalað Kaffidrykkir birtast semsagt í ýmsum myndum en þar með er ekki sagan sögð því nokkrar mismunandi gerðir eru til af kaffibaunum og síðan fer það eftir því hvort þær eru riiikið eða lítið brenndar hvernig kafif- ið bragðast. Yfirleitt er kaffi selt innpakkað hér á landi og menn verða að þekkja tegundirnar tii að fá það kafifi sem þeir kjósa. Flestir hafa þurft að læra af reynslunni og prófað margar kalfitegundir áður en þeir fúndu þá sem þeim líkaði. Einu sinni var hægt að láta maia baunir fýr- ir sig í verslunum og fá þá kaffi sem var raunverulega nýmalað, en ekki bara nýmalað, eins og skrifað er á suma kaffipakkana. Þó er ein verslun í borginni þar sem þetta er hægt ennþá: Te og kafifibúðin á Laugavegi 24. Þar eru tvær forláta kaffikvarnir sem eigandinn snurfúsaði til þannig að þær eru eins og nýjar og í þeim er hægt að fá malaðar þær kafifibaunir sem maður hefúr valið sér. Úr nokkrum gerðum er að velja, t.d. Mokka og Old Java sem eru kaffitegundir frá Indónesíu og þegar hellt er upp á þessar gerðir fæst „mýkra“ kaffi en það seni lagað er úr Kenya, Columbia eða Santos kaffi. Einnig er hægt að fá þarna kaffigull sem er sérstök blanda verslunarinnar. Líklega er hægt að fá allar þessar gerðir, nema þá síðasttöldu, í pökkum í mat- vöruverslunum en það er óneit- anlega dálítið skemmtilegra að fá að skoða og lykta af ómöluð- um baununum og velja þá teg- und sem ilmar best. Kaffið gott - en óhollt? Margir halda því fram að kafif- ið sé óhollt og því til sönnunar var börnum yfirleitt bannað að drekka kaffi: „Þá hættirðu að vaxa“, var sagt við börnin. Þó voru alltaf til góðhjartaðar gaml- ar konur sem leyfðu okkur krökkunum að fá sætt kaffi í glasi sem út í var sett mikil mjólk og síðan var kringlum eða tvíbökum dýft út í. Að minnsta kosti ætlum við ekkert að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.