Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 37
Svör:
1. RÉTT. i fitu er tvisvar sinnum meira
magn af hitaeiningum en eru í próteini og
kolvetni.
2. RANGT. Þessir náttúrlegu sætugjafar eru
jafn hitaeiningaríkir og sykur.
3. RANGT. Það er ekki hægt að grennast
með því gera æflngar á ákveðnum líkams-
hlutum.
4. RÉTT. Fita er mæld eftir því hversu hlut-
fallslega mikið er af henni á líkamanum.
Fyrir konur er hæfilegt að magnið sé um
20-22%, en 15% hjá körlum.
5. RANGT. Þú þarfhast fjölbreyttrar fæðu
þar sem heildarhiteininganotkunin yfir dag-
inn inniheldur um 60-65% kolvetni, 20-
25% fitu og aðeins 10-15% prótein.
6. RANGT. Þú þyngist aldrei meira en um
hálft kíló af því að borða hálft kíló af ein-
hverju.
7. RANGT. Til að halda sér í formi með því
að stunda eróbikk þá nægir að gera æfingar
15 mínútur á dag, þrisvar í viku.
8. RÉTT. Erfiðar æfingar gera það að verk-
um að gengið er á fituforða líkamans og
vöðvarnir styrkjast — verða þyngri og þétt-
ari og þú grennist án þess að vigtin breytist.
9. RANGT. Báðar þessar íþróttaæfingar
gera það að verkum að líkaminn notar um
900—1000 hitaeiningar á klukkustund.
10. RÉTT. Flestar konur fitna á þessum stað
líkamans fyrst. Síðan á mjöðmum, maga og
efri hluta líkamans. Þegar þær grennast ger-
ist það vanalega í öfugri röð, þannig að fitan
á lærunum hverfur seinast.
11. RÉTT.
12. RÉTT OG RANGT. Þetta er besta leið-
in til að móta líkamann en þessar æfingar
brenna aðeins um 300—400 hitaeiningum.
13. RÉTT.
14. RÉTT fyrir konurnar, en til þess að
megrunin beri virkilegan árangur ættu karl-
menn ekki að neyta meira en 1500 hitaein-
inga.
15. RÉTT (hafa ýmsar skoðanakannanir
sýnt.)
Rétt svör:
10-15: Frábært, haltu áfram á sömu braut.
8-10: Mjög gott.
5-9: Sæmilegt, þú ert að reyna. Farðu í líl^
amsræktartíma eða í Línuna.
4 eða færri: Lélegt. Nú þarf að kaupa sér
kort sem sýnir hitaeiningamagn fæðunnar
og fara í stranga líkamsrækt.
PIHIIHI |I||HH tHlbili
Gmgié Hi að haUaykkwí hmi
Var það ekki I dag sem þú ætlaðir að
byrja á gönguæfingaprógramminu
þínu? Það er ekki of seint að byrja; það
er aldrei of seint að fara að stunda lík-
amsrækt.
Eldra fólk sem er í góðu formi, hreyfir sig
álíka mikið og þeir sem eru 20-30 árum
yngri og sitja mikið. Það þýðir að kona um
sjötugt í góðu líkamlegu ásigkomulagi getur
gengið jafhlangt eða lengra en 45 ára gömul
kona sem vinnur á skrifstofu og hreyfir sig
lítið.
Ef það er í dag sem þú ætlar að byrja á
gönguferðum til líkamsþjálfunar þá eru hér
nokkur heilræði:
Settu þér takmark, skráðu hjá þér hvernig
gengur og lofaðu sjálfum/sjálfri þér verð-
launum að viku lokinni. (Og efhdu loforð-
ið!).
Fyrsta skrefið er að útbúa tveggja vikna
áætlun. Efst gæti staðið: Ég ætla að ganga í
fimm mínútur á hverjum degi þessa viku. Ef
þú ert við góða heilsu og þér finnst fimm
mínútur of lítið hafðu þær þá tíu.
Næst skaltu skrifa: í verðlaun fyrir fæ
ég...
Veldu þér eitthvað sem þig langar í, en
ekki mat eða að fara út að borða.
Verðlaunin ættu að vera eitthvað alveg
sérstakt: Kaupa eitthvað - nýjan fatnað,
plötu eða fara og láta laga á þér hárið. Eða
fara á einhvern skemmtilegan stað - stutt
ferðalag, á fótboltaleik, í sund eða í heim-
sókn til einhvers sem þú hefur ekki séð
lengi.
í hvert sinn sem þú ferð í gönguferð
merktu þá inn á áætlunina þann tíma sem
þú varst í gönguferðinni. Vertu ekki lengur
í byrjun en þú ætlaðir þér, þá eru meiri lík-
ur á að þú haldir áætlunina. Það er mjög
algengt hjá byrjendum að byrja með mikl-
um látum og yfirkeyra sig á æfingum strax í
byrjun þannig að úr dregur eftir því sem líð-
ur á vikuna og að lokum leggjast gönguferð-
irnar. af.
Gönguferðir geta verið erfiðar fyrir gam-
alt fólk á veturna þegar allra veðra er von og
hálka er úti, en þá er hægt að ganga inni.
Gangið um herbergið, eftir göngunum, upp
og niður stigana og lífleg tónlist gerir
gönguferðina skemmtilegri.
Verðlaunin eiga að vera
eftirsóknarverð
Gangtu hægt fýrstu tvær mínúturnar, til
að hita upp, auktu síðan hraðann en hægðu
á þér þegar líður að lokum ferðarinnar.
Einnig geturðu gert teygjuæfingar fýrir og
eftir gönguferðina, til að hita upp fyrir og
slaka á. Gott er að hita upp inni þegar vöðv-
arnir eru afslappaðir, áður en lagt er af stað
í gönguferð t köldu veðri.
í vikulok færðu verðlaunin, jafnvel þó þér
hafi ekki tekist að halda tímaáætlun þá
fáerðu verðlaun fyrir að hafa haldið þig við
áætlunina.
Settu þér að ganga að minnsta kosti 20
mínútur á dag, fimm til sex sinnum í viku.
Eftir hálft ár eða ár með þessu áffamhaldi
ertu án efa reiðubúin(n) að auka tímann og
fjarlægðina. Nú er góður tími til að byrja á
stuttum gönguferðum og vera kominn í
gott form í sumar til að fara í langar, góðar
gönguferðir í miðnætursólinni!
VIKAN 37