Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 51

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 51
Fyrsta eiginmanni sínum, David Ford, giftist Cybill 1978 og skildi við hann 1982. pressan ve'it ekki — sem við Bruce gerðum okkur reyndar ekki grein fyrir sjálf fyrr en fyrir stuttu — er að í hvert sinn sem við leikum í atriði þar sem við eigum að rífast, þá virðumst við alltaf lenda í riffildi á undan; næstum eins og það væri hluti af undirbúningnum. En við sætt- umst alltaf á eftir og það er vegna þess að okkur þykir vænt hvoru um annað.“ Cybill feddi Clementine án þess að vera svæfð eða gefin sprauta þannig að hún fylgdist með feðingunni allan tímann og Dóttir Cybill, Clementine, í heimsókn hjá mömmu sinni í vinnunni. Rétta hlutverkið fyrir Cybill: fulfkomni einka- spæjarinn Madd- le Hayes. Með henni á mynd- inni er samleik- ari hennar í þáttunum Bruce Willis. langaði til að feða tvíburana á sama hátt ef það væri hægt. Erf- iðast var að finna lækni sem vildi leyfa henni að fæða þannig og spítala þar sem ljósmæður voru að störfum, en í fyrri feð- ingu var það Ijósmóðir sem hjálpaði við fæðinguna og Cybill vildi fá þannig hjálp aftur. Það gekk illa að flnna spítala og lækni; allir vildu taka tvíburana með keisaraskurði. „Þeir sögðu allir við mig að það væri ekki hægt að fæða tvíbura á eðlilegan hátt, en það sögðu þeir bara af því þeir vildu ekki taka áhætt- una sjálfra sín vegna.“ Það tók Cybill um 30 klst. að fæða Clem- entine og í lokin kom til tals að taka barnið með keisaraskurði, en frá því var horfið. Cybill fékk mænudeyfingu síðustu 40 mín- úturnar, en að öðru leyti ekkert til að lina sársaukann. Fyrir feðinguna sagði Cybill: „Þetta hlýtur að verða auðveld- ara núna — og tekur vonandi styttri tíma! Ég hef engar áhyggjur og ef ég þarf á svæf- ingu að haida þá verður bara að hafa það.“ Hún þyngdist um 22 kíló og átti orðið mjög erfitt um gang. „Mér fannst ég þurfa hjól- börur til að geta hreyft mig úr stað. Og ég var með svo slæman brjóstsviða að mér fannst vanta eitthvað enn sterkara orð yfir þetta. Að lokum var ég orðin þannig að mér fannst ég ekki geta andað því börnin tóku svo mikið pláss og þrýstu á lungun.“ Gleymdi að setja nafn læknisins á listann Þegar stóra stundin rann upp þá var þetta engin venjuleg fæðing. Um klukkan eitt að nóttu þann 6. október síðastlið- inn var hálf hæðin á fæðingar- deild nýrrar læknamiðstöðvar í miðborg Los Angeles fúll af að- standendum Cybill og Bruce: Þau tvö, Celmentine, barnfóstra hennar, Myrtle Boon, móðir Cybill og stjúpfaðir, feðingar- læknirinn, tvær ljósmæður, þrjár hjúkrunarkonur. Fæðingarstof- an, þar sem legan kostaði 750 dollara á dag, var í bleikum og lilluðum litum en hinir fjöl- skyldumeðlimirnir voru í her- berjum annars staðar á hæðinni. Frammi á gangi var Robert Cabral á 24 tíma vakt, en hann er persónulegur lífvörður Cybill. Hún hafði útbúið Iista yfir fólk sem hleypa mátti inn til hennar og hafði gleymt að skrifa nafn feðingarlæknisins á listann þannig að fýrst í stað átti hann í erfiðleikum með að fá að kom- ast til leikkonunnar. Blaðaljósmyndararnir plataðir Fæðingin tók ekki nema tólf tíma að þessu sinni og Cybill tók ekki svo mikið sem eina magnyltöflu við verkjunum. Hún eignaðist myndarlegan dreng og stúlku sem heita Molly Ariel og Cyrus Zachariah Shep- herd-Oppenheim, kölluð Ariel og Zach. Það var hálfgerður skrípaleikur þegar fjölskyldan yfirgaf spítalann eftir að Cybill hafði verið þar í fjóra daga. Þau vildu reyna að forðast blaða- ljósmyndarana og því var ljós hárkolla sett á eina hjúkrunar- konuna og hún fór út um fram- dyrnar í hjólastól sem bróðir, Cybill ýtti, með handklæði vafin innan í teppi undir sitt hvorum handleggnum. Bragðið heppn- aðist, nema hvað örfáum Ijós- myndurum sem falið höfðu sig í nærliggjandi byggingum tókst með nærlinsum að ná myndum af Cybill, Bruce og tvíburunum þar sem þau læddust út um bak- dyrnar á meðan. Cybill er með börnin á brjósti og gefúr þeim yfirleitt báðum í einu: „Svo ég sé ekki að gefa all- an daginn — sem ég er reyndar að hvort sem er! Mér finnst yndislegt að geta verið með þau á brjósti, en það er áreiðanlega ein besta reynsla sem maður verður fýrir í lífinu." Að sjálf- sögðu fylgir því mikil vinna að eiga tvíbura - jafnvel þó báðir foreldrar taki þátt í starfinu: „Ég er fegin að við eignuðumst ekki þríbura," segir Cybill. „Það er nóg að eiga börn sem gráta í stereó." Foreldrarnir hafa þó ekki misst kímnigáfúna og bregðast vel við þeim sögum sem um þau og börnin ganga. Bruce heyrði ffétt hjá einum sjúklinga sinna um það að tví- burunum hefðu boðist milljón dollarar fyrir að leika í sjón- varpsauglýsingu en boðinu hefði verið hafnað. Þegar hann kom heim talaði hann yfir hausamótunum á litlu englun- um sínum og skammaði þá fyrir að hafna svona góðu boði. Hann hefði nú átt skilið að fá ein- hverja umbun fýrir allar vöku- næturnar. Bruce hefúr minnkað við sig vinnuna til að geta annast börn- in með Cybill og einnig reyna þau að gefa Clementine nægan tíma, því það er erfitt fyrir litla átta ára stelpu sem ffarn að þessu hefúr verið einbirni að eignast allt í einu tvö systkini. Álagið á Cybil og Bruce sjálf hef- ur verið mikið undanfarið og þau eru einnig að reyna að nota tímann vel og endurnýja eigið samband. Cybill verður líka að nota tímann til að komast í form eftir barnsbjurðinn. Hún er í megrun og syndir og æfir í 90 mínútur á hverjum degi. Hún á enn effir að missa nokkur kíló áður en hún fer aftur að leika í „Moonlighting" í janúar. Sögu- sagnir herma að hún hafi ætlað að hætta að leika í þáttunum eft- ir að börnin feddust og aðspurð þá svarar hún: „Ég var alvarlega að hugsa um það... en ég held ég sé betri móðir af því ég vinn úti. Ég væri aldrei ánægð ef ég væri heima allan daginn. Ég nýt stundanna heima miklu betur þegar ég vinn Iíka.“ Aftur á móti kemur hún til með að taka hluta af heimilinu með sér í vinnuna, því hún verður með eins konar barnaherbergi á hjólum við hliðina á búningsklefanum sínum. Fyrir Maddie Hayes er “Moonlighting" lífið, en fyrir Cybill Sheperd er það mjólk, bleyjur og ælulykt í fötunum. Redbook, People/B.K. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.