Vikan


Vikan - 21.01.1988, Qupperneq 35

Vikan - 21.01.1988, Qupperneq 35
kominn dagur. Á skömmum tíma létti þok- unni og sólin braut sér leið ofan að haf- fletinum, og vindurinn feykti skýjabólstrun- um langt út í himingeiminn. Haf á allar hliðar. Nú fóru bátsverjar að líta í kringum sig. Ekkert skip var sjáanlegt, enginn reykur er bryti hina hárfínu línu sjóndeildarhringsins. Góða stund horfðu þeir út í geiminn. En loks hvarflaði hugur þeirra aftur að örlaga- trúnni, og þeir litu sljóum augum hver á annan og niður í bátinn. Nú voru þeir reiðu- búnir að beygja sig fyrir sannleikanum í spádómi Keplers, því þeir vissu að öll von um hjálp var úti — þeir gætu aldrei lifað af næstu nótt. En björgun kom — einmitt, er þeir höfðu gefið upp alla von. Það var geysistórt gufu- skip, sem braust fram við sjóndeildarhring- inn og stefhdi í áttina til þeirra, stórt og hrikalegt. Það klauf öldurnar léttilega og nálgaðist óðum. Þeir höfðu varla krafta til að brosa eða á annan hátt láta fögnuð sinn í ljós, er skipið var stöðvað og bát skotið á flot til þeirra. Líf- gjöfum sínum tóku þeir fálega. Eftir marga klukkutíma, er þeir voru farn- ir að hressast, gátu þeir hugsað rökrétt. Þá gátu þeir stoltir litið yfir hið gengna. Þeir minntust þrengslanna í bátnum og hlógu. Hlátri þeirra var beint að Kepler. — Hinn mikli dulspekingur! sagði Trent og gretti sig. Þú sagðir að við mundum deyja saman. { litla bátnum. Áður en vikan liði. Það er eins og ég segi, þetta er hrein- asta rugl og hugarburður með lófaspádóm- inn og því hefi ég alltaf haldið ffam. Hann hló og gerði að gamni sínu. Brad- ford og Lane hlógu einnig. Kepler gat aðeins hrist höfuðið og taut- aði: - Ég skil þetta ekki. Öll táknin voru Kepler hélt áfram að hlæja hinum kalda, nístandi hlátri. - Jæja, svo að þið trúið því ekki sem ég hef sagt? Þið viljið ekki trúa mér! En ég hef á réttu að standa! Og vitið þið hvers vegna? Ég get spáð í lófa og lesið þar allt eins og á opna bók! Lane veit það. Hann veit, hvort ég segi það satt. þarna. Slík tilviljun hlýtur þó að hafa ein- hverja þýðingu. Það hlýtur að vera satt. — Satt? Blessaður hættu nú, skaut Trent inn í. — Viðurkenndu heldur, að þú ert svik- ari, Keplar. Úti í bátnum gastu fengið okkur til að trúa öllu, það var ofur auðvelt! Veistu hvar við erum staddir? Við erum um borð í stærsta, öruggasta, nýjasta og hraðskreiðasta skipi heimsins! Við erum um borð í Titanic!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.