Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 8

Vikan - 04.05.1989, Page 8
T0I1LI5T in hét Plútó. Sem síðar breyttist í Plúdó og síðan í Lúdó eftir hæstaréttardóminn um- deilda. Sagt er að enn sé vitnað í þennan Plúdódóm við kennslu í lagadeild Háskól- ans sem einn af umdeildum dómum hæsta- réttar. Fljótt vinsælir „Við höfðum fljótlega mikið að gera og spiluðum hvað oftast á Akranesi. Síðan lá leiðin í Vetrargarðinn þar sem við spiluð- um reglulega, fyrst tvisvar í viku en síðan fimm sinnum. Við vorum eitt ár í Vetrar- garðinum en á þessum árum voru Þórskafifl og Vetrargarðurinn helstu dansstaðirnir. En skyndilega kom nýr dansstaður til sög- unnar í Reykjavík sem átti efitir að verða vinsæll. Þetta var Storkklúbburinn við hliðna á Fríkirkjunni sem síðar hlaut nafnið Glaumbær. Við í Plútó vorum ráðnir til að spila í Storkklúbbnum ásamt hljómsveit Finns Eydal. Við spiluðum niðri en Finnur uppi. Storkklúbburinn tók upp þá ný- breytni að fá hingað til lands ffæga erlenda skemmtikrafta eins og hljómsveitina Los Paraguaios sem var heimsfræg fyrir suður- ameríska tónlist. Þessi staður varð geysi- vinsæll og var fullt í mat öll kvöld vikunnar þegar best lét. Það var á þessum árum sem við stækkuðum Plútó í sjö manna hljóm- sveit. Gullaldarár Lúdó Stefán segir að senn hafl einhver bestu árin á 30 ára ferlinum runnið upp. Þeir hættu þá að spila í Storkklúbbnum og við tók eitt helsta vígi Lúdó í gegnum tíðina, skemmtistaðurinn Þórskafifl. „Við vorum beðnir um að spila í Þórskaffl þegar KK sextettinn hætti þar árið 1962. Ég segi oft að gullaldarár Lúdó hafi verið á þessum árum í Þórskaflfl. Við spiluðum þarna flmm kvöld vikunnar, auk þess að vera á sveitaböllum vítt og breitt um landið. Skemmtanalífið í Þórskafifi áþessum tíma var mjög fjörugt og fóru sögur af því um allt land. Staðurinn var ekki með vín- veitingar. Þess í stað tíðkaðist mikið pela- fyllirí. Fólk beitti öflum ráðum til að koma- ast inn með vínpela. Og faldi þá á öllum stöðum innanklæða. Dyraverðir gerðu sitt til að koma í veg fyrir vínsmygl og leituðu ævinlega að víni þegar gestir komu inn. En þrátt fýrir það tókst fólki að smygla inn tals- verðu af víni eins og gengur. Vínið var ekki haft uppi á borðum heldur fóru gestir laumulega með það og felustaðurinn var oftast nær undir borðum." Pelafylleríið í Þórskaffi —Hafði pelafylliríið í för með sér að fólk var ölvaðra en á öðrum skemmtistöðum? „Ég get ekki sagt það. Auðvitað urðu sumir útúrdrukknir eins og gengur. Svo verður ævinlega á böllum. En á þessum tíma var spilað og dansað öll kvöld í Þórs- kaflfl. Fólk gerði þá miklu meira af því að fara á böll í miðri viku heldur en núna. Sjó- menn í landi og vaktavinnufólk voru áber- 8 VIKAN 9. TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.