Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 16

Vikan - 04.05.1989, Page 16
Stórkostleg frammistaða íslenskra fegurðardísa á erlendri grund á undanförnum árum hefur orð- ið til þess að áhugi lands- manna á Fegurðarsamkeppni íslands hefur aukist verulega. Það getum við á Vikunni staðfest, en þau tölublöð Vik- unnar, sem á þessu ári og því síðasta fjölluðu um keppnis- haldið, seldust í stórum upp- lögum. Og nú styttist í að Fegurðar- drottning íslands 1989 verði krýnd, en það gerir að sjálf- sögðu drottningin sem krýnd var 1988, Linda Pétursdóttir, sem í millitíðinni hefur bætt á sig titlinum Ungfrú Heimur. Tíu keppendur Tíu stúlkur keppa um titil- inn í ár og eru þær allar kynnt- ar í þessu tölublaði Vikunnar sem og tveim síðustu tölu- blöðum. Atkvæðaseðill fylgir þessari Viku og hafa atkvæði lesenda visst vægi þegar dóm- Geysileg undirbúningsvinna - og ekki minnkar álagið eftir krýningarkvöldið Fegurðardrottning íslands 1988, Linda Pétursdóttir, verður að sjálfsögðu heiðursgestur á krýningarkvöldinu, en þar mun hún krýna arftaka sinn. Linda hefur verið á stöðugum ferða- lögum um heiminn síðan hún var kjörin Ungfrú Heimur í nóvember. Þessi mynd var tekin af henni í Japan þar sem hún lagði sitt af mörkum til söluaukningar á íslenskum fiski þangað. nefndin ber saman bækur sínar. Dómneíndin er að þessu sinni skipuð þeim Ólafi Lauf- dal, Erlu Haraldsdóttur, Frið- þjófi Helgasyni, Sigtryggi Sig- tryggssyni, Sóley Jóhannes- dóttur, Inga Birni Albertssyni og Önnu Margréti Jónsdóttur. Þrír úr dómneíndinni hafa svo átt sæti í þeim dómnefhdum, sem setið hafa í þeim sjö for- keppnum sem haldnar hafa verið frá því 2. mars, er ungfrú Norðurland var kjörin. Síðan hafa verið valdir fulltrúar Reykjavíkur, Suðurlands, Suðurnesja, Vestfjarða, Vestur- lands og Austfjarða. Um leið hafa verið valdar ljósmynda- fýrirsætur viðkomandi staða og taka tvær þeirra þátt í feg- urðarsamkeppninni, önnur ffá Reykjavík og hin frá Suður- nesjum. Krýnir Fegurðardrottningu Rússlands Framkvæmdastjóri keppn- innar er Gróa Ásgeirsdóttir, sem starfað hefur sem mót- tökustjóri Hótel Borgar. Er þetta annað árið sem hún stýr- ir keppninni. Slíkt er gífurlega mikið starf, en Gróa hefur leyst það af hendi af aðdáunar- verðri vandvirkni. Auk þess að taka þátt í undirbúningi forkeppnanna og úrslitakvöldsins sem og undir- búningi keppenda fýrir úrslita- kvöldið kemur það í hlut Gróu að undirbúa þær stúlkur sem fara síðan sem fulltrúar íslands til þátttöku í alþjóðlegum feg- urðarsamkeppnum, en þær eru sjö talsins. Enn bætist það svo við annir Gróu þegar svo vel tekst til, að okkar fulltrúi kemst í fyrsta sæti eins og Linda Pétursdóttir núna síðast. í rauninni gæti það eitt hæg- lega verið fullt starf Gróu ef vel ætti að vera því Ungfrú Heimur er á nær viðstöðulaus- um ferðalögum út um allan heim og slíkt krefst nákvæmrar skipulagningar svo ekkert fari úrskeiðis. Jafnvel hefur það komið í hlut Gróu að ferðast langa vegu með Lindu til að vera henni til aðstoðar þar sem hún hefur þurft að koma fram. Of langt mál yrði að rekja hér öll þau erindi sem Linda Pétursdóttir hefur átt til út- landa á því hálfa ári sem hún hefur borið titilinn Ungfrú Heimur og þiggur fýrir að launum hátt í þrjár milljónir króna. Þess má þó geta að hún kemur um hvítasunnuna til ís- lands frá Noregi til að krýna Fegurðarclrottningu íslands. Héðan heldur hún svo strax að því búnu til Rússlands til að krýna fyrstu fegurðardrottn- ingu þess lands, en áður hefur verið valin Fegurðardrottning Moskvuborgar. Komst langt í Taipei Um þessar mundir er Guð- björg Gissurardóttir stödd í Mexíkó þar sem stendur yfir 16 VIKAN 9.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.