Vikan


Vikan - 04.05.1989, Síða 28

Vikan - 04.05.1989, Síða 28
 HJÓhABAIÍD Aðeins hamingjusamlega giflar konur koma til greina Vikuviðtal við Maríu Björk Sverrisdóttur sem nýlega tók þótt í keppninni Mrs. World TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON O.FL. Ungar stúlkur missa ekki æskublómann og fegurðina þó þær gifti sig og eignist börn. Til að sýna þetta og sanna þykir þeim í Ameríku ástæða til að halda árlega heimsfegurðarsamkeppni giftra kvenna, Mrs. World, og þrisvar hefur gift íslensk kona farið utan til að taka þátt í keppninni. í ár varð fyrir valinu frú María Björk Sverr- isdóttir, sem gift er Pétri Hjaltested hljómlistarmanni og eiga þau þriggja ára dóttur, Söru Dís. „Eitt af skilyrðunum sem konurnar sem taka þátt í keppninni þurfa að uppfylla, er að þær séu hamingjusamlega giftar,“ segir María Björk sem er 25 ára, en þau Pétur giftu sig í Dómkirkjunni fyrir um þremur árum og þar sem margir vinir þeirra eru hljómlistarmenn þá settu þeir saman heila stórhljómsveit sem lék í kirkjunni. „Þetta var mjög sérstakt. Þau sungu til okkar falleg lög og þar á meðal eitt sem þau höfðu samið sérstaklega fyrir okkur.“ Hún og Pétur vinna mikið saman því þau eiga upptökuver sem þau kalla Hljóðsmiðjuna og er það staðsett í bílskúrnum við heimili þeirra í Sörlaskjóli. Þannig að segja má að þau séu saman öllum stundum. „Og þetta gengur mjög vel; bæði hjónabandið og samvinnan, þannig að það á alls ekki við okkur að hjón geti ekki unnið saman," segir María Björk með sannferingu. „Ég sé að mestu um reksturinn og ég er einnig hugmyndabanki með honum. Hann semur kannski eitthvert lag, ég hlusta og segi hvað mér finnst, svo syng ég mikið fyrir hann. Við vinnum líka töluvert af auglýs- ingum og ég hef samið eina og eina." Undirbúninginn þarf að hef ja snemma María Björk hefur unnið við fýrirsætu störf síðan hún var 16 ára, byrjaði í auglýs- ingum fyrir Karnabæ, en hefur unnið víða síðan án þess þó að vera á vegum ein- hverra ákveðinna fýrisætusamtaka. En hvemig stóð á því að einmitt þessi ham- ingjusamlega gifta kona tók þátt í keppn- inni fyrir íslands hönd í ár? „Unnur Arngrímsdóttir hafði samband við mig, en hún sér um að tilnefna stúlkur ffá íslandi. Hún hafði reyndar samband við mig í nóvember í fyrra, en lengi vel var óvíst hvar nákvæmlega keppnin feri ffam og hvenær, þannig að erfitt var að undir- búa sig. Ef ég væri að fara núna þá myndi ég byrja strax á því að undribúa mig og fá ýmsa aðila til að styrkja mig.“ En hvemig var þá undirbúningurinn hjá Maríu Björk? „Unnur sá um að fá 75% afslátt hjá Flug- leiðum af fargjaldinu mínu til New York, en um annað sá ég sjálf. Þvi hér hefur lítið sem ekkert verið gert úr þessari keppni og því er svo til ekkert á bakvið hana. Með því að tilnefha stúlku veitir Unnur henni tækiferi til að taka þátt, en um annað verð- ur hún að sjá sjálf. Keppnin fór ffam í Las Vegas og ég borgaði sjálf fýrir mig farið þangað. Ég notaði minn eigin fatnað og fékk síðan lánað. I flestum öðmm löndum er lagt töluvert upp úr þessari keppni og aðstöðumunurinn sást greinilega þegar ég mætti með mínar 2 ferðatöskur en sú bandaríska með 7. En mest varð mér þó um — þó ég léti á engu bera þá — þegar ég var mætt á staðinn og konan frá Lúxem- burg kemur til mín brosandi, heilsar og segir: ’sæl ertu ffá íslandi? Það er gaman að hitta þig. Þeir vom svo almennilegir við mig Flugleiðamenn í Lúx, þeir gáfu mér farió! ’ Frh. á næstu síðu 28 VIKAN 9. TBL.1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.