Vikan


Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 31

Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 31
HJONABAHD Hér er María Björk að farða einn leikar- ann í Litlu hryllingsbúðinni, en við vinnu sína þar kynntíst hún eigin- manninum. Boðsferð til Egyptalands og önnur gylliboð Eins og fyrr segir þá tók María Björk þátt í keppninni Ungfrú heimur, eða Miss World, árið 1982. Ungu stúlkurnar fengu þá ýmis ffeistandi gylliboð, sem erfltt gat verið fyrir þær að neita. Eitt þeirra sem María Björk fékk var boðsferð til Egypta- lands. „Til mín kom maður í veislu sem var haldin effir keppnina og sagðist vilja bjóða mér til Egyptalands til að vera við opnun nýs staðar í Kairó sem átti að heita Omar Sharif. Mér fannst þetta auðvitað mjög ffeistandi, en þegar ég sagði mömmu ffá þessu þá leist henni nú ekki mjög vel á og fór að tala um kvennabúr og allt það. Ég skrifaði þeim tilbaka og sagðist ekki geta komið ein og vildi fá að taka einhvern með mér. Ég ætlaði þá að fá Ólaf Laufdal til að fara með mér, eða þá einhverja aðra stelpu sem var auðvitað alveg jafh vitlaust og að ætla að fara ein — þeir hefðu þá bara fengið tvær stelpur í einu höggi í staðinn. En svo varð aldrei neitt úr þessu, kannski sem betur fer. í keppninni Mrs. World eru aftur á móti engir karlar á eftir konunum með svona gylliboð, enda konurnar orðn- ar þroskaðri og falla ekki svo auðveldlega fyrir svona löguðu." Fyrst og fremst skemmtun María Björk og Pétur eru á Ieið í afmæl- iskafifl til föður Péturs, sem á afmæli þenn- an dag og Pétur reyndar líka. Sara Dís átti afmæli daginn eftir þannig að litlu munaði að þau þrjú - aflnn, pabbinn og barnið — ættu afimæli sama dag. Við viljum því ekki tefja þau lengur, en að lokum eru heilræði firá Maríu Björk til næsta þátttakanda í Mrs. World keppninni: „Það á aldrei að fara í svona keppni með því hugarfari að vinna. Best er að líta á þetta sem skemmtiferð, þó ekki ffí því þetta er hörkuvinna, ævintýra- ferð sem hægt er að njóta - að ekki sé minnst á að þama gefist smáfrí frá heimil- inu, karlinum og bömum.“ trurnar koma firam í sundbolum eins og ungfrúrnar. María Björk er sú fimmta í röt *nni ffá vinstri. Sjóskíðaíþróttín er eina „dellan“ sem María segist vera með. annan fatnað. En sú sem vinnur þarf síðan að koma fram á vegum keppninnar allt næsta ár, þannig að það getur orðið dálítið erfitt fyrir hjónabandið og börnin ef ein- hver em. Þegar búið var að tilkynna úrslit- in var svo allt búið. Meira að segja var ekk- ert gert fyrir okkur eða með okkur meir, ekki einu sinni boðið upp á kampavín, þannig að við þurftum að tala um það okk- ar á milli hvað við ættum að gera.“ Fyrstu tvær vikurnar var María Björk ein úti, en þá komu þau Pétur og Sara Dís til hennar þannig að fjölskyldan gat sameinað ferðina í skemmtiferð fyrir þau öll. María Björk segist alltaf hafa verið mikið flökku- dýr þannig að enginn af vinum hennar, eða hennar nánustu varð hissa þegar hún tilkynnti að hún hygðist fara til Las Vegas til að taka þátt í fegurðarsamkeppni. „Pét- ur er mjög opinn fyrir öllu,“ segir hún, og hann tók þessu uppátæki konu sinnar bara vel. Núna segist hún vera búin að gera Söru litlu að flökkudýri líka, því þó þau Pétur hafi eignast barn þá þótti þeim ekki ástæða til að breyta lífsmáta sínum algjör- Iega. Þess í stað hefur Sara tekið þátt í sem flestu með þeim, enda mjög bráðþroska og skýr. Ef þau hafa þurfit að ferðast þá hef- ur hún vanalega komið með og hefur gert allt frá því hún var þriggja mánaða. Þá var Pétur að leika í hljómsveit sem var að fara í hljómleikaferð um landið og María Björk ákvað að þarna gæfist gott tækifæri til að skoða landið - sem þau hefðu gert alltof lítið af - þannig að hún og Sara litla ný- fedd gerðu sér lítið fyrir og slógust í hópinn. Leyndur draumur María Björk og Pétur kynntust þegar bæði voru að vinna við Litlu hryllingsbúð- ina, María við förðun og Pétur við hljóm- sveitarstjórn. Eins og þeir vita sem sáu þessa skemmtilegu sýningu byggist hún að mestu á sungnum texta og María sá um að andlitsgervi söngvaranna væri eins og það átti að vera, en það sem enginn vissi þá var að María átti sér þann draum að syngja líka. „Þetta var leyndur draumur. Mér hef- ur alltaf þótt mjög gaman að syngja, en ég hef alltaf verið svo ofsalega feimin. Það var ekki fyrr en ég kynntist Pétri að þetta fór af mér því hann eiginlega píndi mig til að hætta að vera hrædd við hljóðnemann. Hann fór að láta mig syngja bakrödd á upptökum hjá sér og lesa inn á auglýsingar. Nú er ég að láta drauminn rætast, því ég er að læra söng í Söngskólanum. Reyndar er ég bara rétt að byrja þó ég hafl verið að læra í tvö ár. Ef ég er dugleg að æfa þá seg- ir kennarinn minn að ég sé colerado sópran, sem er hæsta sópranröddin. En ég er ekkert að stefina að því að verða einhver mikil söngkona - alla vega ekki ennþá - þetta er bara þörf hjá mér.“ Hér er sú sem hrepptí títílinn Mrs. World 1989 og er hún frá Perú. 9. TBL. 1989 VIKAN 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.