Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 32

Vikan - 04.05.1989, Page 32
Vikcm í Vetrarbrautinni Jafnt fyrir augað sem bragðlaukana f öðrum enda setustofunnar er þessi skemmtilegi bar og ekki síður skemmti- legi barþjónn Páll Sigurðsson veitinga- stjóri. Matsalurinn minnir á borðstofu. Þetta er ► sérstakt herbergi, fallega innréttað með gluggum á einni hlið sem snúa fram í setustofú. Nú þegar hverjum veitinga- staðnum af öðrum er iokað þá er ánægjulegt að geta sagt frá ein- um þar sem aðsóknin vex með hverri vikunni sem líður. Þessi staður er Vetrarbrautin sem er til húsa að Brautarholti 20 á þriðju hæð og eftir að hafa heimsótt staðinn skiljum við vel hér á Vik- unni hvers vegna hróður staðar- ins eykst sífellt. TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Gunnar örn á veggjunum og Stefán og Lúdó í salnum Vetrarbrautin höfðar til allra sem vilja fara út að borða í fallegu umhverfi og leggja áherslu á fyrsta flokks mat og þjón- ustu. Fyrirboði þess sem á eftir kemur er aðkoman að staðnum, þar sem prúðbúinn dyravörður tekur á móti gestum og fylgir þeim að fallegri glerlyftu sem flytur gest- ina upp á þriðju hæð. Þar tekur við fágað, en jafiiframt notalegt umhverfi - næstum heimilislegt. Staðurinn skiptist í setustofú með bar í öðrum endanum, stóran sal þar sem skemmtun og dans fer fram auk þess sem hægt er að fá þar að borða. Þar er boð- Heitt spínatsalat með reyktum silungi. ið upp á mat af smáréttamatseðli og svo það sem kallað er „pakkamatseðilT, en þá er ákveðinn matur í boði það sinnið. Þessa dagana eru það Lúdó og Stefán sem skemmta gestum Vetrarbrautar, en á föstu- dags- og laugardagskvöldum er dansleikur til klukkan 3 um nóttina. Mikill matur og nægilegt olnbogarými Innaf setustofúnni er borðstofan. Hún er í sérherbergi, þannig að þar ríkir allt annað andrúmsloft en ffammi í stóra sal eða setustofú. Stórar myndir og litlar, aðal- lega eftir Gunnar Örn, eru þar á .veggjun- um, en á veggnum sem aðskilur borðstofú frá setustofú eru stórir bogalagaðir glugg- ar — sem eru eins konar tákn fyrir Vetrar- brautina — þannig að skilin þarna á milli eru ekki skörp auk þess sem hægt er að fylgjast með því sem er að gerast á báðum stöðum, megi maður vera að því á milli rétta. í borðstofúnni velja gestir sér rétti af 32 VIKAN 9. TBL. 1989 N.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.