Vikan


Vikan - 04.05.1989, Side 62

Vikan - 04.05.1989, Side 62
GÆLUDYRIM Kisa er dýrmæt þótt hún kosfli ekki peninga Kisa er dýrmæt og ætli honum Klóa hér á myndinni finnist hún Katrín það ekki líka. TEXTI: FRlÐA BJÖRNSDÓTTIR Kettir eru áreiðanlega algengastir allra heimilisdýra og Wggja til þess ýmsar ástæður: kisur eru falleg dýr, það kostar ekkert að fá sér kött, það þarf ekki að greiða neitt gjald til opinberra aðila þótt köttur sé á heimilinu og svo halda margir að það þurfi lítið að hugsa um köttinn. Nóg sé að hafa einhvers staðar smárifú á glugga sem kisa geti komist inn og út um, og að öðru leyti gangi hún sjálfala, þó gefa þurfi henni að borða að minnsta kosti svona af og til. En skyldi þetta nú vera gj alveg rétt? =j Nei, alls ekki. Það þarf að s hugsa vel um heimilisköttinn o ekkert síður en önnur heimil- w isdýr. Hann á ekki að vera á □ þvælingi úti heilu sólarhring- > ana og hann þarf að fá að borða rétt eins og hver annar. Og það má alls ekki bregða sér af bæ næturlangt eða jafnvel í sumarleyfi og hugsa sem svo að kisa geti séð um sig sjálf, nóg sé nú af fuglum fyrir hana að borða eða kannski músum, og svo geti nágranninn í næsta húsi líka kastað í hana fiskroði við og við. Og enn eitt, það gildir sama um ketti og önnur dýr, það á ekki að fá sér kött fyrir börnin, þótt börn hafi að sjálfsögu ómælda ánægju af þeim, að minnsta kosti stundum. Börn geta ekki borið ein ábyrgð á dýrum, en hafa auðvitað mjög gott af að alast upp með dýr- um og fá að finna fyrir ein- hverri ábyrgð þeirra vegna. Kisa kemur á heimilið Hafi menn ákveðið að fá sér kött er rétt að hugleiða hvern- ig best er að taka á móti hon- um þegar hann fyrst kemur á heimilið, því lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og á það eflaust ekki síður við um dýr en menn. Kettlingurinn hefur trúlega verið valinn úr hópi systkina en alls ekki má taka hann frá móðurinni fyrr en hann er orðinn 8 vikna gamall. Best er að sækja ekki kisu litlu fyrr en tryggt er að heimilisfólk hafi tiltölulega rólegan dag fyrir hana, og jafnvel fleiri en einn, því viðbrigðin eru mikil að fara frá móður og systkinum og koma í nýtt umhverfi. Jól og affnæli eru því ffáleitur tími til þess að taka kött og sumar- leyfisferðin má ekki vera skammt undan. Nauðsynlegt er að vera búinn að útbúa góð- an stað fyrir kettlinginn að sofa á. Góður pappakassi nægir fyrstu vikurnar, og til þess að gera kisu auðveldara að kom- ast úr honum og í er gott að lækka framhliðina. Kassann verður að setja á hlýjan og ró- legan stað og rétt er að gæta þess að dyr og gluggar séu vandlega lokaðir áður en þið sleppið kisu á gólfið í fyrsta skipti. Það þarf líka að hafa bakka með kattasandi tilbúinn því vonandi hefur hún verið byrjuð að nota sér kattasand- inn á gamla heimilinu. Nauð- synlegt er að leggja nokkur dagblöð í kring um kattasands- kassann ef kisa ratar ekki alla leið í hann til að byrja með. Leyfið nú kettlingnum að kanna umhverfið og komi hann til ykkar verður að tala rólega við hann og strjúka honum mjúklega, og varist að láta börn vera að veltast með hann og leika sér að honum. Dýr eru ekki leikföng. Vilji kisa litla vera í friði og leiti hún skjóls undir stól eða úti í horni er rétt að leyfa henni það. Hún þarf að fá að venjast heimilinu því hún hefur ekki lengur móður sína að hlaupa til. Sum- ir kettir eru fljótir að sætta sig við nýja heimilið, aðrir eru lengur að jafha sig eftir breyt- inguna. Sé annað dýr á heimilinu er rétt að halda dýrunum aðskild- um í byrjun en eftir fáeina daga verða dýrin áreiðanlega farin að sætta sig við tilvist hvors annars og eiga eftir að hafa gaman af að leika sér saman. Fyrstu dagana er nauðsyn- legt að gæta þess að mataræði nýja heimilisdýrsins sé ekki breytt of snögglega ffá því sem það átti að venjast. Kynnið ykkur því vel, hvað kisa var vön að fá að borða og viljið þið gera þar á einhverjar breytingar — gerið það þá smátt og smátt, en ekki í stór- um stökkum. Gefið ketlingn- um að borða reglulega og fjar- lægið ævinlega matardiskinn eftir hálftíma en vatn á stöðugt að vera fyrir hendi. Matar- og drykkjarílát mega ekki vera of djúp og þau þurfa að standa stöðug á gólfinu svo kisa eigi létt með að ganga að mat sínum. En við ítrekum það enn á ný, fáið ykkur hvorki kött né annað dýr nema þið hafið gert ykkur grein fyrir því að því fylgir mikil ábyrgð og vinna. Það er ekki víst að fólkið í næstu íbúð eða næsta húsi sé hrifið af köttum, það vill ekki fá þá inn til sín í tíma og ótíma, inn um opna glugga eða dyr, og það vill ekki sjá á eftir fúgl- unum úr trjánum upp í kisu. Gættu hennar því eins og sjá- aldurs auga þíns og láttu það ekki villa um fyrir þér að þú þurftir ekki að borga hana dýru verði. Hún er jafn dýr- mæt fyrir það. 60 VIKAN 9. TBL.1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.