Vikan


Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 66

Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 66
TEXTI OG LJÓSM.: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR Islensk straumvötn hafa tekið fjöl- mörg mannslíf á þessari öld þegar jeppabifreiðar hafa orðið ánum að bráð. Aldrei líður svo sumar að ein- hverjum bílstjóranum verði ekki á í mess- unni og straumvatnið taki af honum öll völd í baráttu hans við að ná bakkanum hinum megin. Stundum eru líka börn í aftursætinu. Góð regla er að aka aldrei út í straum- vatn fyrr en ökumaðurinn hefur sjálfiir vaðið yfir og til baka aftur og kannað botn- inn eða þá að hann hafi séð annan bíl aka yflr ána skömmu áður. Athuga verður straumstyrkleikann og hvort botninn er laus, en fari það saman er hætta á að það grafi undan og ef þú sérð brotna á steini undir vatnsyfirborðinu, þá veistu að steinninn liggur aðeins ofar. Ef áin er úfin má búast við að hún sé grýtt í botninn en ef lygnur eru í ánni má búast við sandbleytum. En sandbleyta auk mikils straumþunga eru tvær helstu hættur þeirra sem yfir ár aka. Góð regla er að vera ætíð í samfloti yfir straumvötn og aldrei á að leggja út í á sem ekki er væð. í hverjum fjallabíl eiga að vera vöðlur og járnkarl og ef menn komast ekki yfir ána í vöðlunum með aðstoð járn- karlsins kemst bíllinn það ekki heldur, hversu mikla trú sem bílstjórinn hefur á upphækkunum eða stórum dekkjum. Best er að aka undan straumnum skáhalt, sérstaklega ef um þungan straum er að ræða. Aki maður á móti straumnum þá grefur áin ffekar undan dekkjunum við spyrnuna og þá er mótstaðan meiri fyrir bílinn. Best er að aka þannig undan straumnum að straumurinn komi á aftur- hornið á bílnum. Þannig er bíllinn stöð- ugri og landtakan hinum megin verður ör- uggari því straumurinn hjálpar til. Einnig eru minni líkur á að fá vatn inn á vélina þegar ekið er undan straumi. Jökulvötn hafa ríka tilhneigingu til að breyta sér og það vað sem var ágætt í gær getur verið ófáert í dag þó svo að allt sýnist vera í lagi á yfirborðinu og þú hafir farið þar um í gær. í þessum tilfellum sem öðr- um eiga menn að vaða ána og kanna málin. Ef komið er seinni hluta dags að ein- hverri jökulánni og vaðið sýnist tæpt og erfitt reynist að vaða hana, þá á hiklaust að bíða til morguns. Eftir nóttina minnkar verulega í flestum jökulám. Seinni hluta dags, á kvöldin og næturnar eykst aftur á móti vatnsmagnið í þeim, vegna sólbráðar. Fyrsta, önnur og þriðja regla er þó að fara varlega og treysta hvorki sjálfum sér né bílnum of vel. □ ÚTIVERA 64 VIKAN 9.TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.