Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 68

Vikan - 04.05.1989, Page 68
5TJ0RMUMERKI Aukakílóin valda erfiðleikum Þar sem nautinu hættir til að fara sér hægt og njóta þess sem í boði er bætir það auðveld- lega á sig aukakílóum og það svo um munar og meira en ger- ist um fólk í öðrum stjörnu- merkjum. Nautið á erfitt með að fara í megrun og þótt það reyni kemur í ljós að ekki næg- ir að halda í við sig með mat, þar sem nautið er mjög sólgið í sætindi. Enda þótt nautið fari í megrun fellur það ofit í ffeisni þegar það á leið fram hjá ís- búðinni. Strax á unga aldri vill nautið fitna og komi í ljós að það getur ekki sjálft gætt þess að borða ekki um of, er rétt að það fari í megrun undir ströngu eftirliti eða á heilsu- hæli — og það því fremur sem nautið verður eldra. í reynd- inni er nautið líkamlega sterkt og ætti að reyna að örva áhug- SIÐARI HLUTI: Þannig er nautið ann á hreyfmgu, en það er ekki svo auðvelt. Naut eru við- kvæm og þeim hættir til að fá kvef og hæsi. Frá upphafi hafa naut verið talin laglegri en fólk í öðrum merkjum. Karlmennirnir eru oft með undurfalleg, djúp og hlý augu. Stúlkurnar eru ekki síðri — bæði kynin hafa hlotið góðar gjafir frá Venusi, gyðju fegurðarinnar. Nautið hefur erfitt skap og lætur auðveldlega æsa sig upp og það er lengi að jafha sig aftur. Mánuðum saman getur nautið komist hjá því að reið- ast, en svo skellur óveðrið fyrirvaralaust á. Nautið ætti að reyna að læra að hafa stjórn á sér. Oft er afbrýðisemi ástæða reiðinnar, en hún fylgir ein- mitt þörfmni á að eiga alla hluti. Reiðiköstin eru neikvæð og nautið þarf að ráða bót að þessum vanda. Nautið er listrænt og hefúr gaman af öllu sem snertir iist og það kann vel að meta tón- list og hún hefúr sterk sálræn áhrif á það. Nautið á gjarnan mikið plötusafn og mörg naut syngja mjög vel. Nautið og ástin Karlmaðurinn byrjar oft á því að bjóða út stúlkunni, sem hann hefur áhuga á, kannski á tónleika eða til hádegisverðar, en hann gleymir iðulega að kanna hvort stúlkan hefúr áhuga á því sama og hann. Nautið er ástríðufúllt en gætið. Það þolir höfnun verr en nokk- uð annað og vill því vera fúll- komlega visst í sinni sök áður en það hefst handa. Stúlka sem lendir í ástarævin- týri með nauti getur verið viss um að vel verður með hana farið og hún mun fá það besta af öllu. En hún verður að gera sér ljóst að nautið vill eiga hana með húð og hári. Eins fer fyrir manninum sem verður ástfanginn af stúlku í nauts- merkinu. Naut eru betri vinir en flestir aðrir en stundum nokkuð þreytandi. Nautið og hjónabandið Nautið byggir lífið umhverf- is hjónabandið og þarfnast öryggisins sem því fylgir. Eig- inkona í nautsmerki eyðir allt of miklu í vinnusparandi tæki og hún verður ekki ánægð fyrr en hún fær dýrustu þvottavél- ina á markaðinum og heimilið lýsir af velmegun. Nautið er fastheldið á venjur og vill ekki aðeins fá matinn sinn á réttum tíma heldur líka sama matinn dag eftir dag. Lífið verður að fýigja föstum reglum og lífs- förunauturinn þarf að geta set- ið hljóður og hlustað á tónlist eða horft á sjónvarpið. Nautið er rólegur og hæglátur félagi — svona alla jafnan. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú verður að gera þitt til að hjálpa vini þínum í húsnæði. Maður nokkur sem hefur lamað starfsorku þína undanfarið er brátt úr sögunni. Vertu ekki eig- ingjarn og varastu afbrýðisemi. Nautið 20. apríl - 20. mái Þú ert á báðum áttum í viðskiptum. Þú verður að herða þig talsvert ef þú ætlar að ná betri árangri. Kunningjar þínir eru mjög ósammála og sundur- lyndir eins og setendur Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú verður í samkvæmi með skemmtilegu fólki; þó veld- ur borðfélagi þinn þér nokkrum vandræðum. Nú er góður tími til að gera hvers konar samninga og taka bindandi ákvarðanir. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú verður var við orðróm sem kemur þér mjög á óvart, en þar er þú veist betur, geturðu dregið úr honum. Þú kemst yfir hlut er þig hefur lengi dreymt um. Vertu ekki mikið að heiman. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þú átt í fjárhagslegum erfiðleikum og neyðist til að taka kosti sem þér eru mjög á móti skapi. Skemmtu þér í hófi. Þú eða þínir verða mjög heppnir á fimmtudag. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þú nærð góðum árangri við verk sem þú hefur litla reynslu við. Þér hættir til að hafa heldur hátt, en það er óheppilegt eins og stendur. Þú skemmtir þér með gömlum félögum. Vogin 23. sept. - 23. okt. Þú ert mjög ánægður með sjálfan þig og sérstaklega ákveðnar gerðir þínar. Þú ert í góðu jafnvægi. Þú leggur of mik- ið upp úr persónulegum vanda- málum. Vertu vandlátur f vina- vali. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Félagar þínir eru mjög hugulsamir. Líkur eru á að þú farir í nokkuð langt ferðalag. Þú kemst að ótgryggð ákveðinnar persónu. Næstu dagar verða á margan hátt minnisstæðir. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú verður að nota alla þína umgengnishæfileika út í æsar, ef þú átt að komast klak- klaust af vikuna út. Ýmis óþægi- leg atvik og tilsvör steðja að þér. Áformum þínum seinkar nokkuð. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þú verður að sætta þig við það næstbesta vegna þess hve nauman tíma þú hefur. Ef þú hefur góðan vilja geturðu gert aðstöðu þína mjög sterka. Þér berst góður hlutur til eignar. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Visst atvik verður nokkuð til að draga úr þér kjarkinn. Þú lendir í óvenjulegri aðstöðu og finnur glöggt til vanmáttar þíns. Þér verður kleift að eignast lang- þráðan hlut innan skamms. Fiskar 19. febrúar - 20. mars Það verður mjög líflegt í kringum þig, sérstaklega á vinnu- stað. Innan tíðar verðurðu að einbeita þér að umfangsmiklu verkefni. Þú lest áhrifamikla bók. 66 VIKAN 9.TBL.1989 5TJORMU5PA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.