Vikan


Vikan - 05.10.1989, Síða 42

Vikan - 05.10.1989, Síða 42
Frh. af bls. 38 undir vissum kringumstæðum hvarfast við ákveðnar fæðuteg- undir og myndað nítróamín sem getur valdið krabbameini. En þegar þessi nítróamín myndast eru þau í það litlum mæli að það væri jafnvel hægt að útiloka þau. Menn yrðu að borða tíu kíló af beikoni á hverjum degi allt sitt líf til að eiga á hættu að fá krabbamein af völdum þeirra nítróamína sem kynnu að myndast. Þessi vitneskja um hættuna á krabbameini fældi margt fólk frá því að kaupa mat er innihélt nítrít. Þetta sama fólk gæti ver- ið að valda sér meiri skaða en það er að gera sér gott með því að sniðganga þessa matvöru vegna þess að þessi sölt eru sýkladrepandi. í sumum stór- verslunum erlendis má sjá skilti þar sem stendur „Okkar pylsur innihalda rotvarnar- efni“. En því miður geta þau nú á tímum ffekar fælt kaupendur frá en fengið þá til að kaupa vöruna. Raunveruleikinn er sá, alla vega í pylsutilfellinu, að rot- varnarefnin eru mjög gagnleg. Aðeins að varan er merkt með „E“, sem þýðir að í hana hefur verið bætt ákveðnu salti til þess að verja hana skemmdum, þýð- ir ekki að hana eigi að varast, sama á hverju gengur. Ekki er hægt að mæla með því að láta ofan í sig öll viðbót- arefni (E-efni) sem finnast í matvælum því t.d. geta sum lit- arefni valdið ofnæmi, sérstak- lega hjá börnum. Þessi efhi og önnur eru notuð til þess að gera matinn girnilegri. Rotvarnarefni í mat, sem ekki hefúr verið niðursoðinn eða er í loftþéttum umbúðum, getur gert mikið gagn. Meðan ekki hefur verið gengið úr skugga um ástæðu þessarar aukningar matareitr- unartilfella er minni notkun rotvarnarefna möguleg skýr- ing. Erlendir sérfræðingar á sviði örverufræði hafa verulegar áhyggjur af þeirri aðferð að laga matinn og kæla hann síðan í neytendapakkningum. Þessi matur er síðan hitaður altur og afgangurinn settur í kæli sem er 3—4°C og endurhitaður þegar þörf krefur. Þá hefur hann ver- ið hitaður upp a.m.k. þrisvar. Slíkur matur á að geymast í mesta lagi í fimm daga. Sé hann geymdur miklu lengur í kæli eykst hættan verulega á að sýkl- ar nái að fjölga sér og gera fólki eitthvert mein. Slíkan mat ætti sérstaklega að varast á sjúkra- húsum þar sem fólk hefur oft á tíðum litla mótstöðu gegn sýklum. Tíu hollusturáð Það eru mun meiri líkur á að finna skemmdan mat í eldhús- inu heima hjá sér en á næsta matsölustað sem er reglulega heimsóttur af starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins. Þú getur minnkað þessu hættu á heimili þínu og þannig komið í veg fyr- ir að „eitra" fýrir þig og fjöl- skyldu þína ef þú fylgir eftirfar- andi ráðleggingum: • Settu alltaf kæli- eða frysti- vöru strax í kæli eða frysti eftir að hún hefur verið keypt. • Láttu matvöru vera eins stutt og hægt er í heitri farang- ursgeymslu bílsins. • Lestu ávallt leiðbeiningar um hvernig á að geyma mat- vælin. Þær eru alveg eins mikil- vægar og merking síðasta sölu- dags. • Athugaðu reglulega hitastig- ið í ísskápnum, sérstaklega yfir sumartímann, og gættu þess að það sé sem næst 4°C ef mögu- legt er. • Reyndu að handfjatla mat- inn sem minnst því þannig ber- ast sýklar oft í hann. • Þvoðu hendur þínar alltaf eftir að þú hefur handfjatlað hráan mat, tæmt úr ruslafötu, handleikið heimilisdýr og að sjálfsögðu eftir salernisnotkun. • Forðastu að nota sama skurðarborð fyrir hráan og soð- inn mat. Ef þú hefur aðeins eitt skurðarborð þvoðu það þá vel og vandlega með heitu sápu- vatni eftir notkun, sérstaklega ef á að nota það fýrir hráan mat. • Reyndu að koma í veg fýrir að flugur komist í matinn því þær geta borið með sér sýkla. • Þvoðu allt grænmeti vel. • Hafðu matinn alltaf í um- búðum, bæði í kæli og frysti. Hvað veldur matareitrun? Ef þú ert á varðbergi fyrir aðalorsök matareitrunar getur þú verndað þig og fjölskyldu þína gegn þeirri vá. Matareitr- un valda yfirleitt þrjár tegundir sýkla; taugaveikibróðursýkill, saurgerlar (E-coli) og salmon- ella. , „ *S /? / MKmí-ö X&RS EBRi E íCALDRft- KARfft/ 54 FjR5Ti RA9 uR, ó'a n. aör- '0 TT R.£i£> M/C 5 arvt>- FUCL- ftK/H A, ír'c V, A FéySÍ/ /n. /Cln Aa l V zlat- ÍAJ 1 l EiMS Kt'jÆði SL} > f>K~ SftKMi SfiURG- T/ 5J/)lJAflr b'+RS £ ,/ HftEÍApMÖ FL'STi / 1 öt-i T- AaJ ÖLoM TÓAIAJ 5KEL Rofa-O' 1 OíT o FjoZD/l R OT MfíUS 2j > U(V\- ' 3 ' > C.OLF- AFALQi SÓLTi i r ELC>S- a/E-STi flFREACÍ- 1/ER.8L / U SiöA ► % S' EMSKut VTiLL /Z' SiiAdA SftM- .! s t/ > SK'ftA/ L'cKftMS- HLUTfl Fi ICT \/ > SKoRW- i (S-TLftR KÓPfl V > > %/ > z EífiJS Kom- fíST 5TÉTT AMDÍ > H Húð • r / Z 3 H /3úi Tit_ "OL- SToFfl > Lausnarorö 1-7: SKARLAT 40 VIKAN 20. TBL1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.