Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 42

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 42
Frh. af bls. 38 undir vissum kringumstæðum hvarfast við ákveðnar fæðuteg- undir og myndað nítróamín sem getur valdið krabbameini. En þegar þessi nítróamín myndast eru þau í það litlum mæli að það væri jafnvel hægt að útiloka þau. Menn yrðu að borða tíu kíló af beikoni á hverjum degi allt sitt líf til að eiga á hættu að fá krabbamein af völdum þeirra nítróamína sem kynnu að myndast. Þessi vitneskja um hættuna á krabbameini fældi margt fólk frá því að kaupa mat er innihélt nítrít. Þetta sama fólk gæti ver- ið að valda sér meiri skaða en það er að gera sér gott með því að sniðganga þessa matvöru vegna þess að þessi sölt eru sýkladrepandi. í sumum stór- verslunum erlendis má sjá skilti þar sem stendur „Okkar pylsur innihalda rotvarnar- efni“. En því miður geta þau nú á tímum ffekar fælt kaupendur frá en fengið þá til að kaupa vöruna. Raunveruleikinn er sá, alla vega í pylsutilfellinu, að rot- varnarefnin eru mjög gagnleg. Aðeins að varan er merkt með „E“, sem þýðir að í hana hefur verið bætt ákveðnu salti til þess að verja hana skemmdum, þýð- ir ekki að hana eigi að varast, sama á hverju gengur. Ekki er hægt að mæla með því að láta ofan í sig öll viðbót- arefni (E-efni) sem finnast í matvælum því t.d. geta sum lit- arefni valdið ofnæmi, sérstak- lega hjá börnum. Þessi efhi og önnur eru notuð til þess að gera matinn girnilegri. Rotvarnarefni í mat, sem ekki hefúr verið niðursoðinn eða er í loftþéttum umbúðum, getur gert mikið gagn. Meðan ekki hefur verið gengið úr skugga um ástæðu þessarar aukningar matareitr- unartilfella er minni notkun rotvarnarefna möguleg skýr- ing. Erlendir sérfræðingar á sviði örverufræði hafa verulegar áhyggjur af þeirri aðferð að laga matinn og kæla hann síðan í neytendapakkningum. Þessi matur er síðan hitaður altur og afgangurinn settur í kæli sem er 3—4°C og endurhitaður þegar þörf krefur. Þá hefur hann ver- ið hitaður upp a.m.k. þrisvar. Slíkur matur á að geymast í mesta lagi í fimm daga. Sé hann geymdur miklu lengur í kæli eykst hættan verulega á að sýkl- ar nái að fjölga sér og gera fólki eitthvert mein. Slíkan mat ætti sérstaklega að varast á sjúkra- húsum þar sem fólk hefur oft á tíðum litla mótstöðu gegn sýklum. Tíu hollusturáð Það eru mun meiri líkur á að finna skemmdan mat í eldhús- inu heima hjá sér en á næsta matsölustað sem er reglulega heimsóttur af starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins. Þú getur minnkað þessu hættu á heimili þínu og þannig komið í veg fyr- ir að „eitra" fýrir þig og fjöl- skyldu þína ef þú fylgir eftirfar- andi ráðleggingum: • Settu alltaf kæli- eða frysti- vöru strax í kæli eða frysti eftir að hún hefur verið keypt. • Láttu matvöru vera eins stutt og hægt er í heitri farang- ursgeymslu bílsins. • Lestu ávallt leiðbeiningar um hvernig á að geyma mat- vælin. Þær eru alveg eins mikil- vægar og merking síðasta sölu- dags. • Athugaðu reglulega hitastig- ið í ísskápnum, sérstaklega yfir sumartímann, og gættu þess að það sé sem næst 4°C ef mögu- legt er. • Reyndu að handfjatla mat- inn sem minnst því þannig ber- ast sýklar oft í hann. • Þvoðu hendur þínar alltaf eftir að þú hefur handfjatlað hráan mat, tæmt úr ruslafötu, handleikið heimilisdýr og að sjálfsögðu eftir salernisnotkun. • Forðastu að nota sama skurðarborð fyrir hráan og soð- inn mat. Ef þú hefur aðeins eitt skurðarborð þvoðu það þá vel og vandlega með heitu sápu- vatni eftir notkun, sérstaklega ef á að nota það fýrir hráan mat. • Reyndu að koma í veg fýrir að flugur komist í matinn því þær geta borið með sér sýkla. • Þvoðu allt grænmeti vel. • Hafðu matinn alltaf í um- búðum, bæði í kæli og frysti. Hvað veldur matareitrun? Ef þú ert á varðbergi fyrir aðalorsök matareitrunar getur þú verndað þig og fjölskyldu þína gegn þeirri vá. Matareitr- un valda yfirleitt þrjár tegundir sýkla; taugaveikibróðursýkill, saurgerlar (E-coli) og salmon- ella. , „ *S /? / MKmí-ö X&RS EBRi E íCALDRft- KARfft/ 54 FjR5Ti RA9 uR, ó'a n. aör- '0 TT R.£i£> M/C 5 arvt>- FUCL- ftK/H A, ír'c V, A FéySÍ/ /n. /Cln Aa l V zlat- ÍAJ 1 l EiMS Kt'jÆði SL} > f>K~ SftKMi SfiURG- T/ 5J/)lJAflr b'+RS £ ,/ HftEÍApMÖ FL'STi / 1 öt-i T- AaJ ÖLoM TÓAIAJ 5KEL Rofa-O' 1 OíT o FjoZD/l R OT MfíUS 2j > U(V\- ' 3 ' > C.OLF- AFALQi SÓLTi i r ELC>S- a/E-STi flFREACÍ- 1/ER.8L / U SiöA ► % S' EMSKut VTiLL /Z' SiiAdA SftM- .! s t/ > SK'ftA/ L'cKftMS- HLUTfl Fi ICT \/ > SKoRW- i (S-TLftR KÓPfl V > > %/ > z EífiJS Kom- fíST 5TÉTT AMDÍ > H Húð • r / Z 3 H /3úi Tit_ "OL- SToFfl > Lausnarorö 1-7: SKARLAT 40 VIKAN 20. TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.