Vikan


Vikan - 28.12.1989, Qupperneq 9

Vikan - 28.12.1989, Qupperneq 9
VOIA/AM Einn möguleiki er að við nýt- um gjafir Ægis illa vegna verk- falla og víst er að útkoman verður ekki í samræmi við það sem í sjónum er. Allur málskostnaður falli niður Verðbólgan er geysilega mikil og heldur áffam að vera það og auðvitað kemur það illa við alla launþega. Það minnkar frekar í pyngjum fólks en hækkar. Völvan sér ekki að stjórninni takist að vinna úr fjármálunum fyrr en með vor- inu þegar mannabreytingar verða. Náttlaus voraldar veröld Kreppan er ekki afstaðin en við eigum samt eftir að sjá miklu bjartari ffamtíð, það hef ég vitað lengi. Ég sé mikla stór- iðju og miklar ffamkvæmdir munu eiga sér stað fljótiega. Ég sé að minnsta kosti þrjú stóriðjuver og finnst eins og Vogarnir eigi eftir að verða uppgangsstaður og að þar komi stóriðja. Mér finnst líka að betur og fastar verði hafdið um þau mál en gert var við álið á sínum tíma. Með sand af gæðum Eins finnst mér að mikil sala verði í eldislaxi og hann eigi víða eff ir að gefa vel af sér og rífa upp viðkomandi fyrirtæki. Svo er ég löngu búin að sjá að við hættum að hafa öll ffysti- hús í smáeiningum heldur sameinast til dæmis nokkur byggðarlög, sem liggja saman, um eitt frystihús. í Helguvík á eftir að byggjast meira þó þetta gerist ekki allt á næsta ári. 2001? Um áratuginn sem fer í hönd segir hún að mjög bjart sé yfir framtíð okkar íslendinga. Það eru ekki mörg ár í að þjóðmál- in breytist til hins betra aftur; betri menn komi til valda og þeir fái meira aðhald. Hún sér fyrir veðurfars- breytingar, að loffslag fari hlýnandi hér. Meira jafnvægi verði á kaupi og kjörum lands- manna því við erum að ná enda eymdarinnar. Hún párar með ofsahraða á blað meðan við leggjum fyrir hana spurningar: Þetta kemur svo hratt inn til mín, ég verð að reyna að festa það einhvern veginn, segir hún. Þriðja íslenska stúlkan verð- ur kjörin alheimsfegurðar- drottning á áratugnum, líkiega eftir fjögur tii fimm ár. Hún sér ekki kvenforseta á eftir Vigdísi Finnbogadóttur og telur langt í að kona verði kosin forseti hér aftur. Og mennirnir verða viðmótsþýðir Hún sér breyttan hugsana- gang, meiri áhersla verður lögð á að hlúa að einstaklingn- um. Henni finnst þó koma eitt- hvert bakslag 1994—95 en heildarmyndin er sú að við erum á uppleið og ekki bara ís- lendingar heldur heimurinn almennt. Meiri samvinna verð- ur manna og þjóða á milli og mörg kerfi endurskoðuð á þessum árum. Allt fram streymir Ég sé breytingu á ríkisstjórn. Það kemur varla til að þeir haldi þetta út, svo mikið er öngþveitið orðið. Fólk getur ekki unað við ástandið eins og það er núna, hvað þá ef fleiri hneykslismál koma upp hjá stjórnarliðum, sem mér sýnist að verði. Það kemur enn meiri sori upp á yfirborðið í kring- um einstöku menn og það verður litið enn aivarlegri aug- um en áfengis- og kjólakaupa- málin. Þetta verður líklega í febrúar eða mars. Það eru skuggar yfir leiðtogunum þá og fleiri verða uppvísir að mis- notkun á aðstöðu. Það eru ekki öll kurl komin til grafar og ég tel að miklu meira eigi eftir að koma ffarn en verið hefur og verði til að kollvarpa stjórn- inni endanlega. Spáði hruni vissra þjóða og landa í sambandi við þetta hneyksli sé ég eins manns dauða og gæti mál hans farið fyrir dóm og almenningur mun einfald- lega segja: Hingað og ekki lengra! Þótt einn og einn maður standi upp úr er meirihluti fólks búinn að fá andstyggð á ríkisstjórninni. Mér finnst að með vorinu verði sett lög sem gera það að verkum að þjóðin fær aldrei framar aðra eins slagsíðu á báknið. Þjóðstjórnin okkar tapar sínu stríði Mér finnst eins og að með vor- inu verði skrúfað fyrir ofnotk- un á risnufé og viðlíka og það á fleiri en einn hátt. Mér sýnist að ráðamenn setji sjálfir strangar reglur þar að lútandi og önnur eins misnotkun og átt hefúr sér stað verður óframkvæmanleg. Þarna sé ég algera bremsu setta á mörg stór vafaatriði. Annarlegt skrumbákn Mér finnst mjög trúlegt að skipti verði á Prúðu leikurun- um á Austurvelli og að skiptin verði tif þess að hægt sé að rífa fjárhag fandsmanna upp að einhverju leyti. Hækkið þið seglin Um stærstu málin á dagskrá Al- þingis sýnist henni að hver og einn reyni að ota sínum tota en minni gaumur verði gefinn að sameiningarmálunum. Ég hugsa að allir reikni með því að Sjálfstæðisflokkurinn verði sterkasti flokkurinn og hann og Framsóknarflokkur munu fara saman þegar fer að vora. Dóttir guðs hin fríða Ég sé íslenska listakonu láta ljós sitt skína og ekki bara hér á kiakaspöng heldur utan land- helgi líka. Þetta er kona sem við þekkjum ekki mikið til núna en á eftir að slá í gegn. 1994—95 er eins og aftur komi skriða af íslenskum listamönn- um sem láta til sín taka heima og heiman. Hugarleiftur kvik Hún segir gefið mál að Davíð vinni kosningarnar í vor en verði ekki lengi í sínu embætti og fari miklu iengra síðar. Hann fer í annað embætti og það jafnvel innan tveggja ára. Ég tel aiveg víst að hann verði forsætisráðherra. Sic transrt gloria mundi Á landsbyggðinni sér hún töiu- vert áberandi breytingu í einu byggðarlagi firá þeirri stjórn- málastefhu sem ríkt hefur þar um áratugi. Þessi óvæntu úrslit eru líkiega á Austfjörðum og munu koma fram í sveitar- stjórnarkosningunum í vor. „Rauða bylgjan" frá síðustu kosningum mun ekki endur- taka sig. Þó þú langförull legðir Meðan enn er allt í óvissu hér norður í Dumbshafi segir hún unga fólkið sækja í að flytja til útlanda og finnst í raun að landflóttinn eigi eftir að aukast mikið en að margt af þessu fólki komi líka heim aftur seinna. 26. TBL 1989 VIKAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.