Vikan


Vikan - 28.12.1989, Side 18

Vikan - 28.12.1989, Side 18
5TJ0RNUMERKIM ■ Breyting er lykill að betra lífi vatnsberans, segja stjörnurnar. ■ Hrúturinn kemur með krafti inn í árið 1990 - og hamingjan verður hans megin í sumar. ■ Skapið verður nokkuð sveiflukennt hjá krabbanum fyrstu mánuði ársins. ■ Seint í vor hefur Ijónið komið sér í þá aðstöðu að það verður að byrja á byrjuninni. ■ Finnur meyjan sér nýjan maka? ■ Vogin leggur sig fram um að leita að einhverju nýju í lífi sínu. ■ Sporðdrekinn mun taka að sér forystuhlut- verk í hóp, sem vinnur að uppbyggingu í vor. ■ Bogmaðurinn upp- lifir í sumar breytingar sem hann hafði alls ekki óskað eftir. ■ Steingeitin verður fyrir mótbyr á fyrstu mánuðum ársins hvað varðar ástarmálin. Vatnsberinn 20.1. - 18.2. Ástúð og hlýja mun umlykja þig í ársbyrjun — og einnig tals- verð ástríða en þessum mjúka árstíma fylgir einnig mótbyr. Einhver sem þú umgengst reglulega mun valda þér von- brigðum og það eru líkur á að vinartengslin slitni milli þín og góðs vinar. Eftir það kemur góður tími til að rækta sam- bandið við ættingja og vini, auk starfssystkina á vinnustað. Munir þú svona inn á milli eft- ir að eiga einhvern tíma fyrir þig - til að hugsa um það sem er að gerast í lífi þínu — þá stíg- urðu stórt skref fram á við varðandi samskipti þín við aðra. Ef þú fterð ekki líka tíma til að gera það sem þig langar þá visnar þú og það væri synd og skömm. Þú ert í eðli þínu forvitin(n) og hugsar rökrétt þannig að þú ert í stakk búin(n) til að framkvæma eitthvað stórt. Breyting er lyk- illinn að betra lífi því ráðandi pláneta fyrir þig er Úranus og hún stendur fyrir breytingar, sjálfstæði og uppreisn. Höfuð- skepna vatnsberans er loft. Besti tíminn fyrir þig á árinu-. Seinni hluti janúarmánaðar og allur febrúar, einnig júní og október. Fiskarnir 19.2. - 203- Þér finnst að þú komir sem sigurvegari inn í árið 1990 en fljótt munu eiga sér stað um- skipti í lífi þínu. Þér mun um tíma finnast að þú sért fangi í óákveðnu lífsmunstri og þér mun jafhvel finnast að maður á vinnustað þínum fari á bak við þig og taki ákvarðanir, sem varða þig, án þíns samþykkis. Það er þó alltaf eitthvað ákveð- ið yfirskilvitlegt sem fylgir þér og þú hefur undraverða and- lega og listræna hæfileika. Þú tekur tillit til annarra, ert til- finninganæm(ur) og tekur ffumkvæði sem gerir það að verkum að þú átt gott með að hlusta á vandamál annarra, þannig að ef þú gerir þitt besta til að berjast á móti óumflýjan- legum biturleika vegna þess sem þér finnst á móti þér gert muntu — líklega í sumarbyrjun — uppgötva nýja leið sem þú getur farið, jafnt í vinnunni sem í einkalífinu. Þessi Ieið mun ekki síst vera til þess góð að færa þér ástina sem mið- punkt í lífinu. Ráðandi pláneta er Neptúnus, höfuðskepnan er vatn. Besti tíminn Jýrir þig á árinu-. Janúar, júlí, september og byrjun október. Hrúfurinn 21.3. - 19.4. Mars er ráðandi pláneta fyrir þig, eldurinn höfuðskepnan og allt bendir til að þú komir með krafti inn í árið 1990 og að þú munir nota þennan styrk þannig að hann gagnist bæði þér, þínum nánustu og öllum öðrum sem þurfa á hjálp þinni að halda. Hamingjan — og hér er einkum átt við ástina — verður einnig þín megin, nema í sumar ef þú lætur sem vind um eyrun þjóta einlæga ósk einhvers þér viðkomandi um hjálp eða ef þú lætur tæki- feri, sem býðst til að nýta hæfi- leika þína, framhjá þér fara. Gerist eitthvað þessu líkt á þér eftir að finnast að þú hafir tap- að miklu en í rauninni muntu samt fljótt geta bætt þann skaða sem orðið hefur. Þú þrífst þó best þegar þú ert að skipuleggja og setja í gang nýj- ar ffamkvæmdir en vegna óþolinmæði þinnar hefurðu tilhneigingu til að fara úr einu verkefni yfir í annað. Þú vildir í raun miklu frekar fara í leit að nýjum ævintýrum, vinum og nýrri ást heldur en sinna hversdagslegum störfum. Besti tími þinn á árinu-. Janúar, fe- brúar, seinni hluti maí og júní. Frh. á næstu opnu 18 VIKAN 26. TBL.1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.