Vikan


Vikan - 28.12.1989, Qupperneq 43

Vikan - 28.12.1989, Qupperneq 43
MARTROÐIN Smásaga eftir William Newman Fyrsta gruninn um að ekki væri allt með felldu fékk John Willoughby þegar hann sá stóra sporið í rósa- beðinu undir stofuglugganum. Hann horfði á þetta djúpa spor og hrukkaði ennið. Sjálfur notaði hann skó númer 42 og honum fannst hálfbroslegt þegar hann steig ofan í sporið. Þetta var spor eftir miklu stærri skó. Maðurinn, sem hafði gægst inn um gluggann — líklega fyrir skömmu — var greinlega stærri en hann. Klukkan var hálfátta og kvöldið var mjög kyrrt. Það voru engin önnur spor, aðeins þetta eina í rósabeðinu. Sá sem hafði staðið þarna hafði staðið með hinn fótinn í gras- inu. Einhver óljós ótti greip John Wil- loughby. Þegar hann kom heim af lögfræðiskrif- stofii sinni í bænum lá miði á borðinu við símann um það að Marva, konan hans, og litla dóttir þeirra hefðu farið að heimsækja systur Mörvu. Jill var níu ára og eina barn þeirra hjóna. Það var svo ólíkt Mörvu að fara svona í burtu án þess að hringja til hans og segja honum ífá því. „Elsku John,“ stóð á miðanum. „Ég þarf að skreppa til Millie. Ég hringi seinna. Vertu óhræddur." Hún hafði svo skrifað undir bréfið en eins og af einhverju óskiljanlegu glensi hafði hún skrifað eftirskrift: „Gleymdu ekki að gefa Tammy ef hún kemur heim.“ Þetta hlaut að vera einhver misskilning- ur, þau voru neydd til að láta taka köttinn Tammy af lífi fyrir meira en tveim vikum. John var hugsi þegar hann las skilaboðin firá Mörvu aftur og aftur. Var Marva að reyna að segja honum eitthvað? Hver hafði staðið fyrir utan stofugluggann? Hvers vegna þurfti hún að fara svona skyndilega? John stóð í eldhúsinu og hlustaði. Svo gekk hann úr einu herberginu í annað. Hann fór jafnvel upp á háaloftið, sem ekki var fullgert ennþá, en húsið var alveg mannlaust. Svo datt honum í hug að hringja til Millie. Síminn hringdi en enginn svaraði. Hann lagði á, gekk svo út aftur og settist á hring- bekkinn sem þau höfðu látið smíða utan um stóru eikina í garðinum. Hann hafði smíðað svolítinn kofa handa Jill uppi í trénu í fyrrasumar. John Willoughby reykti sígarettuna upp. Svo stóð hann á fætur og gekk yfir til nábúans sem hét Joe Brighton. Frh. á næstu opnu Konan hans og litla dóttir þeirra voru horfnar og hann var ekki viss um hvort þær höfðu yfirgefið heimilið af frjálsum vilja. Hvað átti hann að gera?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.