Vikan


Vikan - 28.12.1989, Side 68

Vikan - 28.12.1989, Side 68
5T0Ð 2 SÍGILT MEISTARAVERK Á STÖÐ 2: Umhverfis jörðina á 80 dögum Á nýársdag hefur göngu sína vönduð og spennandi bresk framhaldsmynd í þremur hlutum sem byggir á ævintýralegri sögu snillingsins Jules Verne um hnattferð ævintýra- mannsins Phileasar Fogg og félaga hans. Fyrir réttum 33 árum leikstýrði Michael Anderson upprunalegu kvik- mýndinni um þessa ævintýralegu ferð en þúsundir leiakra settu svip sinn á þá kvikmynd. Gerð myndarinnar sem Stöð 2 sýnir lauk snemma á þessu ári og kostaði hvorki meira né minna en 18 milljónir Bandaríkjadala. Þessi kvikmynd skartar 92 leikurum með talhlutverk og liðlega 8000 auka- leikurum frá öllum heimshornum en tökur fóru frarn í Englandi, Macao, Hong Kong, Thailandi og Júgóslavíu. Þessi nýja mynd á það sameiginlegt með eldri útgáfúnni að öll aðalhlut- verk eru í höndum heimsfrægra leikara, m.a. Pierce Brosman, Peter Ustinov, Eric Idle, Julia Nickson, John Hillarman, Lee Remick, Christopher Lee, Jill St. John, Robert Wagner og fleiri. Árið er 1872. Staðurinn er London. Það er nýbúið að ræna Englandsbanka en ekkert slær Phileas Fogg út af lag- inu. Englandsbanki hefur ráðið leyni- lögreglumann til þess að hafa upp á þjófnum. Phileas Fogg ræður sér nýj- an einkaþjón. Um kvöldið er Fogg að vanda að spila vist við félaga sína í klúbbnum. Hann veðjar aleigunni um að hann geti farið umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Og áhorfendur halda af stað frá London til Parísar, þaðan liggur leiðin yflr Alpana til ítalíu. Á átjánda degi ferðarinnar er farið gegn- um Indland á fílum. Á fimmtugasta og fimmta degi er siglt ffá Kína og fýrir- heitni staðurinn er San Francisco. Áttugasti dagurinn er runninn upp og ferðalangarnir ná í tæka tíð á breska grund en veðmálið er ekki í höfh því endastöð er London. Það eru einungis nokkrar mínútur til stefnu... □

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.