Vikan


Vikan - 11.01.1990, Page 7

Vikan - 11.01.1990, Page 7
ar. Oftar en ekki bregðast þessar vænting- ar enda veit hinn aðilinn oft ekki hvers við væntum, hvað þá að við vitum hvers hann væntir. Alltof oft fer fólk út í að reyna að breyta hvort öðru frekar en að sætta sig bæði við kostina og galiana. Fólk á oft mjög erfltt með að setja sig í spor hins aðilans og sjá málin út frá hans sjónar- horni. Fólk er oft of fljótt að dæma út frá sínu eigin sjónarhorni. Ef það ætlar að reyna að breyta hinum aðilanum eftir sín- um þörfum getur það gleymt því sem við köllum „gott hjónaband". Það getur ekki verið gott hjónaband ef annar aðilinn er sífellt að gera eitthvað rangt eða gerir hlutina ekki eins og hinn. Við verðum að muna að við getum aldrei breytt neinum nema okkur sjálfum og þar við situr. Raun- in er líka oft sú að ef þú breytir þér til hins betra fylgir makinn á eftir. Það er mjög mikilvægt að ræða væntingar hvors annars áður en lengra er haldið, hvort sem það er í sambúð eða hjónabandi. „Reiðin hverfur ekki af sjálfu sér“ Annað atriði, sem oft á stóran þátt í því að fólk skilur eða slítur sambúð, er að það getur ekki lengur talað saman. Oft byrjar þetta með smápirringi. Annar aðilinn er óánægður með eitthvað sem makinn gerir eða segir en lætur það ekki í ljós. Svo bæt- ast við fleiri og fleiri smáatriði og að lok- um springur allt í loft upp. Hinn aðilinn veit þá gjarnan ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Málið var bara að þetta var kornið sem fyllti mælinn. Reiðin, sem gerir vart við sig þegar fólk ræðir ekki út um þá hluti sem það er óánægt með, hverfur ekki af sjálfu sér. Fólk verður að fá útrás fyrir hana og þá á réttum aðilum. Oft er það nefni- lega svo að hún bitnar á röngum aðilum og þá ekki hvað síst börnunum. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að fá út- rás bæði fyrir góðar og slæmar tilfinningar og það þarf líka að kunna það. Til að gera allt vitlaust er hægt að nota setningar eins og: „Þú gerir aldrei þetta", eða „Þú gerir alltaf hitt.“ En ef þú ert frekar á því að fara sanngjarna leið er hyggilegra að segja: „Mér líður illa. Ég er óánægð/ur,“ o.s.frv. Það getur tekið nokkurn tíma að læra þetta en það borgar sig. Svo er annað og það er að þú getur ekki sagt til um vanda- málið með því að dæma hegðun. Við erum alltaf að gera mistök. Spurðu heldur hvað sé að, hvort það sé eitthvað sem þú hafir gert rangt o.s.frv. Eitt er samt víst, það er betra að skilja heldur en að lifa í óhamingjusömu hjóna- bandi. En fólk þarf líka að velta fyrir sér hvers vegna allt er á afturfótunum. Stund- um eru ástæðurnar augljósar, t.d. framhjá- hald, líkamlegt og andlegt ofbeldi, eitur- lyfjanotkun, misnotkun áfengis o.fl., en oft er þetta líka vegna þess að fólk hreinlega kann ekki að vera í hjónabandi eða sam- búð sem einstaklingur. Það er alveg ótrú- legt hvað fólk verður stundum ósjálfstætt þegar það er komið í hjónaband og gleym- ir oft alveg að sinna einstaklingsþörfum sínum. Þær þarfir eru mjög mikilvægar. Það er gullvæg regla að hugsa sem svo að ef ég er ánægð/ur með sjálfa/n mig er kom- inn grundvöllur fyrir því að aðrir séu það. Hvernig geta aðrir verið sáttir við mig ef ég er það ekki sjálf/ur? Það hefur aukist undanfarin ár að fólk leiti sér aðstoðar þegar erflðlega gengur í hjónabandi eða sambúð. Enn gera þetta þó alltof fáir. Það getum við séð á því að hjónaskilnaðir eru margir. Fólk sem finnur að eitthvað er að og vill leita sér hjálpar getur leitað til aðila sem sérhæfa sig í þess- um málum, t.d. félagsráðgjafa og sálffæð- inga. Einnig er hægt að leita til presta því þeir eru ávallt reiðubúnir til að hjálpa til við að koma á sáttum. Hér á eftir fara við- töl við tvo aðila sem þekkja vel til þessara mála. Það eru þau Sigrún K. Júlíusdóttir félagsráðgjafi og séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. □ 1. TBL. 1990 VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.