Vikan - 11.01.1990, Side 8
5KILMAÐIR
SIGRÚN JÚLÍUSDÓHIR FÉLAGSRÁÐGJAFI:
„Vanfar heilsteypta
fjelskyldumálastefnu"
Sigrún Júlíusdóttir félagsréðgjafi hefur sérhæft
sig í hjónaráðgjöf og fjölskyldumeðferð og rekur
ráðgjafarþjónustuna Tengsl ásamt öðrum félags-
ráðgjafa, Nönnu K. Sigurðardóttur. Blaðamaður
Vikunnar fór þess á leit við Sigrúnu að hún svar-
aði nokkrum spurningum varðandi hjónaband og
skilnaði og varð hún við þeirri bón þar sem hún
sagði þörf fyrir þessa umræðu.
Leitar fólk til félagsráðgjafa með
vandamál sín áður en það er komið í
þrot eða þegar of seint er orðið að
bjarga hjónabandinu?
„Það er mjög misjafnt hvenær fólk leitar
til okkar. Því miður leitar það oft til okkar
of seint en sem betur fer stundum áður en
það er farið að huga að skilnaði og ég
myndi segja í auknum mæli. Ég held að
það sé vegna aukinnar vitundar fólks um
að hægt er að vinna úr erfiðleikum og
koma í veg fyrir óheillaþróun."
Hver er algengasta orsökin fyrir því
að illa gengur í hjónabandi?
„Það geta auðvitað legið margar ástæður
að baki og erfitt að alhæfa um það en oft
ríkir mikið sambandsleysi milli hjóna. Það
þarf á hjálp að halda til að tala saman og ná
betra tilfinningasambandi. Svo er fólk oft
að glíma við drauga úr fortíðinni, hluti
sem það er ekki búið að gera upp — úr
uppeldi eða fyrra hjónabandi.
Ytri álagsþættir hafa líka mikið að segja
þegar við tölum um gott samband milli
hjóna. Hinn íslenski veruleiki er þannig að
fólk gerir miklar kröfur um efnisleg gæði.
Það þarf að eignast sitt eigið húsnæði,
a.m.k. eins og húsnæðismálastefna hér á
landi hefur verið fram til þessa. Ótæpileg
vinna gerir það að verkum að fólk hefur
lítinn tíma til að vera saman. Ungar fjöl-
skyldur eru undir gífurlegu álagi og þá
skiptir miklu máli að sambandið sé sterkt
til að það þoli þetta mikla álag. Sem betur
fer gerist það oft að sambandið styrkist
þegar illa gengur en oft fer það líka úr
skorðum. Annar ytri þáttur, sem skiptir
gífurlega miklu máli, eru skólamálin. Þau
eru ekki síður í algjörum ólestri að mínu
mati. Margir foreldrar vilja búa börnum
sínum gott heimili og sinna efhislegum
þörfúm þeirra og til þess þarf fólk líka að
vinna mikið, en skólakerfið kemur engan
veginn til móts við það. Ég tel að við höf-
um ekki bitið úr nálinni með þau mál, þ.e.
afleiðingar þessa í framtíðinni."
Þetta gengur í bylgjum
Skilnaðartölur hafa farið síhækk-
andi til þessa dags. Er hjónabandið að
verða úrelt fyrirbæri?
Skilnaðartölur hafa aðeins lækkað að
undanförnu en við höfum ekki tölur yfir
sambúðarslit.
Ég tel að fjölskyldan sé frekar að styrkj-
ast heldur en að hún sé í hættu. Það væri
gott ef fólk gerði meira að því að leita sér
ffæðslu og hjálpar en það gerir nú. Það er
heldur ekki um svo auðugan garð að
gresja í þeim efnum. Auk heilsugæslu-
stöðvanna eru aðeins geðdeildir og félags-
málastofnanir en þangað leitar fólk frekar
ef það er veikt eða þegar fokið er í flest
skjól. Fólk er líka viðkvæmt. Það vill
vernda persónuhelgi sína og leitar því síð-
ur á þessa staði. Svo er það einkageirinn
en það eru bara ekki svo margir sem hafa
þá sérþekkingu sem til þarf og geta boðið
upp á þessa þjónustu. Ekki hafa heldur all-
ir efni á að notfæra sér hana.
Það vantar að mínu mati alla heilsteypta
fjölskyldumálastefnu hjá okkur. Það þarf
að starffækja almenna fjölskylduráðgjöf á
vegum hins opinbera, þar sem veitt er
meðferð, ráðgjöf og ekki síst ffæðsla. Það
er slæmt að hún sé rekin af einkaaðilum.
Hér er ég t.d. að tala um námskeið fyrir
stjúpforeldra, uppeldis- og foreldra-
fræðslu, skilnaðar- og hjónabandsffæðslu.
Það þarf að gera miklu meira að því að
fyrirbyggja. Þá á ég við fjölskylduffæðslu
íýrst og fremst. Henni er stórkostlega
ábótavant hjá okkur og henni er lítið sem
ekkert sinnt í skólakerfinu. Það er reyndar
háð viðhorfi og hæfni kennarans hverju
sinni."
„Börn alttof oft
bítbein foreldra"
„Hjón, sem vilja skilja, geta alltaf búist
við að ná einhverjum árangri ef þau leita
skilnaðarráðgjafar. Þó svo að fólk hætti
ekki alltaf við að skilja er hægt að hjálpa
því að leysa úr sínum málum og það gerir
þeim kleiff að þekkjast og vera foreldrar
áfram, svo ég tali ekki um að þau verða
betur búin undir annað hjónaband. Fólk,
sem á börn, þarf að hugsa um að geta unn-
ið saman eftir skilnaðinn.
Börnin gleymast alltof oft. Þau fara líka í
gegnum sína skilnaðarkreppu. Það er samt
ekki skilnaðurinn sem skiptir mestu máli
fyrir barnið heldur hvernig að honum er
staðið. Þó svo að börnin séu ung þegar
skilnaður á sér stað finna þau hvað er að
gerast. Þau lenda of oft í því að vera bit-
bein foreldranna. Og þarna kemur skilnað-
arráðgjöfin t.d. inn í. Hún miðar m.a. að
því að hjálpa fólki að semja í stað þess að
fara í heitt eða kalt stríð, t.d. með því að
deila um forræði barnanna. Það er forsjár-
deilan sem er oft hvað erfiðust og fer verst
með fólk.“
„Of sterkar væntingar
í hjónabandi"
„Hjónaband reynir mikið á samskipta-
hæfni fólks. Það þarf sífellt að vera að
endurskoða. Nú giftir fólk sig töluvert
seinna en áður og ég tel að því lengur sem
fólk er búið að þroska sig verði hjóna-
bandið síður það sem á að bæta allt upp.
Þó er það nú svo að fólk fer oft í hjóna-
band með of miklar væntinngar. Hjóna-
bandið á að uppfylla dýpstu tilfinninga-
legar þarfir og vonbrigðin verða auðvitað
meiri ef það bregst. Við verðum líka að
athuga að hjónabandið hefur breyst gífúr-
lega á stuttum tíma. Hér áður var miklu
fleira sem batt fólk saman í hjónabandi.
Þar má nefna ýmsar ytri aðstæður, t.d.
landfræðilegar. Fólk vann að sameigin-
legum verkefnum sem búskapurinn var og
það átti fleiri börn. Fólk átti ekki eins
mikið val enda voru skilnaðir þá ekki eins
tíðir. Nú hefur þessum sameiginlegu verk-
efnum fækkað og nánast eingöngu tilfinn-
ingar sem binda fólk saman. Fólk áttar sig
oft ekki á því hvað samstaða og samvinna
í hjónabandi krefst mikils en margt bendir
til að jöfhuður fari vaxandi í hjónabandi
þó það gangi hægt. Þar hef ég í huga aukna
menntun og umsvif kvenna og breytt við-
horf karla til uppeldis, tilfinninga og fjöl-
skyldumála. Það breytir miklu,“ sagði
Sigrún að lokum. □
8 VIKAN 1.TBL. 1990